Stendur á hátindi ferilsins Freyr Bjarnason skrifar 11. mars 2010 00:01 Sandra Bullock með Óskarsverðlaunin sem hún fékk fyrir hlutverk sitt í The Blind Side. nordicphotos/getty Sandra Bullock stendur á hátindi ferils síns eftir að hafa fengið Óskarinn fyrir hlutverk sitt í The Blind Side. Hún hefur ávallt notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum þrátt fyrir að gagnrýnendur hafi ekki ávallt verið sáttir við frammistöðu hennar. Sandra Bullock vakti fyrst athygli í hasarmynd Sylvester Stallone, Demolition Man. Hún sló rækilega í gegn í ofurtryllinum Speed á móti Keanu Reeves og lék í nokkrum vinsælum myndum í framhaldinu. Framhaldsmyndinni Speed 2 gekk aftur á móti hryllilega og næstu myndum Bullock gekk fremur illa í miðasölunni. Smám saman hefur hún þó fikrað sig upp á við. Tvær tekjuhæstu myndir hennar til þessa komu út í Bandaríkjunum í fyrra, The Proposal og The Blind Side, og segja má að hún sé loksins komin á toppinn á ferli sínum. 44 ára að aldri afsannar hún þá kenningu að eftir því sem konur eldast í Hollywood gangi þeim verr. Samkvæmt fyrirtækinu The Numbers, sem tekur saman aðsóknartölur vestanhafs, hafa myndir hennar náð inn 1,7 milljörðum dollara í miðasölunni og alls 3,1 milljarði um heim allan. Til marks um miklar vinsældir Bullock í heimalandinu hefur hún fimm sinnum hlotið People's Choice-verðlaunin sem vinsælasta leikkonan í Bandaríkjunum. Það hvernig hún tók á móti Razzies-skammarverðlaununum með glöðu geði fyrir floppið All About Steve degi áður en hún fékk Óskarinn var örugglega ekki til að draga úr vinsældum hennar. Razzie Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Sandra Bullock stendur á hátindi ferils síns eftir að hafa fengið Óskarinn fyrir hlutverk sitt í The Blind Side. Hún hefur ávallt notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum þrátt fyrir að gagnrýnendur hafi ekki ávallt verið sáttir við frammistöðu hennar. Sandra Bullock vakti fyrst athygli í hasarmynd Sylvester Stallone, Demolition Man. Hún sló rækilega í gegn í ofurtryllinum Speed á móti Keanu Reeves og lék í nokkrum vinsælum myndum í framhaldinu. Framhaldsmyndinni Speed 2 gekk aftur á móti hryllilega og næstu myndum Bullock gekk fremur illa í miðasölunni. Smám saman hefur hún þó fikrað sig upp á við. Tvær tekjuhæstu myndir hennar til þessa komu út í Bandaríkjunum í fyrra, The Proposal og The Blind Side, og segja má að hún sé loksins komin á toppinn á ferli sínum. 44 ára að aldri afsannar hún þá kenningu að eftir því sem konur eldast í Hollywood gangi þeim verr. Samkvæmt fyrirtækinu The Numbers, sem tekur saman aðsóknartölur vestanhafs, hafa myndir hennar náð inn 1,7 milljörðum dollara í miðasölunni og alls 3,1 milljarði um heim allan. Til marks um miklar vinsældir Bullock í heimalandinu hefur hún fimm sinnum hlotið People's Choice-verðlaunin sem vinsælasta leikkonan í Bandaríkjunum. Það hvernig hún tók á móti Razzies-skammarverðlaununum með glöðu geði fyrir floppið All About Steve degi áður en hún fékk Óskarinn var örugglega ekki til að draga úr vinsældum hennar.
Razzie Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira