„Ósættið“ við Iðnskólann í Hafnarfirði Björn Ingi Sveinsson skrifar 17. september 2010 06:00 Í Fréttablaðinu hinn 10. september sl. birtist fréttaskýring þar sem tveir kennarar við Iðnskólann í Hafnarfirði (IH), Margrét Ingólfsdóttir og Sigríður Júlía Bjarnadóttir, ryðja úr sér svo dæmalausum rangfærslum og óhróðri um sannkallaðan heiðursmann, Jóhannes Einarsson, skólameistara skólans, að mann setur hljóðan. Sér undirritaður sig því knúinn til að koma á framfæri eftirfarandi sjónarmiðum. Undirritaður hefur verið formaður skólanefndar IH sl. 10 ár og hefur skólinn þann tíma og gott betur búið að því að hafa við stjórnvölinn mjög hæfan og vandaðan skólameistara, Jóhannes Einarsson, sem hefur verið vakinn og sofinn yfir velferð skólans svo eftir hefur verið tekið. Hefur skólameistari ávallt gengið skrefinu lengra en þörf hefur krafist hverju sinni og leitast við að búa kennurum skólans sem besta aðstöðu þrátt fyrir að skólanum hafi verið, og er enn, þröngur stakkur skorinn af húsnæði sínu. Þær „langvarandi deilur" sem fréttaskýringin vísar til eiga rætur sínar að rekja til ágreinings um launamál tilkomnu vegna breytinga á fyrirkomulagi kennslu skólaárið 2001-2002 og svo aftur skólaárið 2003-2004. Það mál varð því miður undir lokin að hitamáli innan skólans en var til lykta leitt með úrskurði Félagsdóms kennurum í vil þann 12. maí 2009. Fjármálaráðuneytið fór með forræði málsins fyrir hönd skólans og fyrirbauð að nokkuð það yrði aðhafast sem breytt gæti málavöxtum áður en dómur gengi og við það varð að una. Það lögfræðiálit sem Margrét Ingólfsdóttir, þáverandi formaður kennarafélags IH, sendi undirrituðum, og vísað er til í fréttaskýringunni, sendi hún reyndar allri skólanefndinni þann 19. maí 2008, ári fyrir úrskurð Félagsdóms, og voru nefndarfulltrúar fyllilega meðvitaðir um efni þess. Skólayfirvöld voru þó bundin stjórnvalds fyrirmælum og var Margrét Ingólfsdóttir upplýst um það af undirrituðum þann 22. maí 2008. Jafnframt var hún vinsamlegast beðin um að beita sér fyrir því að friður ríkti innan skólans þar til málið væri útkljáð. Sú beiðni var virt að vettugi. Þegar athygli kennara hafði verið vakin á því að þeir gætu átt inni vangoldin laun stóðu þeir nokkuð einhuga með formanni sínum í því að láta reyna á kröfuna. Er ekkert nema gott eitt um það að segja því allir hafa rétt á að gæta eigin hagsmuna. Stóð Margrét Ingólfsdóttir þó þennan tíma fyrir stöðugum uppákomum og skeytasendingum til kennara skólans, KÍ og menntamálaráðuneytis sem miðuðu að því einu að ófrægja skólameistara hvar sem einhver nennti á að hlusta. Að dómnum gengnum voru kennurum greidd vangoldin laun sín með áunnum dráttarvöxtum. Mátti þá ætla að málinu lyki og að aðilar þess slíðruðu sverðin skólanum til heilla og benti margt til þess að svo yrði. Núverandi og fyrrverandi kennarar skólans fengu umtalsverða greiðslu í sína hönd og gátu unað vel við sitt. Margrét Ingólfsdóttir kaus þó með stuðningi stöllu sinnar, Sigríðar Júlíu Bjarnadóttur, að halda áfram ófrægingarherferð sinni á hendur skólameistara. Nú er ljóst að Margrét Ingólfsdóttir, í krafti formennsku sinnar í kennarafélagi skólans, afhenti menntamálaráðherra bréf eftir niðurstöðu Félagsdóms þar sem hún „krafðist" að gerð yrði stjórnsýsluúttekt á skólanum, væntanlega svo klekkja mætti frekar á skólameistara. Jafnframt virðist Margrét hafa sagt í bréfi sínu að skólameistari láti þá „finna fyrir því" sem ekki eru honum „sammála … í einu og öllu" og að þeir hinir sömu fái m.a. „leiðinlegar" stundatöflur. Um þetta er það eitt að segja að skólameistari hefur ekki komið nálægt stundatöflugerð í IH síðan árið 2000 svo hér var staðreyndum hliðrað vondum málstað til framdráttar. Kröfu Margrétar Ingólfsdóttur um stjórnsýsluúttekt var auðvitað hafnað af ráðuneytinu og telja má að það „sinnuleysi" sem stjórnvöld eru ásökuð um í fyrirsögn fréttaskýringarinnar stafi af því einu að málstaðurinn og efni bréfsins hafi talist sjálfsþjónkandi. Gekk loks svo langt að kennarar skólans fengu sig fullsadda af og féllu allir sem einn frá stuðningi sínum við Margréti til frekari formennsku í kennarafélagi skólans. Haustið 2009 var kosin ný stjórn fyrir kennarafélagið og hefur sú stjórn stutt við bakið á skólameistara sínum og haft við hann eðlileg skoðanaskipti eins og vera ber. Auk þessa skrifuðu kennarar skólans undir eindregna stuðningsyfirlýsingu við skólameistara, þar sem hinu rétta í ofangreindum málefnum skólans var lýst. Var yfirlýsingin send menntamálaráðherra til upplýsingar. Hefur frá þessum tíma ríkt góður friður og eindrægni á milli stjórnenda og kennara skólans, þó með framangreindum undantekningum. Jóhannes Einarsson, skólameistari IH, hefur nú að eigin undirlagi ákveðið að láta af störfum frá og með 1. janúar 2011, liðlega ári fyrr en aldur hans krefst. Skólanefnd er mikil eftirsjá af Jóhannesi vegna starfa hans því samstarfið við hann hefur ávallt verið með miklum ágætum. Vonar nefndin að vel takist til með að finna eftirmann Jóhannesar, en þar er í stór spor að fara og ekki allra að gera svo vel sé. Undirritaður er þó ósammála því að leggja beri áherslu á að ráða ekki einhvern hinna fjölmörgu hæfu kennara skólans til að taka við starfi skólameistara sýndu einhverjir þeirra því áhuga. Undirritaður telur að fari svo að nýr skólameistari komi úr röðum núverandi kennara eða stjórnenda skólans, fólks sem gjörþekkir allt hans innra starf, geti það varla komið skólanum til annars en góðs. Skólanefnd mun þó í þessu sambandi rækja sína lögformlegu skyldu að veita ráðherra umsögn um þá umsækjendur sem uppfylla þau hæfisskilyrði sem auglýst var eftir. Það er sláandi að á þessum tímapunkti starfsloka Jóhannesar sé á afar óbilgjarnan hátt og af hvötum sem erfitt er að skilja reynt að koma á hann höggi og sverta með því starfsheiður hans og óflekkaðan starfsferil. Er nú berlega komið í ljós að þar fara fyrir skjöldu framangreindir tveir kennarar skólans, sem og einhverjir ónefndir fyrrverandi kennarar sem vel er þó vitað hverjir eru. Þessu fólki væri nær að líta í eigin barm. Veldur hver á heldur. Í ljósi þess sem hér hefur verið greint frá má ætla að farsælast væri fyrir skólann og starfsfólk hans að ofangreindir tveir kennarar leituðu fyrir sér um annað starf við annan skóla eða aðra stofnun svo einangraðar sem þær eru innan skólans í afstöðu sinni og neikvæðni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu hinn 10. september sl. birtist fréttaskýring þar sem tveir kennarar við Iðnskólann í Hafnarfirði (IH), Margrét Ingólfsdóttir og Sigríður Júlía Bjarnadóttir, ryðja úr sér svo dæmalausum rangfærslum og óhróðri um sannkallaðan heiðursmann, Jóhannes Einarsson, skólameistara skólans, að mann setur hljóðan. Sér undirritaður sig því knúinn til að koma á framfæri eftirfarandi sjónarmiðum. Undirritaður hefur verið formaður skólanefndar IH sl. 10 ár og hefur skólinn þann tíma og gott betur búið að því að hafa við stjórnvölinn mjög hæfan og vandaðan skólameistara, Jóhannes Einarsson, sem hefur verið vakinn og sofinn yfir velferð skólans svo eftir hefur verið tekið. Hefur skólameistari ávallt gengið skrefinu lengra en þörf hefur krafist hverju sinni og leitast við að búa kennurum skólans sem besta aðstöðu þrátt fyrir að skólanum hafi verið, og er enn, þröngur stakkur skorinn af húsnæði sínu. Þær „langvarandi deilur" sem fréttaskýringin vísar til eiga rætur sínar að rekja til ágreinings um launamál tilkomnu vegna breytinga á fyrirkomulagi kennslu skólaárið 2001-2002 og svo aftur skólaárið 2003-2004. Það mál varð því miður undir lokin að hitamáli innan skólans en var til lykta leitt með úrskurði Félagsdóms kennurum í vil þann 12. maí 2009. Fjármálaráðuneytið fór með forræði málsins fyrir hönd skólans og fyrirbauð að nokkuð það yrði aðhafast sem breytt gæti málavöxtum áður en dómur gengi og við það varð að una. Það lögfræðiálit sem Margrét Ingólfsdóttir, þáverandi formaður kennarafélags IH, sendi undirrituðum, og vísað er til í fréttaskýringunni, sendi hún reyndar allri skólanefndinni þann 19. maí 2008, ári fyrir úrskurð Félagsdóms, og voru nefndarfulltrúar fyllilega meðvitaðir um efni þess. Skólayfirvöld voru þó bundin stjórnvalds fyrirmælum og var Margrét Ingólfsdóttir upplýst um það af undirrituðum þann 22. maí 2008. Jafnframt var hún vinsamlegast beðin um að beita sér fyrir því að friður ríkti innan skólans þar til málið væri útkljáð. Sú beiðni var virt að vettugi. Þegar athygli kennara hafði verið vakin á því að þeir gætu átt inni vangoldin laun stóðu þeir nokkuð einhuga með formanni sínum í því að láta reyna á kröfuna. Er ekkert nema gott eitt um það að segja því allir hafa rétt á að gæta eigin hagsmuna. Stóð Margrét Ingólfsdóttir þó þennan tíma fyrir stöðugum uppákomum og skeytasendingum til kennara skólans, KÍ og menntamálaráðuneytis sem miðuðu að því einu að ófrægja skólameistara hvar sem einhver nennti á að hlusta. Að dómnum gengnum voru kennurum greidd vangoldin laun sín með áunnum dráttarvöxtum. Mátti þá ætla að málinu lyki og að aðilar þess slíðruðu sverðin skólanum til heilla og benti margt til þess að svo yrði. Núverandi og fyrrverandi kennarar skólans fengu umtalsverða greiðslu í sína hönd og gátu unað vel við sitt. Margrét Ingólfsdóttir kaus þó með stuðningi stöllu sinnar, Sigríðar Júlíu Bjarnadóttur, að halda áfram ófrægingarherferð sinni á hendur skólameistara. Nú er ljóst að Margrét Ingólfsdóttir, í krafti formennsku sinnar í kennarafélagi skólans, afhenti menntamálaráðherra bréf eftir niðurstöðu Félagsdóms þar sem hún „krafðist" að gerð yrði stjórnsýsluúttekt á skólanum, væntanlega svo klekkja mætti frekar á skólameistara. Jafnframt virðist Margrét hafa sagt í bréfi sínu að skólameistari láti þá „finna fyrir því" sem ekki eru honum „sammála … í einu og öllu" og að þeir hinir sömu fái m.a. „leiðinlegar" stundatöflur. Um þetta er það eitt að segja að skólameistari hefur ekki komið nálægt stundatöflugerð í IH síðan árið 2000 svo hér var staðreyndum hliðrað vondum málstað til framdráttar. Kröfu Margrétar Ingólfsdóttur um stjórnsýsluúttekt var auðvitað hafnað af ráðuneytinu og telja má að það „sinnuleysi" sem stjórnvöld eru ásökuð um í fyrirsögn fréttaskýringarinnar stafi af því einu að málstaðurinn og efni bréfsins hafi talist sjálfsþjónkandi. Gekk loks svo langt að kennarar skólans fengu sig fullsadda af og féllu allir sem einn frá stuðningi sínum við Margréti til frekari formennsku í kennarafélagi skólans. Haustið 2009 var kosin ný stjórn fyrir kennarafélagið og hefur sú stjórn stutt við bakið á skólameistara sínum og haft við hann eðlileg skoðanaskipti eins og vera ber. Auk þessa skrifuðu kennarar skólans undir eindregna stuðningsyfirlýsingu við skólameistara, þar sem hinu rétta í ofangreindum málefnum skólans var lýst. Var yfirlýsingin send menntamálaráðherra til upplýsingar. Hefur frá þessum tíma ríkt góður friður og eindrægni á milli stjórnenda og kennara skólans, þó með framangreindum undantekningum. Jóhannes Einarsson, skólameistari IH, hefur nú að eigin undirlagi ákveðið að láta af störfum frá og með 1. janúar 2011, liðlega ári fyrr en aldur hans krefst. Skólanefnd er mikil eftirsjá af Jóhannesi vegna starfa hans því samstarfið við hann hefur ávallt verið með miklum ágætum. Vonar nefndin að vel takist til með að finna eftirmann Jóhannesar, en þar er í stór spor að fara og ekki allra að gera svo vel sé. Undirritaður er þó ósammála því að leggja beri áherslu á að ráða ekki einhvern hinna fjölmörgu hæfu kennara skólans til að taka við starfi skólameistara sýndu einhverjir þeirra því áhuga. Undirritaður telur að fari svo að nýr skólameistari komi úr röðum núverandi kennara eða stjórnenda skólans, fólks sem gjörþekkir allt hans innra starf, geti það varla komið skólanum til annars en góðs. Skólanefnd mun þó í þessu sambandi rækja sína lögformlegu skyldu að veita ráðherra umsögn um þá umsækjendur sem uppfylla þau hæfisskilyrði sem auglýst var eftir. Það er sláandi að á þessum tímapunkti starfsloka Jóhannesar sé á afar óbilgjarnan hátt og af hvötum sem erfitt er að skilja reynt að koma á hann höggi og sverta með því starfsheiður hans og óflekkaðan starfsferil. Er nú berlega komið í ljós að þar fara fyrir skjöldu framangreindir tveir kennarar skólans, sem og einhverjir ónefndir fyrrverandi kennarar sem vel er þó vitað hverjir eru. Þessu fólki væri nær að líta í eigin barm. Veldur hver á heldur. Í ljósi þess sem hér hefur verið greint frá má ætla að farsælast væri fyrir skólann og starfsfólk hans að ofangreindir tveir kennarar leituðu fyrir sér um annað starf við annan skóla eða aðra stofnun svo einangraðar sem þær eru innan skólans í afstöðu sinni og neikvæðni.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar