Ertu með eða á móti? 3. september 2010 06:00 Ertu með eða á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)? Þessari spurningu er ekki hægt að svara fyrr en vitað er hvaða kostir og ókostir munu fylgja aðild eða höfnun aðildar. Það verður hins vegar ekki ljóst fyrr en samningsdrög liggja fyrir að loknum samningaviðræðum. Þess vegna er spurningin ekki tímabær. Hægt er hins vegar að spyrja: Ertu með eða á móti því að rætt sé við ESB um aðild Íslands, – samninga leitað um að Ísland bætist í hóp þeirra 27 Evrópuríkja,sem hafa ákveðið að starfa náið saman? Ertu fylgjandi því að Ísland velji sömu leið og Danmörk, Finnland og Svíþjóð hafa farið? Það virðist borin von, enn sem komið er að minnsta kosti, að umræða um þetta mikilvæga mál fari fram á viti bornum nótum. Nýlega flutti einn af andstæðingum umsóknar pistil í Útvarpi Sögu, þar sem eftirfarandi kom fram: 1. Látið var í veðri vaka að ESB væri að stofna her, sem við yrðum að eiga aðild að við inngöngu í bandalagið. 2. Ýjað var að því að „Stórráð“ (hvað sem það nú er) ESB kynni að vilja setja upp eldflaugaskotpalla á Íslandi. 3. Aðild að NAFTA, Fríverslunarsamtökum Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó, væri besti valkostur Íslendinga. Sá valkostur hefur reyndar aldrei staðið okkur til boða. Ekki frekar en tvíhliðasamningur við ESB, sem Sjálfstæðisflokkur tönnlaðist á um 1990. Sá flokkur tók svo 180° beygju í stuttri Viðeyjarferð á vordögum 1991 og skrifaði upp á EES-samninginn og Jón Baldvin og Davíð mynduðu stjórn. 4. Í pistlinum var því haldið fram, að vandamál umheimsins kæmu okkur ekki við. Við ættum bara að huga að okkur sjálfum og okkar. Láta umheiminn afskiptalausan. Þetta var ekki heimssýn heldur heimsýn. Annar svarinn fjandmaður ESB umsóknar skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið þar sem hann sakaði þá sem hann kallaði ESB-sinna um ódrengskap og að vera ekki vandir að meðulum. Það var reyndar ekki stutt rökum. Meðan málflutningur andstæðinga ESB-umsóknar er á þessu stigi og Útvarp Saga, að Mogganum ógleymdum, er helsti vettvangur þeirra sem ekki vilja auka samstarf við þjóðir Evrópu og ekki vilja að þjóðin fá að greiða atkvæði um niðurstöður samningaviðræðna, þá er umræðan á leiðinni út og suður og norður og niður. Við sem viljum taka afstöðu til aðildarkosta, þegar þeir liggja fyrir, ættum kannski að vera andstæðingum okkar þakklátir fyrir málflutning þeirra. Og þó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Ertu með eða á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)? Þessari spurningu er ekki hægt að svara fyrr en vitað er hvaða kostir og ókostir munu fylgja aðild eða höfnun aðildar. Það verður hins vegar ekki ljóst fyrr en samningsdrög liggja fyrir að loknum samningaviðræðum. Þess vegna er spurningin ekki tímabær. Hægt er hins vegar að spyrja: Ertu með eða á móti því að rætt sé við ESB um aðild Íslands, – samninga leitað um að Ísland bætist í hóp þeirra 27 Evrópuríkja,sem hafa ákveðið að starfa náið saman? Ertu fylgjandi því að Ísland velji sömu leið og Danmörk, Finnland og Svíþjóð hafa farið? Það virðist borin von, enn sem komið er að minnsta kosti, að umræða um þetta mikilvæga mál fari fram á viti bornum nótum. Nýlega flutti einn af andstæðingum umsóknar pistil í Útvarpi Sögu, þar sem eftirfarandi kom fram: 1. Látið var í veðri vaka að ESB væri að stofna her, sem við yrðum að eiga aðild að við inngöngu í bandalagið. 2. Ýjað var að því að „Stórráð“ (hvað sem það nú er) ESB kynni að vilja setja upp eldflaugaskotpalla á Íslandi. 3. Aðild að NAFTA, Fríverslunarsamtökum Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó, væri besti valkostur Íslendinga. Sá valkostur hefur reyndar aldrei staðið okkur til boða. Ekki frekar en tvíhliðasamningur við ESB, sem Sjálfstæðisflokkur tönnlaðist á um 1990. Sá flokkur tók svo 180° beygju í stuttri Viðeyjarferð á vordögum 1991 og skrifaði upp á EES-samninginn og Jón Baldvin og Davíð mynduðu stjórn. 4. Í pistlinum var því haldið fram, að vandamál umheimsins kæmu okkur ekki við. Við ættum bara að huga að okkur sjálfum og okkar. Láta umheiminn afskiptalausan. Þetta var ekki heimssýn heldur heimsýn. Annar svarinn fjandmaður ESB umsóknar skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið þar sem hann sakaði þá sem hann kallaði ESB-sinna um ódrengskap og að vera ekki vandir að meðulum. Það var reyndar ekki stutt rökum. Meðan málflutningur andstæðinga ESB-umsóknar er á þessu stigi og Útvarp Saga, að Mogganum ógleymdum, er helsti vettvangur þeirra sem ekki vilja auka samstarf við þjóðir Evrópu og ekki vilja að þjóðin fá að greiða atkvæði um niðurstöður samningaviðræðna, þá er umræðan á leiðinni út og suður og norður og niður. Við sem viljum taka afstöðu til aðildarkosta, þegar þeir liggja fyrir, ættum kannski að vera andstæðingum okkar þakklátir fyrir málflutning þeirra. Og þó.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun