Fótbolti

Arsene Wenger: Þeir þreyttust á því að elta boltann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal og  Samir Nasri.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal og Samir Nasri. Mynd/AP
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var að sjálfsögðu sáttur með 5-1 sigur á Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni í kvöld en Arsenal er með fullt hús og markatöluna 14-2 eftir þrjá fyrstu leikina.

„Ég er á því að við höfumk verið að spila á móti góðu liði. Við vorum bara beittir og spiluðum háklassa fótbolta," sagði Arsene Wenger.

„Við skoruðum mörkin okkar vegna þess hreinilega að þeir voru orðnir þreyttir á að elta boltann," sagði Wenger sem vildi þó ekki gera of mikið úr markametinu sem liðið hans setti í kvöld.

„Við skulum ekki vera að velta því of mikið fyrir okkur hversu mörg mörk við erum búnir að skora. Þetta er bara rétt byrjunin á keppninni og við þurfum að halda áfram að bæta okkar leik," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×