Körfubolti

Kobe tekur á móti LeBron James í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er boðið upp á jólakörfuboltaveislu á Stöð 2 Sport klukkan 22.00 í kvöld þegar LA Lakers tekur a móti Miami Heat. Þar mætast tveir bestu körfuboltamenn heims, Kobe Bryant og LeBron James.

Fjölmiðlar hafa verið að rifja það upp í dag að þann 26. júní árið 2003 sagðist Kobe Bryant ætla að segja upp samningi við LA Lakers og LeBron James var valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar.

Kobe endursamdi á endanum við Lakers og Phil Jackson, þjálfari Lakers, segir að þessir atburðir hafi ekki verið nein tilviljun.

"Kobe stal fyrirsögnunum af James þennan dag. Hann var byrjaður að keppa við hann á fyrsta degi," sagði Jackson en þetta verður fyrsti slagur liðanna síðan James og Chris Bosh gengur í raðir Miami.

Það er búist við miklu áhorfi á leikinn og auglýsendur hafa sitt að segja með gang mála. Nike mun láta James spila í rauðum skóm en Kobe verður í grænum.

Einhverjir hafa lesið þannig í það að James eigi að vera jólasveinninn en Kobe eigi að vera Trölli sem muni stela jólunum af James og Sólstrandargæjunum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×