Rannsókn á glæpnum Kristinn H. Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2010 06:00 Innrásin í Írak á vordögum 2003 er óumdeilanlega orðin eitt mesta glæpaverk seinni tíma. Ráðist var inn í landið án samþykkis Sameinuðu þjóðanna, logið var upp tylliástæðum um kjarnorkuógn og tengsl Saddams Hussein við Al Kaída. Hundruð þúsunda manna, kvenna og barna hafa verið drepin í Írak síðan innrásin var gerð, bæði í innrásinni sjálfri og í borgarastyrjöldinni sem innrásin kom af stað milli þjóða og trúabragðahópa. Innrásarþjóðirnar standa meira og minna ráðalausar frammi fyrir ofbeldinu sem þær leystu úr læðingi og hafa engin svör við spurningunni til hvers innrásin var gerð. Engin réttlæting er finnanleg og þá stendur eftir hinn bitri sannleikur að innrásin var glæpaverk. Í Bretlandi er enn ein rannsóknarnefndin að störfum til þess að komast að hinu sanna í aðdraganda þátttöku Breta í innrásinni. Þar liggur æ betur fyrir, með hverri rannsókninni sem gerð er, hversu ömurlegur verknaðurinn var. Ekki aðeins var tilgangurinn spuni og rökin uppspuni heldur lá ekki fyrir hvað ætti að gera og hvernig byggja ætti upp friðsamt og gott samfélag í landinu. Þeir sem ábyrgð báru á ákvörðuninni og blekkingunum munu þurfa að svara til saka og axla ábyrgð. Það er gott og eykur tiltrú á Bretlandi sem lýðræðisþjóð. En hvar standa þessi mál á Íslandi? Með samþykki ríkisstjórnar Íslands var landið sett á lista hinna viljugu þjóða í upphafi innrásarinnar. Fram hefur komið að ákvörðun þar um hafi verið tekin utan ríkisstjórnarfundar og að henni hafi aðeins komið formenn stjórnarflokkanna, forsætisráðherrra Davíð Oddsson og utanríkisráðherra Halldór Ásgrímsson. Þá hefur líka verið upplýst að málið var ekki rætt í þingflokki framsóknarmanna. Þáverandi stjórnarandstaða gagnrýndi síðar málatilbúnaðinn. Það er ekki að sjá að ríkisstjórnin ætli að hreyfa þessu máli. Því er þess krafist að með sérstakri löggjöf verði skipuð sérstök rannsóknarnefnd óháðra manna og öllum þeim sem upplýsingar hafa um málið verði gert skylt að mæta fyrir nefndina og skýra frá öllu sem þeir vita og leggja fram öll gögn sem þeir hafa yfir að ráða. Öll gögn verði gerð opinber og vitnaleiðslur fari fram fyrir opnum tjöldum. Lagaskyldan nái til ráðherra, alþingismanna, starfsmanna stjórnmálaflokkanna og þingflokkanna, sendiherra, ráðuneytisstjóra, embættismanna og allra sem kunna að búa yfir upplýsingum eða vitneskju sem varpar ljósi á ákvörðunina. Upplýsa þarf hvernig ákvörðunin var tekin, á hvaða gögnum byggðist hún, hvaða álit um lögmæti og hættu lágu fyrir, hverjir tóku hana, við hverja var rætt innanlands og erlendis, hvaða áætlanir lágu fyrir um uppbyggingu og endurreisn í Írak og hvað annað það sem máli skiptir. Þátttaka Íslendinga í Íraksstríðinu með stuðningi við innrásina er glæpur sem landsmönnum svíður enn í dag. Glæpi á að upplýsa í stjórnarráðinu, sem á götum úti, og draga afbrotamennina fyrir dómstóla og rétta yfir þeim. Þeir sem eru ábyrgir í málinu verða að sæta ábyrgð. Það er ekki að sæta ábyrgð að verða seðlabankastjóri. Það er ekki að sæta ábyrgð að verða framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs. Hvers vegna eru stjórnarflokkarnir ekki búnir að koma þessu í verk? Núna hafa þeir völdin og ráðin á Alþingi. Þá á að gera það sem áður var talað um. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Innrásin í Írak á vordögum 2003 er óumdeilanlega orðin eitt mesta glæpaverk seinni tíma. Ráðist var inn í landið án samþykkis Sameinuðu þjóðanna, logið var upp tylliástæðum um kjarnorkuógn og tengsl Saddams Hussein við Al Kaída. Hundruð þúsunda manna, kvenna og barna hafa verið drepin í Írak síðan innrásin var gerð, bæði í innrásinni sjálfri og í borgarastyrjöldinni sem innrásin kom af stað milli þjóða og trúabragðahópa. Innrásarþjóðirnar standa meira og minna ráðalausar frammi fyrir ofbeldinu sem þær leystu úr læðingi og hafa engin svör við spurningunni til hvers innrásin var gerð. Engin réttlæting er finnanleg og þá stendur eftir hinn bitri sannleikur að innrásin var glæpaverk. Í Bretlandi er enn ein rannsóknarnefndin að störfum til þess að komast að hinu sanna í aðdraganda þátttöku Breta í innrásinni. Þar liggur æ betur fyrir, með hverri rannsókninni sem gerð er, hversu ömurlegur verknaðurinn var. Ekki aðeins var tilgangurinn spuni og rökin uppspuni heldur lá ekki fyrir hvað ætti að gera og hvernig byggja ætti upp friðsamt og gott samfélag í landinu. Þeir sem ábyrgð báru á ákvörðuninni og blekkingunum munu þurfa að svara til saka og axla ábyrgð. Það er gott og eykur tiltrú á Bretlandi sem lýðræðisþjóð. En hvar standa þessi mál á Íslandi? Með samþykki ríkisstjórnar Íslands var landið sett á lista hinna viljugu þjóða í upphafi innrásarinnar. Fram hefur komið að ákvörðun þar um hafi verið tekin utan ríkisstjórnarfundar og að henni hafi aðeins komið formenn stjórnarflokkanna, forsætisráðherrra Davíð Oddsson og utanríkisráðherra Halldór Ásgrímsson. Þá hefur líka verið upplýst að málið var ekki rætt í þingflokki framsóknarmanna. Þáverandi stjórnarandstaða gagnrýndi síðar málatilbúnaðinn. Það er ekki að sjá að ríkisstjórnin ætli að hreyfa þessu máli. Því er þess krafist að með sérstakri löggjöf verði skipuð sérstök rannsóknarnefnd óháðra manna og öllum þeim sem upplýsingar hafa um málið verði gert skylt að mæta fyrir nefndina og skýra frá öllu sem þeir vita og leggja fram öll gögn sem þeir hafa yfir að ráða. Öll gögn verði gerð opinber og vitnaleiðslur fari fram fyrir opnum tjöldum. Lagaskyldan nái til ráðherra, alþingismanna, starfsmanna stjórnmálaflokkanna og þingflokkanna, sendiherra, ráðuneytisstjóra, embættismanna og allra sem kunna að búa yfir upplýsingum eða vitneskju sem varpar ljósi á ákvörðunina. Upplýsa þarf hvernig ákvörðunin var tekin, á hvaða gögnum byggðist hún, hvaða álit um lögmæti og hættu lágu fyrir, hverjir tóku hana, við hverja var rætt innanlands og erlendis, hvaða áætlanir lágu fyrir um uppbyggingu og endurreisn í Írak og hvað annað það sem máli skiptir. Þátttaka Íslendinga í Íraksstríðinu með stuðningi við innrásina er glæpur sem landsmönnum svíður enn í dag. Glæpi á að upplýsa í stjórnarráðinu, sem á götum úti, og draga afbrotamennina fyrir dómstóla og rétta yfir þeim. Þeir sem eru ábyrgir í málinu verða að sæta ábyrgð. Það er ekki að sæta ábyrgð að verða seðlabankastjóri. Það er ekki að sæta ábyrgð að verða framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs. Hvers vegna eru stjórnarflokkarnir ekki búnir að koma þessu í verk? Núna hafa þeir völdin og ráðin á Alþingi. Þá á að gera það sem áður var talað um. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun