Fótbolti

Guardiola hvíldi átta landsliðsmenn og Barcelona tapaði 3-1

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frederic Kanoute fagnar öðru marka sinna í gær.
Frederic Kanoute fagnar öðru marka sinna í gær. Mynd/AP
Spænsku bikarmeistararnir í Sevilla eru í góðum málum í Meistarakeppninni á Spáni eftir 3-1 sigur á Spánarmeisturum Barcelona í fyrri leiknum sem fram fór í Sevilla í gær. Seinni leikurinn fer síðan fram á heimavelli Barcelona.

Svíinn Zlatan Ibrahimovic kom Barcelona í 1-0 á 21. mínútu leiksins eftir að hafa fengið langa sendingu fram völlinn frá Maxwell.

Brasilíumaðurinn Luis Fabiano jafnaði leikinn á 64. mínútu og varamaðurinn Frederic Kanoute tryggði Sevilla síðan 3-1 sigur með tveimur mörkum á síðustu 17 mínútum leiksins.

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hvíldi alla átta spænsku landsliðsmennina sína í leiknum og Lionel Messi kom inn á sem varamaður á 53. mínútu. Það var því nánast óþekkjanlegt Barcelona-lið sem spilaði þennan fyrsta opinbera leik liðsins á þessu tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×