Matur

Súkkulaðibrownie með anískaramellu

Það er erfitt að standast svona freistingar.
Það er erfitt að standast svona freistingar. Myndir/Anton Brink

Sigurður Ívar Sigurðsson, kokkur á Nauthóli Bistro, töfrar fram girnilega uppskrift að súkkulaðibrownie með anískaramellu og vanillukremi fyrir sex manns.

Súkkulaðibrownie

Fyrir sex

200 g dökkt súkkulaði

220 g smjör

3 egg

220 g sykur

80 g hveiti

1 tsk. lyftiduft

100 g jarðhnetur, ristaðar

Bræðið súkkulaðið og smjörið í vatnsbaði. Þeytið egg og sykur saman. Blandið eggjablöndunni varlega saman við bráðina. Sigtið hveiti og lyftiduft yfir blönduna og hrærið saman. Setjið ristaðar jarðhneturnar út í. Hellið blöndunni í vel smurt meðalstórt hringform.

Bakist við 180°C í 35 mínútur.

Sigurður Ívar Sigurðsson, kokkur á Nauthóli Bistro.

Anískaramella

190 g sykur

190 g glúkósi

150 g ósaltað smjör

190 ml mjólk

250 ml rjómi

2 stk. stjörnuanís, mulinn í kvörn (jafnvel piparkvörn)



Sykur og glúkósi er brætt vel saman í potti. Bætið smjörinu og mjólkinni út í, hrærið öðru hverju þar til til blandan byrjar að þykkna. Hellið rjómanum og muldum stjörnuanísnum út í í lokin. Kælið karamelluna. Gott er að bera réttinn fram með léttþeyttum rjóma og nokkrum tegundum af ís.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.