Körfubolti

Eddie House er nýjasti liðsfélagi Wade og James hjá Miami Heat

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eddie House er mikill stemmningsleikmaður.
Eddie House er mikill stemmningsleikmaður. Mynd/AFP
Þriggja stiga skyttan Eddie House er búinn að gera tveggja ára samning við Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta en hann ætti að fá nokkur frí skot á næsta tímabili spilandi með þeim Dwyane Wade og LeBron James.

Eddie House er 32 ára gamall og 185 sentimetra skotbakvörður og fær um 2,8 milljónir dollara í laun hjá Miami. Hann var líka í viðræðum við Chicago Bulls en ákvað að velja Miami en Miami valdi hann einmitt inn í NBA-deildina í nýliðarvalinu árið 2000.

Eddie House varð NBA-meistari með Boston Celtics 2008 en félagið skipti honum til New York Knicks á miðju síðasta tímabili. Hann hefur skorað 749 þriggja stiga körfur í 661 leik í NBA-deildinni og hefur hitt úr 39,0 prósent skota sinna fyrir utan.

House hefur annars leikið með eftirfarandi liðum í NBA-deildinni: Miami Heat (2000-2003), Los Angeles Clippers (2003-2004), Milwaukee Bucks (2004), Charlotte Bobcats (2004-2005), Sacramento Kings (2005), Phoenix Suns (2005-2006), New Jersey Nets (2006-2007), Boston Celtics (2007-2010) og New York Knicks (2010).

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×