Lífið

Tvær góðar á tónleikaferð

móses og jónas Á leið í tónleikaferð. Frá vinstri: Moses-mennirnir Magnús Tryggvason, Steingrímur Karl Teague og Andri Ólafsson ásamt Jónasi Sigurðssyni.
Fréttablaðið/stefán
móses og jónas Á leið í tónleikaferð. Frá vinstri: Moses-mennirnir Magnús Tryggvason, Steingrímur Karl Teague og Andri Ólafsson ásamt Jónasi Sigurðssyni. Fréttablaðið/stefán

Hljómsveitirnar Moses Hightower og Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar eru lagðar af stað í stutta tónleikaferð sem þær nefna Bílalest út úr bænum. Í gærkvöldi spiluðu sveitirnar á Stokkseyri en í kvöld verða þær á Sódómu Reykjavík. Á laugardagskvöld stíga þær svo á svið á Græna hattinum á Akureyri.

„Við eigum að einhverju leyti sameiginlega áhrifavalda og báðar hljómsveitirnar syngja á íslensku og eru að fylgja eftir nýlegum plötum,“ segir Andri Ólafsson úr Moses Hightower, spurður um samstarf sveitanna.

Moses gaf út Búum til börn í sumar og önnur plata Jónasar Sigurðssonar, Allt er eitthvað, kom út fyrir skömmu. Báðar hafa þær fengið mjög góðar viðtökur gagnrýnenda og almennings.

„Það verður skemmtileg stemning á þessum tónleikum því við erum rólega bandið á meðan Jónas er æsta bandið,“ bætir Andri við. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.