Fjaðrafok í New York út af íslensku fálkamyndinni 27. apríl 2010 07:00 Örn Marinó og Þorkell Harðarson með fyrrverandi fálkasölumanninum Alan Howell Parrot á frumsýningu Feathered Cocaine sem vakið hefur óskipta athygli á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York. NordicPhotos/Getty „Það hefur verið uppselt á allar sýningar hingað til og við höfum fengið góð og mikil viðbrögð," segir Þorkell Harðarson en hann frumsýndi ásamt Erni Marinó Arnasyni heimildarmyndina Feathered Cocaine á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York á föstudaginn. Feathered Cocaine fjallar um umfangsmikið smygl á evrópskum fálkum til Mið-Austurlanda en það sem hefur vakið hvað mestu athyglina er að í myndinni kemur fram að einn mest eftirlýsti maður heims, Osama bin-Laden, er ekki eins vel falinn og vestræn yfirvöld hafa haldið fram. Örn og Þorkell voru til að mynda bara hársbreidd frá því að komast í návígi við hryðjuverkamanninn. Þeir Þorkell og Örn hafa verið bókaðir í fjölda viðtala, meðal annars við stórblaðið New York Times. Frumsýning myndarinnar á þessari kvikmyndahátíð í New York er engin tilviljun. Stórleikarinn Robert De Niro stofnaði hana eftir árásirnar á Tvíburaturnana 2001 sem áðurnefndur Laden og samtök hans, Al-Kaída, eru sögð hafa skipulagt. Þorkell segir myndina því hafa haft sterk áhrif á áhorfendur, þeir hafi verið reiðir og forviða eftir sýninguna. „Fólk hefur rætt árásirnar og sína upplifun á mjög hreinskilinn hátt við okkur. Myndin kemur augljóslega við kvikuna á fólki," útskýrir Þorkell sem vill þó ekki meina að CIA sé farið að fylgjast með ferðum þeirra um stórborgina. „Nei, enda held ég að þeir séu svo snjallir að við myndum aldrei sjá þá ef svo væri." Feathered Cocaine hefur verið lengi í vinnslu og þótt stressið fyrir frumsýningu hafi verið mikið segir Þorkell að hann og Örn hafi sofið eins og ungbörn um nóttina. „Ég hef ekki sofið jafn vært í sex ár," segir Þorkell en Feathered Cocaine heldur áfram ferðalagi sínu um Norður-Ameríku því hún tekur þátt á Hot Docs-hátíðinni í Toronto. „Þar hefur fólk talað um þessa mynd í þrjú ár, hún var orðin að hálfgerðri goðsögn þannig að það var kominn tími til að koma út úr skápnum með þessa mynd." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Sjá meira
„Það hefur verið uppselt á allar sýningar hingað til og við höfum fengið góð og mikil viðbrögð," segir Þorkell Harðarson en hann frumsýndi ásamt Erni Marinó Arnasyni heimildarmyndina Feathered Cocaine á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York á föstudaginn. Feathered Cocaine fjallar um umfangsmikið smygl á evrópskum fálkum til Mið-Austurlanda en það sem hefur vakið hvað mestu athyglina er að í myndinni kemur fram að einn mest eftirlýsti maður heims, Osama bin-Laden, er ekki eins vel falinn og vestræn yfirvöld hafa haldið fram. Örn og Þorkell voru til að mynda bara hársbreidd frá því að komast í návígi við hryðjuverkamanninn. Þeir Þorkell og Örn hafa verið bókaðir í fjölda viðtala, meðal annars við stórblaðið New York Times. Frumsýning myndarinnar á þessari kvikmyndahátíð í New York er engin tilviljun. Stórleikarinn Robert De Niro stofnaði hana eftir árásirnar á Tvíburaturnana 2001 sem áðurnefndur Laden og samtök hans, Al-Kaída, eru sögð hafa skipulagt. Þorkell segir myndina því hafa haft sterk áhrif á áhorfendur, þeir hafi verið reiðir og forviða eftir sýninguna. „Fólk hefur rætt árásirnar og sína upplifun á mjög hreinskilinn hátt við okkur. Myndin kemur augljóslega við kvikuna á fólki," útskýrir Þorkell sem vill þó ekki meina að CIA sé farið að fylgjast með ferðum þeirra um stórborgina. „Nei, enda held ég að þeir séu svo snjallir að við myndum aldrei sjá þá ef svo væri." Feathered Cocaine hefur verið lengi í vinnslu og þótt stressið fyrir frumsýningu hafi verið mikið segir Þorkell að hann og Örn hafi sofið eins og ungbörn um nóttina. „Ég hef ekki sofið jafn vært í sex ár," segir Þorkell en Feathered Cocaine heldur áfram ferðalagi sínu um Norður-Ameríku því hún tekur þátt á Hot Docs-hátíðinni í Toronto. „Þar hefur fólk talað um þessa mynd í þrjú ár, hún var orðin að hálfgerðri goðsögn þannig að það var kominn tími til að koma út úr skápnum með þessa mynd." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Sjá meira