Körfubolti

NBA: Dallas fyrsta liðið til að vinna New Orleans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Paul í leiknum í nótt.
Chris Paul í leiknum í nótt. Mynd/AP
Sigurganga New Orleans Hornets í NBA-deildinni í körfubolta endaði í nótt þegar liðið tapaði 98-95 í Dallas en Chris Paul og félagar höfðu unnið átta fyrstu leiki sína á tímabilinu.

Jason Terry skoraði 26 stig fyrir Dallas Mavericks í þessum 98-95 sigri á New Orleans Hornets og Dirk Nowitzki var með 25 stig og 10 fráköst en þetta var fjórði sigur Dallas í röð. Chris Paul skoraði 22 stig fyrir New Orleans en aðeins tvö þeirra komu í seinni hálfleik. Peja Stojakovic var með 17 stig,

Kevin Durant skoraði 30 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 115-108 útisigur á Utah Jazz og endaði með því fimm leikja sigurgöngu heimamanna. Serge Ibaka og Russell Westbrook voru báðir með 22 stig fyrir Thunder en Deron Williams var með 31 stig og 11 stoðsendingar hjá Utah.

Hakim Warrick skoraði 21 stig fyrir Phoenix Suns þegar liðið vann 100-94 sigur á Denver Nuggets. Phoenix lenti 15 stigum undir í fyrri hálfleik en kom til baka þrátt fyrir að hitta aðeins úr 4 af 20 þriggja stiga skotum í leiknum. Steve Nash var með 15 stig og 7 stoðsendingar hjá Phoenix en Carmelo Anthony var með 20 stig og 22 fráköst hjá Denver.

Dwight Howard var með 18 stig og 14 fráköst þegar Orlando Magic vann 89-72 heimasigur á Memphis Grizzlies. Marc Gasol var með 14 stig hjá Memphis sem komst lítið áleiðis gegn sterkri vörn Orlando.

Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:

Charlotte Bobcats-Minnesota Timberwolves 113-110

Orlando Magic-Memphis Grizzlies 89-72

Dallas Mavericks-New Orleans Hornets 98-95

Phoenix Suns-Denver Nuggets 100-94

Utah Jazz-Oklahoma City Thunder 108-115

Golden State Warriors-Detroit Pistons 101-97

Los Angeles Clippers-New Jersey Nets 96-110

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×