Körfubolti

Niðurlæging í nótt - Boston og Lakers spila hreinan úrslitaleik

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Kobe klárar í nótt.
Kobe klárar í nótt. AP
Los Angeles Lakers gerði lítið úr Boston Celtics í sjötta leik liðanna í nótt. Boston gat tryggt sér titilinn en var aldrei líklegt til þess. Lokatölur 89-67.

Lakers gaf tóninn strax í fyrsta leikhluta sem það vann 28-18. Það vann með tíu stigum í næsta leikhluta og leiddi 51-31 í leikhléi.

Leikurinn í raun búinn í hálfleik.

Boston klóraði ögn í bakkann í síðari hálfleik en Lakers vann þó þriðja leikhluta með fimm stigum. Leikurinn var algjörlega dauður í fjórða leikhluta sem endaði 13-16 fyrir Boston.

Stigaskorið hjá Boston var það næst lægsta í sögu lokaúrslitanna og þá fór liðið aðeins tíu sinnum á vítalínuna.

Niðurstaðan er sú að það verður þjóðhátíðarstemning í Staples Center á fimmtudaginn þegar liðin spila sögulegan úrslitaleik.

Kobe Bryant skoraði 26 stig fyrir Lakers og tók ellefu fráköst, Pau Gasol skoraði sautján og tók 13 fráköst og Ron Artest skoraði fimmtán stig.

Ray Allen skoraði 19 stig fyrir Boston og Paul pierce þrettán.

Aðeins þrisvar hafa lokaúrslitin ráðist á oddaleik frá því 2-3-2 keppnisfyrirkomulagið var tekið upp árið 1985.

Í þessum þremur tilvikum hefur heimaliðið alltaf unnið sjöunda leikinn. LA Lakers ´88, Houston Rockets 1994 og San Antonio Spurs 2005.

Lakers verður á heimavelli á fimmtudaginn og hefur því söguna með sér.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×