Innlent

Afmæli drottningar: Dorrit mætt en Ólafur strand

Askan úr Eyjafjallajökli gæti sett strik í reikninginn.
Askan úr Eyjafjallajökli gæti sett strik í reikninginn. MYND/Stefán Karlsson

Afmælisveisla Danadrottningar gæti verið í töluverðu uppnámi sökum öngþveitis sem skapast hefur á flugvöllum Evrópu vegna ösku úr Eyjafjallajökli. Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff hafa þegið boð Margrétar drottningar um að taka þátt í hátíðarhöldunum en Ólafur hefur hins vegar ekki komist til Danmerkur frekar en aðrir flugfarþegar í morgun.

Athuga á með flug til Kaupmannahafnar klukkan fjögur í dag en í Danmörku búast menn við að loka Kastrup flugvelli alfarið bráðlega.

Dorrit Moussaieff er hins vegar mætt til Kaupmannahafnar. Að sögn Örnólfs Thorssonar forsetaritara sem einnig er staddur í Kaupmannahöfn, flaug Dorrit frá London í morgun áður flugvöllum þar var lokað.

Hún ætti því að geta haldið uppi heiðri Íslendinga í veislunni ef forsetinn forfallast.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×