Næst á dagskrá er gamalt fólk Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 8. mars 2010 06:00 Gömlu fólki bregður einstaka sinnum fyrir í fjölmiðlum. Það er þá helst ef það á stórafmæli, getur gert sig skiljanlegt þrátt fyrir að vera hundrað ára eða er stillt upp á ljósmynd með fimm ættliðum í beinan kvenlegg. Að öðru leyti bregður eldra fólki sjaldan, og æ sjaldnar, fyrir í almennri umræðu og umfjöllun. Kastljós eyddi þó á dögunum tveimur dögum í röð í umfjöllun um eldri frú eina, 101 árs. Umfjöllunin var fín og viðtalið eitthvað sem mér og mörgum þótti skemmtilegt. Um leið renndi það þó stoðum um það hvernig þróunin er orðin og hve langt við erum komin frá stórri kynslóð eldra fólks. Búa þarf til sérstakan þátt um gamla fólkið til að það sé okkur „hinum" sjáanlegt og ég veit ekki hvort manni á að finnast það fagnaðarefni eða grátlegt - líkt og um sé að ræða innslag úr dýragarðinum þar sem ísbirnirnir eru heimsóttir. Tegund sem við sjáum ekki öllu jafna, geymd inni á stofnunum. Mannlegu efni, og þá sérstaklega í sjónvarpi, hefur í seinni tíð, verið stillt upp sem andsvari við pólitísk þrætumál. Eftir tíu mínútna umræðu um Icesave er tíu mínútna umræða um dverg. Eða mann sem misst hefur putta eða konu sem gleypt hefur staf af lyklaborði. Áhorfandinn er verðlaunaður eins og barn, með sirkusatriði, eftir að hafa verið duglegur að hlusta á fullorðna fólkið tala um ábúðarfullu málin. Og atriðin hafa, líkt og um börn væri að ræða, tekið æ ævintýralegri stefnu og orðið fríksjóv. Mér óx skegg (hormónatruflanir) síðasta sumar og bjóst alltaf við því að Kastljósið eða Ísland í dag hefði samband. Kannski rak mann því enn frekar í vörðurnar þegar þátturinn um gömlu konuna var kominn í liðinn þar sem yfirleitt bregður fyrir óvenjulegum minnihlutahópum og vakti upp spurningar. Setjum við eldri kynslóðina orðið í þann sama flokk? Og athyglin og ánægjan sem innslagið vakti, var hún tilkomin af því að í raun vantar þetta fólk algerlega inn í líf okkar, umræðu og fjölmiðlum? Þar sem okkur nægði að fá að sjá eldri konu gera dagsins eðlilegu hluti - fara í göngutúr og spila á spil. Eflaust var dagskrárliðurinn fyrst og fremst óþægileg áminning. Hver veit. Kannski eftir nokkur ár verður innslag í Kastljósi um fólk sem eyðir stund með börnunum sínum. Allir að elda saman og svona. Eða vegfaranda sem hugar að liggjandi manni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Gömlu fólki bregður einstaka sinnum fyrir í fjölmiðlum. Það er þá helst ef það á stórafmæli, getur gert sig skiljanlegt þrátt fyrir að vera hundrað ára eða er stillt upp á ljósmynd með fimm ættliðum í beinan kvenlegg. Að öðru leyti bregður eldra fólki sjaldan, og æ sjaldnar, fyrir í almennri umræðu og umfjöllun. Kastljós eyddi þó á dögunum tveimur dögum í röð í umfjöllun um eldri frú eina, 101 árs. Umfjöllunin var fín og viðtalið eitthvað sem mér og mörgum þótti skemmtilegt. Um leið renndi það þó stoðum um það hvernig þróunin er orðin og hve langt við erum komin frá stórri kynslóð eldra fólks. Búa þarf til sérstakan þátt um gamla fólkið til að það sé okkur „hinum" sjáanlegt og ég veit ekki hvort manni á að finnast það fagnaðarefni eða grátlegt - líkt og um sé að ræða innslag úr dýragarðinum þar sem ísbirnirnir eru heimsóttir. Tegund sem við sjáum ekki öllu jafna, geymd inni á stofnunum. Mannlegu efni, og þá sérstaklega í sjónvarpi, hefur í seinni tíð, verið stillt upp sem andsvari við pólitísk þrætumál. Eftir tíu mínútna umræðu um Icesave er tíu mínútna umræða um dverg. Eða mann sem misst hefur putta eða konu sem gleypt hefur staf af lyklaborði. Áhorfandinn er verðlaunaður eins og barn, með sirkusatriði, eftir að hafa verið duglegur að hlusta á fullorðna fólkið tala um ábúðarfullu málin. Og atriðin hafa, líkt og um börn væri að ræða, tekið æ ævintýralegri stefnu og orðið fríksjóv. Mér óx skegg (hormónatruflanir) síðasta sumar og bjóst alltaf við því að Kastljósið eða Ísland í dag hefði samband. Kannski rak mann því enn frekar í vörðurnar þegar þátturinn um gömlu konuna var kominn í liðinn þar sem yfirleitt bregður fyrir óvenjulegum minnihlutahópum og vakti upp spurningar. Setjum við eldri kynslóðina orðið í þann sama flokk? Og athyglin og ánægjan sem innslagið vakti, var hún tilkomin af því að í raun vantar þetta fólk algerlega inn í líf okkar, umræðu og fjölmiðlum? Þar sem okkur nægði að fá að sjá eldri konu gera dagsins eðlilegu hluti - fara í göngutúr og spila á spil. Eflaust var dagskrárliðurinn fyrst og fremst óþægileg áminning. Hver veit. Kannski eftir nokkur ár verður innslag í Kastljósi um fólk sem eyðir stund með börnunum sínum. Allir að elda saman og svona. Eða vegfaranda sem hugar að liggjandi manni.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun