Fótbolti

Lionel Messi er nýr velgjörðasendiherra UNICEF

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. Mynd/AFP
Lionel Messi er að margra mati einn allra besti knattspyrnumaður heims en hann er líka duglegur að láta til sína taka utan vallar. Í dag var þessi argentínski knattspyrnusnillingur útnefndur sem velgjörðasendiherra UNICEF.

Messi, sem var kjörinn bæði besti knattspyrnumaður heims og Knattspyrnumaður Evrópu á síðasta ári, spilar með spænska liðinu Barcelona sem hefur verið öflugur samstarfsaðili UNICEF um árabil.

Í hlutverki sínu sem velgjörðasendiherra mun Messi m.a. vekja athygli á þeim vandamálum sem sérstaklega berskjalda börn standa frammi fyrir og taka þátt í viðburðum sem hafa það að markmiði að styðja við réttindi barna.

Messi bætist í stjörnuprýddan hóp frægra einstaklinga sem vinna með UNICEF. Meðal annarra velgjörðasendiherra má nefna Orlando Bloom, Shakira, Ricky Martin, Ewan McGregor, Harry Belafonte, Roger Moore, Mia Farrow og annar kunnur knattspyrnumaður, David Beckham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×