Herþjónusta Íslendinga í ESB? 3. september 2010 06:30 Samtök ungra bænda birtu stórar, myndskreyttar auglýsingar í dagblöðum 28. maí sl. Þar var mynd af vel vopnaðri, brynvarinni bifreið og undir henni orðin: Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópuherinn. Jafnframt var vitnað til ræðu, sem Angela Merkel kanslari Þýskalands var sögð hafa flutt nokkru áður, þ.e. 13. maí. Ekki er nú vinnan við þessa auglýsingu beysin, því 13. maí flutti kanslarinn, samkvæmt heimasíðu frúarinnar, aðeins eina ræðu. Hana hef ég þegar lesið, og þar er hvergi að finna tilvitnunina, sem á að gefa auglýsingunni þungavigtina. Þó að dagsetningin sé e.t.v. aðeins mistök þess, sem upplýsingarnar gaf, teljast þessi vinnubrögð vart traustvekjandi fyrir málefnastarf Samtaka ungra bænda, enda tilgangurinn sá einn að koma blekkingum inn í umræðuna. Þó að auglýsingin nefni ekki orðið „herskylda", er hún samt lævísleg tilraun til að vekja upp ótta hér á landi um að herskylda gæti orðið eitt af því, sem aðild að ESB leiddi af sér. Enda þótt aðeins 7 af 27 þjóðum ESB hafi herskyldu, þá eru þær þó með heri. Einhverjum hefur að vísu dottið í hug að koma upp sameiginlegum her innan ESB, en það er fjarlægur möguleiki og háður samþykki allra aðildarríkjanna. Eins og ég hef áður nefnt í grein um þessi mál, þá fengu Írar samþykkta ákveðna yfirlýsingu, áður en þeir samþykktu Lissabonsáttmálann. Sú yfirlýsing segir allt, sem við þurfum að vita um þessi mál. Þær kröfur, sem ESB myndi gera til okkar, hvað þennan málaflokk snertir, yrðu miklu minni en þær, sem NATO gerir í dag, enda er ESB ekki hernaðarbandalag. Í áður nefndri samþykkt koma einnig vel fram hugsjónir og göfug markmið samtakanna. Ég hef þegar aflað mér þessarar yfirlýsingar í íslenskri þýðingu og birti hana hér til að staðfesta skrif mín: C-HLUTI ÖRYGGIS- OG VARNARMÁL „Aðgerðir Evrópusambandsins á alþjóðavettvangi fylgja meginreglunni um lýðræði, réttarreglu, algild og ódeilanleg mannréttindi og mannfrelsi, virðingu fyrir mannlegri reisn, jafnræðisreglunni og meginreglunni um samstöðu, sem og virðingu fyrir sáttmála Sameinuðu þjóðanna og þjóðarétti. Sameiginleg stefna ESB í öryggis- og varnarmálum er óaðskiljanlegur hluti sameiginlegu stefnunnar í utanríkis- og öryggismálum og veitir ESB bolmagn til að takast á hendur verkefni utan ESB á sviði friðargæslu, forvarna gegn átökum og eflingar alþjóðaöryggis í samræmi við meginreglur sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hún gengur ekki gegn öryggis- og varnarmálastefnu aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, eða skuldbindingum neins aðildarríkis. Lissabon-sáttmálinn hefur ekki áhrif á eða gengur gegn hefðbundinni stefnu Írlands um hlutleysi í hernaði. Ef til hryðjuverkaárásar eða vopnaðra átaka kæmi á yfirráðasvæði aðildarríkis kæmi það í hlut aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, í anda samstöðu og án þess að það gengi gegn hefðbundinni stefnu þess um hlutleysi í hernaði, að ákveða hvers konar hjálp eða aðstoð því yrði veitt. Sérhver ákvörðun um að grípa til sameiginlegra varna krefst einróma ákvörðunar leiðtogaráðsins. Það kæmi í hlut aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, að ákveða, í samræmi við ákvæði Lissabon-sáttmálans og viðeigandi stjórnarskipuleg skilyrði sín, hvort gripið skuli til sameiginlegra varna eða ekki. Ekkert í þessum kafla hefur áhrif á eða gengur gegn stöðu eða stefnu neins aðildarríkis í öryggis- og varnarmálum. Það er einnig hvers aðildarríkis fyrir sig að ákveða, í samræmi við ákvæði Lissabon-sáttmálans og lagaskilyrði sín, hvort það tekur þátt í varanlegu, skipulegu samstarfi eða gerist aðili að Varnarmálastofnun Evrópu. Í Lissabon-sáttmálanum er ekki kveðið á um stofnun evrópsks hers eða að kalla megi inn hermenn í hersveitir af neinu tagi." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Samtök ungra bænda birtu stórar, myndskreyttar auglýsingar í dagblöðum 28. maí sl. Þar var mynd af vel vopnaðri, brynvarinni bifreið og undir henni orðin: Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópuherinn. Jafnframt var vitnað til ræðu, sem Angela Merkel kanslari Þýskalands var sögð hafa flutt nokkru áður, þ.e. 13. maí. Ekki er nú vinnan við þessa auglýsingu beysin, því 13. maí flutti kanslarinn, samkvæmt heimasíðu frúarinnar, aðeins eina ræðu. Hana hef ég þegar lesið, og þar er hvergi að finna tilvitnunina, sem á að gefa auglýsingunni þungavigtina. Þó að dagsetningin sé e.t.v. aðeins mistök þess, sem upplýsingarnar gaf, teljast þessi vinnubrögð vart traustvekjandi fyrir málefnastarf Samtaka ungra bænda, enda tilgangurinn sá einn að koma blekkingum inn í umræðuna. Þó að auglýsingin nefni ekki orðið „herskylda", er hún samt lævísleg tilraun til að vekja upp ótta hér á landi um að herskylda gæti orðið eitt af því, sem aðild að ESB leiddi af sér. Enda þótt aðeins 7 af 27 þjóðum ESB hafi herskyldu, þá eru þær þó með heri. Einhverjum hefur að vísu dottið í hug að koma upp sameiginlegum her innan ESB, en það er fjarlægur möguleiki og háður samþykki allra aðildarríkjanna. Eins og ég hef áður nefnt í grein um þessi mál, þá fengu Írar samþykkta ákveðna yfirlýsingu, áður en þeir samþykktu Lissabonsáttmálann. Sú yfirlýsing segir allt, sem við þurfum að vita um þessi mál. Þær kröfur, sem ESB myndi gera til okkar, hvað þennan málaflokk snertir, yrðu miklu minni en þær, sem NATO gerir í dag, enda er ESB ekki hernaðarbandalag. Í áður nefndri samþykkt koma einnig vel fram hugsjónir og göfug markmið samtakanna. Ég hef þegar aflað mér þessarar yfirlýsingar í íslenskri þýðingu og birti hana hér til að staðfesta skrif mín: C-HLUTI ÖRYGGIS- OG VARNARMÁL „Aðgerðir Evrópusambandsins á alþjóðavettvangi fylgja meginreglunni um lýðræði, réttarreglu, algild og ódeilanleg mannréttindi og mannfrelsi, virðingu fyrir mannlegri reisn, jafnræðisreglunni og meginreglunni um samstöðu, sem og virðingu fyrir sáttmála Sameinuðu þjóðanna og þjóðarétti. Sameiginleg stefna ESB í öryggis- og varnarmálum er óaðskiljanlegur hluti sameiginlegu stefnunnar í utanríkis- og öryggismálum og veitir ESB bolmagn til að takast á hendur verkefni utan ESB á sviði friðargæslu, forvarna gegn átökum og eflingar alþjóðaöryggis í samræmi við meginreglur sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hún gengur ekki gegn öryggis- og varnarmálastefnu aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, eða skuldbindingum neins aðildarríkis. Lissabon-sáttmálinn hefur ekki áhrif á eða gengur gegn hefðbundinni stefnu Írlands um hlutleysi í hernaði. Ef til hryðjuverkaárásar eða vopnaðra átaka kæmi á yfirráðasvæði aðildarríkis kæmi það í hlut aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, í anda samstöðu og án þess að það gengi gegn hefðbundinni stefnu þess um hlutleysi í hernaði, að ákveða hvers konar hjálp eða aðstoð því yrði veitt. Sérhver ákvörðun um að grípa til sameiginlegra varna krefst einróma ákvörðunar leiðtogaráðsins. Það kæmi í hlut aðildarríkjanna, þ.m.t. Írlands, að ákveða, í samræmi við ákvæði Lissabon-sáttmálans og viðeigandi stjórnarskipuleg skilyrði sín, hvort gripið skuli til sameiginlegra varna eða ekki. Ekkert í þessum kafla hefur áhrif á eða gengur gegn stöðu eða stefnu neins aðildarríkis í öryggis- og varnarmálum. Það er einnig hvers aðildarríkis fyrir sig að ákveða, í samræmi við ákvæði Lissabon-sáttmálans og lagaskilyrði sín, hvort það tekur þátt í varanlegu, skipulegu samstarfi eða gerist aðili að Varnarmálastofnun Evrópu. Í Lissabon-sáttmálanum er ekki kveðið á um stofnun evrópsks hers eða að kalla megi inn hermenn í hersveitir af neinu tagi."
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun