Brennimerktur Skítamóral fyrir lífstíð 21. desember 2010 09:00 Spennandi Arngrímur Fannar, nýr verkefnisstjóri tónlistarviðburða í Hörpu með rafmagnaða tónlist sem sérsvið, segist hlakka til að taka þátt í uppbyggingu Hörpu.Fréttablaðið/Valli „Jú, jú, nú kemur þetta í röðum, Skímó og Sinfó, Land og synir og Sinfó. Maður á eftir að hygla sínum," segir Arngrímur Fannar Haraldsson, nýráðinn verkefnisstjóri tónlistarviðburða í Hörpu, með rafmagnaða tónlist sem sérsvið eins og það er orðað í tilkynningu frá menningar- og tónlistarhúsinu. Arngrímur hefur störf í febrúar eftir að hafa starfað sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Vodafone og þar áður við viðburðastjórnun hjá Glitni. Hann er því öllum hnútum kunnugur í jakkafatadeildinni. Þekktastur er Arngrímur þó eflaust sem gítarleikarinn Addi Fannar úr hnakkabandinu Skítamóral. Skítamórall er án efa ein umdeildasta popphljómsveit seinni tíma. Sumir elskuðu hana, aðrir gengust upp í því að ausa yfir hana fúkyrðum í bæði ræðu og riti. Og því hafa eflaust einhverjir sjálfskipaðir menningarvitar fengið hland fyrir hjartað þegar þeir sáu að gítarleikarinn úr Skímó væri orðinn verkefnisstjóri tónlistarviðburða í Hörpu, flottasta og dýrasta ráðstefnuhúsi Íslands, heimili Ashkenazy og Sinfóníuhljómsveitarinnar. „Maður er brennimerktur fyrir lífstíð," segir Arngrímur og þykir þetta skondið. „Maður er náttúrlega klofinn persónuleiki, Addi Fannar í Skímó er annar persónuleikinn, hann er svona popparagosi og svo er það hinn, níu til fimm excel-nördið. Og mér hefur gengið nokkuð vel að halda þessum tveim aðskildum," segir Arngrímur og viðurkennir að það sé mikill munur á því að spila Farinn fyrir fullu húsi í Buffaló-bomsunum og að klæðast fínum lakkskóm í dagvinnunni. „Þetta gerir lífið bara skemmtilegt. Skímó hefur verið hobbý hjá mér síðustu tíu árin og við höfum spilað nokkuð mikið á þessu ári. En það verður klárlega minna um tónleikahald á því næsta." En þá að starfinu. Hlutverk Arngríms Fannars verður að koma að skipulagningu rafmagnaðrar tónlistar, poppaðrar og rokkaðrar, í húsinu og draga inn spennandi verkefni. Arngrímur segist hafa ákveðnar hugmyndir en honum hafi ekki gefist tækifæri til að skoða húsið né ákveða fyrstu skref. „Að öllu gamni slepptu finnst mér þetta alveg gríðarlega spennandi starf og það verður gaman að taka þátt í einhverju nýju." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira
„Jú, jú, nú kemur þetta í röðum, Skímó og Sinfó, Land og synir og Sinfó. Maður á eftir að hygla sínum," segir Arngrímur Fannar Haraldsson, nýráðinn verkefnisstjóri tónlistarviðburða í Hörpu, með rafmagnaða tónlist sem sérsvið eins og það er orðað í tilkynningu frá menningar- og tónlistarhúsinu. Arngrímur hefur störf í febrúar eftir að hafa starfað sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Vodafone og þar áður við viðburðastjórnun hjá Glitni. Hann er því öllum hnútum kunnugur í jakkafatadeildinni. Þekktastur er Arngrímur þó eflaust sem gítarleikarinn Addi Fannar úr hnakkabandinu Skítamóral. Skítamórall er án efa ein umdeildasta popphljómsveit seinni tíma. Sumir elskuðu hana, aðrir gengust upp í því að ausa yfir hana fúkyrðum í bæði ræðu og riti. Og því hafa eflaust einhverjir sjálfskipaðir menningarvitar fengið hland fyrir hjartað þegar þeir sáu að gítarleikarinn úr Skímó væri orðinn verkefnisstjóri tónlistarviðburða í Hörpu, flottasta og dýrasta ráðstefnuhúsi Íslands, heimili Ashkenazy og Sinfóníuhljómsveitarinnar. „Maður er brennimerktur fyrir lífstíð," segir Arngrímur og þykir þetta skondið. „Maður er náttúrlega klofinn persónuleiki, Addi Fannar í Skímó er annar persónuleikinn, hann er svona popparagosi og svo er það hinn, níu til fimm excel-nördið. Og mér hefur gengið nokkuð vel að halda þessum tveim aðskildum," segir Arngrímur og viðurkennir að það sé mikill munur á því að spila Farinn fyrir fullu húsi í Buffaló-bomsunum og að klæðast fínum lakkskóm í dagvinnunni. „Þetta gerir lífið bara skemmtilegt. Skímó hefur verið hobbý hjá mér síðustu tíu árin og við höfum spilað nokkuð mikið á þessu ári. En það verður klárlega minna um tónleikahald á því næsta." En þá að starfinu. Hlutverk Arngríms Fannars verður að koma að skipulagningu rafmagnaðrar tónlistar, poppaðrar og rokkaðrar, í húsinu og draga inn spennandi verkefni. Arngrímur segist hafa ákveðnar hugmyndir en honum hafi ekki gefist tækifæri til að skoða húsið né ákveða fyrstu skref. „Að öllu gamni slepptu finnst mér þetta alveg gríðarlega spennandi starf og það verður gaman að taka þátt í einhverju nýju." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira