Fótbolti

Fögnuður Madrídinga - myndasyrpa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Evrópumeistarar Atletico Madrid.
Evrópumeistarar Atletico Madrid. Nordic Photos / Getty Images

Atletico Madrid fagnaði í gær vel og innilega sigri sínum í Evrópudeild UEFA eftir að hafa lagt Fulham í framlengdum úrslitaleiknum í Hamburg, 2-1.

Diego Forlan var hetja Madrídinga í leiknum en hann skoraði bæði mörk liðsins, þar af sigurmarkið undir lok framlengingarinnar.

Forlan hafði komið Atletico yfir í fyrri hálfleik en aðeins nokkrum mínútum síðar náði Simon Davies að jafna metin fyrir þá ensku.

Allt útlit var fyrir að úrslit myndu ráðast í vítaspyrnukeppni en þá skoraði Forlan sem tryggði Atletico bikarinn góða.

Myndir úr leiknum og af fögnuði Spánverjanna má sjá með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.



Diego Forlan var hetja kvöldsins. Hér er hann með bikarinn góða.
Hér fagnar Forlan sigurmarki sínu í leiknum.
Sergio Agüero átti þátt í báðum mörkum Atletico. Hér er hann í baráttu við Dickson Etuhu og Zoltan Gera, leikmenn Fulham.
Roy Hogdson hefur náð góðum árangri með Fulham.Nordic Photos / Getty Images
Stórleikarinn Hugh Grant var á leiknum og hvatti sína menn í Fulham áfram.
Þessi stuðningsmaður Atletico lét líka vel í sér heyra.
Hér fagnar Forlan eftir að búið er að flauta til leiksloka.Nordic Photos / Getty Images
Leikmenn Atletico fagna innilega ...
.. en Paul Konchesky og félagar í Fulham voru niðurbrotnir.
Hér fer bikarinn góði á loft.
Bikarinn er í öruggum höndum fyrirliðans Antonio Lopez.
Danny Murphy var vitanlega svekktur í leikslok.
Þjálfarinn Quique Sanchez Flores fékk tolleringu.
Atletico Madrid, sigurvegarar í Evrópudeild UEFA árið 2010.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×