Rihanna horfir til framtíðar 11. nóvember 2010 06:00 rihanna Þrátt fyrir ungan aldur er söngkonan að gefa út sína fimmtu plötu, Loud.nordicphotos/getty Rihanna gefur eftir helgi út sína fimmtu plötu, Loud. Söngkonan hefur engan áhuga á að endurgera hina vinsælu Good Girl Gone Bad sem kom út 2007. Þrátt fyrir ungan aldur gefur söngkonan Rihanna út sína fimmtu hljóðversplötu eftir helgi. „Ég trúi því varla að þetta sé fimmta platan mín,“ sagði hin 22 ára Rihanna í viðtali við BBC. „Það er ótrúlegt ef maður hugsar til þess. Ég hef aldrei verið eins spennt yfir neinu sem ég hef búið til. Þetta er ekta Rihönnu-plata og hvert einasta lag er klæðskerasniðið fyrir mig.“ Rappararnir Eminem og Drake eru á meðal gesta auk þess sem hluti af lagi Avril Lavigne, I’m With You, af fyrstu sólóplötu hennar er notaður í laginu Cheers (Drink to That). Eins og á síðustu plötum Rihönnu kemur norska upptökudúóið Stargate einnig við sögu. Rihanna sló rækilega í gegn árið 2007 með plötunni Good Girl Gone Bad sem hafði að geyma hið gríðarvinsæla Umbrella. Söngkonan er meðvituð um vinsældirnar en vill líta fram á veginn í tónlistinni. „Ég vildi ekki líta um öxl og endurgera Good Girl Gone Bad. Mig langaði að taka næsta skref í þróunarsögu Rihönnu og þessi plata er sú rétta fyrir okkur.“ Rihanna fæddist á Barbados í Karíbahafi. Eyjan var bresk nýlenda til ársins 1966, þegar hún öðlaðist sjálfstæði. Nú búa þar innan við 300 þúsund manns. Sextán ára fluttist Rihanna til Bandaríkjanna til að einbeita sér að sólóferli sínum og hún var ekki lengi að heilla menn upp úr skónum. Eftir að hafa farið í áheyrnarprufu hjá rapparanum Jay-Z, þáverandi forstjóra Def Jam Recordings, gerði fyrirtækið útgáfusamning við hana og sér varla eftir því. Hún hefur selt plötur sínar í hátt í tuttugu milljónum eintaka og þar af seldist Good Girl Gone Bad í um tíu milljónum. Eins og áður sagði var Umbrella aðalsmellurinn, þar sem Jay-Z var einmitt gestasöngvari. Rihanna lenti í erfiðleikum í einkalífinu í byrjun síðasta árs þegar þáverandi kærasti hennar, rapparinn Chris Brown, lagði hendur á hana. Hún komst yfir það og gaf út fjórðu plötu sína, Rated R, síðar sama ár. Hún seldist ekki næstum því eins vel og Good Girl Gone Bad og því má segja að töluverð pressa sé á Rihönnu að auka við fylgi sitt á nýjan leik með Loud. freyr@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira
Rihanna gefur eftir helgi út sína fimmtu plötu, Loud. Söngkonan hefur engan áhuga á að endurgera hina vinsælu Good Girl Gone Bad sem kom út 2007. Þrátt fyrir ungan aldur gefur söngkonan Rihanna út sína fimmtu hljóðversplötu eftir helgi. „Ég trúi því varla að þetta sé fimmta platan mín,“ sagði hin 22 ára Rihanna í viðtali við BBC. „Það er ótrúlegt ef maður hugsar til þess. Ég hef aldrei verið eins spennt yfir neinu sem ég hef búið til. Þetta er ekta Rihönnu-plata og hvert einasta lag er klæðskerasniðið fyrir mig.“ Rappararnir Eminem og Drake eru á meðal gesta auk þess sem hluti af lagi Avril Lavigne, I’m With You, af fyrstu sólóplötu hennar er notaður í laginu Cheers (Drink to That). Eins og á síðustu plötum Rihönnu kemur norska upptökudúóið Stargate einnig við sögu. Rihanna sló rækilega í gegn árið 2007 með plötunni Good Girl Gone Bad sem hafði að geyma hið gríðarvinsæla Umbrella. Söngkonan er meðvituð um vinsældirnar en vill líta fram á veginn í tónlistinni. „Ég vildi ekki líta um öxl og endurgera Good Girl Gone Bad. Mig langaði að taka næsta skref í þróunarsögu Rihönnu og þessi plata er sú rétta fyrir okkur.“ Rihanna fæddist á Barbados í Karíbahafi. Eyjan var bresk nýlenda til ársins 1966, þegar hún öðlaðist sjálfstæði. Nú búa þar innan við 300 þúsund manns. Sextán ára fluttist Rihanna til Bandaríkjanna til að einbeita sér að sólóferli sínum og hún var ekki lengi að heilla menn upp úr skónum. Eftir að hafa farið í áheyrnarprufu hjá rapparanum Jay-Z, þáverandi forstjóra Def Jam Recordings, gerði fyrirtækið útgáfusamning við hana og sér varla eftir því. Hún hefur selt plötur sínar í hátt í tuttugu milljónum eintaka og þar af seldist Good Girl Gone Bad í um tíu milljónum. Eins og áður sagði var Umbrella aðalsmellurinn, þar sem Jay-Z var einmitt gestasöngvari. Rihanna lenti í erfiðleikum í einkalífinu í byrjun síðasta árs þegar þáverandi kærasti hennar, rapparinn Chris Brown, lagði hendur á hana. Hún komst yfir það og gaf út fjórðu plötu sína, Rated R, síðar sama ár. Hún seldist ekki næstum því eins vel og Good Girl Gone Bad og því má segja að töluverð pressa sé á Rihönnu að auka við fylgi sitt á nýjan leik með Loud. freyr@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira