Erlent

Segir morðingja Bulgers eiga heima í fangelsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Foreldrar Bulgers litla voru harmi slegnir þegar ákveðið var að láta morðingjana lausa. Mynd/ AFP.
Foreldrar Bulgers litla voru harmi slegnir þegar ákveðið var að láta morðingjana lausa. Mynd/ AFP.

Móðir James litla Bulgers, sem var aðeins tveggja ára gamall þegar að hann var myrtur í Liverpool árið 1993, segir að morðingi hans sé kominn á þann stað þar sem hann eigi helst heima.

Breskir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöld að Jon Venables hefði verið handtekinn í síðustu viku eftir að hafa rofið skilorð.

Venables var látinn laus árið 2001 og fékk þá nýtt nafn. Hann var aðeins 10 ára gamall þegar að hann og Robert Thompson rændu og myrtu börðu Bulger litla til bana.

Denise Fergus, móðir Bulgers litla, sagði á Twitter síðu sinni í gær að Venables væri kominn á þann stað sem hann ætti heima. Fjölskylda hennar sagði í samtali við Daily Telegraph að henni væri ekki kunnugt um hvers eðlis skilorðsrof Venables voru.






Tengdar fréttir

Morðingi Bulgers litla aftur í steininn

Jon Venables, sem dæmdur var fyrir að myrða hinn tveggja ára gamla James Bulger árið 1993, hefur verið handtekinn að nýju. Hann er grunaður um að hafa rofið skilorð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×