Lífið

Hrunadansi Styrmis vel tekið | Myndir

Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins kynnti bók sína í Eymundsson við Skólavörðustíg. Fréttablaðið/Anton
Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins kynnti bók sína í Eymundsson við Skólavörðustíg. Fréttablaðið/Anton

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, kynnti bók sína Hrunadans og horfið fé - Skýrslan á 160 síðum í Eymundsson á dögunum.

Bókin kom út hjá Veröld 12. maí, fjórum vikum eftir að Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis var gefin út.

Bókin hefur að geyma úttekt Styrmis á grundvallaratriðum skýrslunnar. Hann fjallar á gagnrýninn hátt um bankana og einkavæðingu þeirra, hvernig þeir stjórnuðu verði hlutabréfa í sjálfum sér - og hver í öðrum - og verðbréfasjóði á villigötum.

Hann ritar um útrásarvíkinga, Fjármálaeftirlitið, Seðlabankann, ríkisstjórn landsins, fjölmiðla og hjarðhegðun smáþjóðar, svo fátt eitt sé nefnt.











Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri KOM, og Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, voru á meðal gesta.

Útgefandinn Pétur Már Ólafsson, Guðmundur Hauksson og Bjarni Þorsteinsson voru í góðu skapi.



Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, og Hanna Styrmisdóttir létu sig ekki vanta í hófið.



Ljósmyndarinn Einar Falur Ingólfsson og Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Moggans, mættu í Eymundsson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.