– og hvað svo ... Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 26. nóvember 2010 11:44 Ég skrifaði um þrískiptingu valdsins - núverandi flækjustig í gær. Skrifin fjölluðu að mestu um hversu flókið samspil er í raun á milli valdhafa í núverandi stjórnarskrá, eiginlega finnst mér það of flókið satt að segja. Velti svo fyrir mér - og hvað svo ...? En eins og áður hefur komið fram á stjórnlagaþing, samkvæmt lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010 að taka, m.a til umfjöllunar: Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins, sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. Ég er alveg sannfærð um að endurskoða þurfi forsætisembættið í heild sinni. Ég vil halda því fram að forseti eigi fyrst og fremst að vera fulltrúi og sameiningartákn þjóðar sinnar og þar af leiðandi ekki handhafi eða aðili að löggjafar- né framkvæmdavaldi. Í stjórnarskrá þarf að tryggja sjálfstæði dómstóla og starfa þá dómstólar óháð löggjafar- og framkvæmdavaldi. Dómara á að ráða faglega og vandlega og það þarf að skilgreina hlutverk þeirra betur. Það getur vel verið að alþingi eigi að skipa hæstaréttardómara. Auk þessa þarf að auka og jafnvel virkja almennt eftirlit með handhöfum ríkisvaldsins og það þarf að ég tel, að tryggja það eftirlit í stjórnarskrá. Hvert það vald sem ríkisvaldið ræður yfir, þarf eftirlits við. Einstaka ráðherrar eiga ekki að geta tekið sér vald án umboðs Alþingis. Alþingi á að setja lög, gefa umboð og hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Því þarf því að efla alþingi og ráðherrar eiga að mínu mati ekki að sitja á alþingi. Hægt er að orða það þannig að þá hefur hver valdaþáttur eftirlit með hinum og þessir valdaþættir dempra þá hver annan. Ég byrjaði og endaði pistil gærdagsins á eftirfarandi orðum, og nú vonandi eftir þessi skrif hef ég fært mig enn nær þeim: "Markmiðið með þrískiptingu valdsins er að auka gegnsæi, draga úr spillingu og gera óháða rannsókn mála auðveldari. Skipting ríkisvaldsins á milli þessara þriggja sjálfstæðu valdhafa á því að koma í veg fyrir að nokkur þeirra verði svo sterkur að hann geti svipt þegnana frelsi með ofríki og að eigin geðþótta". Að lokum vil ég benda á að ég hef ekki fullmótað skoðanir mínar á væntanlegri stjórnarskrá. Mikilvægast er að hlusta og skilja og síðan að tjá sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skrifaði um þrískiptingu valdsins - núverandi flækjustig í gær. Skrifin fjölluðu að mestu um hversu flókið samspil er í raun á milli valdhafa í núverandi stjórnarskrá, eiginlega finnst mér það of flókið satt að segja. Velti svo fyrir mér - og hvað svo ...? En eins og áður hefur komið fram á stjórnlagaþing, samkvæmt lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010 að taka, m.a til umfjöllunar: Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins, sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. Ég er alveg sannfærð um að endurskoða þurfi forsætisembættið í heild sinni. Ég vil halda því fram að forseti eigi fyrst og fremst að vera fulltrúi og sameiningartákn þjóðar sinnar og þar af leiðandi ekki handhafi eða aðili að löggjafar- né framkvæmdavaldi. Í stjórnarskrá þarf að tryggja sjálfstæði dómstóla og starfa þá dómstólar óháð löggjafar- og framkvæmdavaldi. Dómara á að ráða faglega og vandlega og það þarf að skilgreina hlutverk þeirra betur. Það getur vel verið að alþingi eigi að skipa hæstaréttardómara. Auk þessa þarf að auka og jafnvel virkja almennt eftirlit með handhöfum ríkisvaldsins og það þarf að ég tel, að tryggja það eftirlit í stjórnarskrá. Hvert það vald sem ríkisvaldið ræður yfir, þarf eftirlits við. Einstaka ráðherrar eiga ekki að geta tekið sér vald án umboðs Alþingis. Alþingi á að setja lög, gefa umboð og hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Því þarf því að efla alþingi og ráðherrar eiga að mínu mati ekki að sitja á alþingi. Hægt er að orða það þannig að þá hefur hver valdaþáttur eftirlit með hinum og þessir valdaþættir dempra þá hver annan. Ég byrjaði og endaði pistil gærdagsins á eftirfarandi orðum, og nú vonandi eftir þessi skrif hef ég fært mig enn nær þeim: "Markmiðið með þrískiptingu valdsins er að auka gegnsæi, draga úr spillingu og gera óháða rannsókn mála auðveldari. Skipting ríkisvaldsins á milli þessara þriggja sjálfstæðu valdhafa á því að koma í veg fyrir að nokkur þeirra verði svo sterkur að hann geti svipt þegnana frelsi með ofríki og að eigin geðþótta". Að lokum vil ég benda á að ég hef ekki fullmótað skoðanir mínar á væntanlegri stjórnarskrá. Mikilvægast er að hlusta og skilja og síðan að tjá sig.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar