Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar: Dýrt að klúðra vítum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Mynd/Ossi Ahola

Það var smá ryð í okkur í upphafi leiksins en við unnum okkur svo vel inn í leikinn,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir 2-0 tap gegn Bandaríkjunum á Algarve Cup í dag.

Íslenska liðið fékk talsvert fleiri færi en þær kannski áttu von á fyrir leikinn og til að mynda klúðraði liðið tveimur vítaspyrnum.

„Hólmfríður komst til að mynda að í gott færi en skaut yfir í stað þess að leggja boltann í hornið. Svo klúðrar Margrét Lára vítaspyrnu í fyrri hálfleik en mark þar hefði hugsanlega getað breytt einhverju enda ekki á hverjum degi sem þetta bandaríska landslið lendir undir. Vítin voru samt ekki slæm og hún varði báðar spyrnurnar vel. Samt dýrt að klúðra þessum vítum.

Þrátt fyrir tapið er ég ánægður með leikinn hjá stelpunum enda margt jákvætt í leiknum. Við verðum að byggja á þetta fyrir næsta leik."

Ísland mætir Svíum í næsta leik á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×