Innlent

Handtekin fyrir dónalegan dans

Flestir skemmtu sér konunglega. Þó ekki allir.
Flestir skemmtu sér konunglega. Þó ekki allir.

Kona um þrítugt var handtekin í miðborginni í gærkvöldi. Málavextir voru þeir að lögreglu bárust margar kvartanir vegna konu sem var sögð iðka ósiðlegan dans. Í ljós kom að konan var stödd á svölum.

Hún var klædd í pils og gátu vegfarendur séð það allra heilagasta.

Þegar lögreglumenn komu á vettvang reyndist þetta á rökum reist. Konan var verulega ölvuð, að auki virtist hún fallvölt á svölunum og óttaðist lögreglan að hún gæti farið sér að voða. Var hún því handtekin og færð á lögreglustöðina.

Þar fékk hún að sofa úr og sér og ná áttum að sögn lögreglu. Ekki er talið að atriði hennar hafi verið hluti af dagskrá Menningarnætur samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×