Lífið

Fallega fólkið fílar Baggalút

MYNDIR/EÁ
MYNDIR/EÁ

Jólatónleikar Baggalúts sem fram fóru í Háskólabíó í gærkvöldi eru ómissandi og órjúfanlegur hluti af jólahaldi margra. Hljómsveitin flutti þekkta slagara fyrir troðfullu húsi eins og henni einni er lagið. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar hljómsveitin tók jólalagið Saddur sem er á annarri jólaplötu sveitarinnar Næstu jól en hún er sjálfstætt framhald plötunnar Jól & blíða sem kom út árið 2006.

Eins og meðfylgjandi myndir sýna gáfu hljómsveitarmeðlimir sér góðan tíma til að árita nýja jóladiskinn eftir tónleikana og spjalla við tónleikagesti sem voru áberandi fríðir.

Svona var stemningin í gærkvöldi. Baggalútur heldur aukatónleika í Háskólabíó í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.