Lífið

Yrsa tilnefnd til verðlauna

Nýtur velgengni Yrsa Sigurðardóttir er tilnefnd til glæpasagnaverðlaunanna Shamus í ár og þykir það mikill heiður fyrir rithöfundinn. 
Fréttablaðið/anton
Nýtur velgengni Yrsa Sigurðardóttir er tilnefnd til glæpasagnaverðlaunanna Shamus í ár og þykir það mikill heiður fyrir rithöfundinn. Fréttablaðið/anton

Glæpasagan Sér grefur gröf eftir rithöfundinn Yrsu Sigurðardóttur er á meðal þeirra verka sem tilnefnd eru til Shamus-glæpasagnaverðlaunanna í ár. Verðlaunin eru veitt í Bandaríkjunum ár hvert og er verk Yrsu eina þýdda glæpasagan sem tilnefnd er til verðlaunanna í ár.

Verðlaunin veita samtök bandarískra glæpasagnahöfunda og eru þau veitt fyrir bækur þar sem einkaspæjarar eru í aðalhlutverki.

„Þetta er mikill heiður fyrir Yrsu," segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti & Veröld. „Sérstaklega þar sem þetta er eina þýdda verkið sem tilnefnt er til verðlaunanna í ár. Auk þess styrkir þetta stöðu hennar á Bandaríkjamarkaði og vekur athygli á henni sem rithöfundi."

Pétur Már bætir við að það þyki afrek út af fyrir sig að komast inn á Bandaríkjamarkað þar sem einungis lítið brot af þýddum bókmenntum sé gefið út þar árlega.

Sér grefur gröf hefur fengið góða dóma bæði hér heima og erlendis og eru bæði Yrsa og Arnaldur Indriðason talin í hópi fremstu glæpasagnahöfunda Norðurlanda um þessar mundir. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.