Lífið

Friðrik Weisshappel að þrotum kominn

Friðrik Weisshappel er alveg uppgefinn eftir heimsókn tökuliðs danska sjónvarpsþáttarins Lykke sem hertók Laundromat í vikunni. Fleiri tökur eru á dagskrá í júní og júlí.
Friðrik Weisshappel er alveg uppgefinn eftir heimsókn tökuliðs danska sjónvarpsþáttarins Lykke sem hertók Laundromat í vikunni. Fleiri tökur eru á dagskrá í júní og júlí.

„Ég skulda kroppnum örugglega fimmtíu tíma af svefni, hef líklega sofið í mesta lagi þrjá tíma á dag að undanförnu," segir kaffihúsaeigandinn Friðrik Weisshappel í Kaupmannahöfn.

Eins og Fréttablaðið greindi frá leikur staður Friðriks, Laundromat, stórt hlutverk í nýjustu sjónvarpsþáttaröð danska ríkissjónvarpsins, Lykke. Ein af persónum þáttarins vinnur á staðnum og tökulið þáttarins hertók staðinn í vikunni.

Lykke er framleitt af sömu aðilum og er ábyrgt fyrir smellum á borð við Örninn og Forbrydelsen en þátturinn á að vera næsti smellur danska ríkissjónvarpsins.

Tökuliðið var að störfum í þrjá daga og Friðrik segist kannski hafa ætlað sér einum of mikið til að hafa hann sem flottastan fyrir sjónvarpið.

„Ég fór í endurbætur sem áttu að taka sex mánuði en gerði þær á einni viku," segir Friðrik og viðurkennir að hann sé voðalega glaður að tökunum sé lokið. „En þetta gekk allt saman vel og var alveg rosalega skemmtilegt og það er fyrir mestu," en Laundromat mun sjást vel í fyrstu fjórum þáttunum.

„Síðan eru á dagskrá fleiri upptökur í júní eða júlí og það er bara skemmtilegt. En núna er gott að þetta er yfirstaðið."- fgg


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.