Landeyjahöfn og jólasveinninn 18. ágúst 2010 06:00 Mikil fagnaðarlæti hafa verið vegna Landeyjahafnar en ég ætla að leyfa mér að gerast veisluspillir. Loftmyndir sýna að þetta hafnarmannvirki er byggt á sandi í bókstaflegri merkingu. Landeyjahöfn er góðærisverkefni og verður dýrt spaug fyrir skattgreiðendur. Fjórir milljarðar þegar farnir í verkefnið og það er væntanlega bara byrjunin. Það þarf að moka 30 þúsund tonnum af sandi árlega úr höfninni sem hlýtur að kosta stórfé. Síðan eru nauðsynlegar vegabætur sem þarf að ráðast í og gerð aðstöðu fyrir smábáta. Viðhald og endurbætur ýmis konar bæta við reikninginn og hér er enn ein höfnin sem ríkissjóður þarf að halda við og reka. Svo hlýtur að vera mikið sandfok þarna við vissar aðstæður sem gæti skemmt bíla. Jarðgöng hefðu verið enn vitlausari kostur, svona eins og að bora jarðgöng í gegnum Eyjafjallajökul. Árna Johnsen hefur verið þökkuð framkvæmdin og skýrir það margt. Kannski að Árni sé ekki það sem flestir halda og ekki má segja, heldur misskilinn snillingur með góða dómgreind. Eyjarskeggjar eru jú stórhuga fólk og til að mynda skuldar einn eyjarskeggja um 50 milljarða sem hann getur auðvitað aldrei borgað til baka, en lifir samt kóngalífi og geri aðrir betur. Samgönguráðherra mætti í veisluna í Landeyjahöfn í hlutverki jólasveinsins og lofaði nýrri ferju. Hann ætlar að skipa starfshóp sem mun komast að þeirri fyrirfram gefnu niðurstöðu að brýn nauðsyn sé á nýrri og flottri ferju og mun rökin ekki skorta. Þetta lá í orðum jólasveinsins. Ekki veit ég þó hvaða alvarlegu vankantar eru á núverandi ferju eða hvaða jólasveinn gaf grænt ljós á Landeyjahöfn. Við höfum talsmann neytenda en hvað með að setja á laggirnar embætti talsmanns skattborgaranna! Hann gæti þá gripið til varna þegar stjórnmálamenn bregða sér í hlutverk jólasveinsins, en það er nú alltaf þægilegt að vera örlátur á annarra fé. Ef ég þyrfti að fara oft á milli höfuðborgarsvæðisins og eyja þá sé ég nú ekki kostinn við Landeyjahöfn. Það er tæplega einnar klukkustunda þægilegur akstur til Þorlákshafnar í lítilli umferð, en að keyra austur í Landeyjar er annað mál og yfir Hellisheiðina að fara og um alla Kambana og mikill umferðarþungi almennt á þjóðveginum austur í Landeyjar. Það er um 4 klukkustunda þreytandi akstur til höfuðborgarsvæðisins og til baka og fjarlægðin er samtals um 270 kílómetrar. Ef Þrengslin eru farin þá er vegalengdin samtals um 290 kílómetrar. Það eru ekki nema um 50 kílómetrar á milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar og akstur því samtals um 100 kílómetrar. Ég myndi hiklaust velja Þorlákshöfn sem ferjustað og slaka svo á um borð í ferjunni. Að hafa ferjustaðinn í Landeyjahöfn er gott fyrir suma en ekki aðra og ég held að margir eyjarskeggjar gætu verið mér sammála. Ég held að það renni tvær grímur á marga eyjarskeggja þegar þeir þurfa að keyra í 4 klukkustundir til að komast til höfuðborgarsvæðisins og til baka. Mig grunar að endirinn á málinu verði sá að ferjan muni fara jafnoft til Þorlákshafnar eins og til Landeyja. Fyrir Árna Johnsen er Landeyjahöfn þó góður kostur því hann er greinilega æviráðinn þingmaður og getur heilsað upp á atkvæðin sín á leiðinni á milli Landeyja og Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Mikil fagnaðarlæti hafa verið vegna Landeyjahafnar en ég ætla að leyfa mér að gerast veisluspillir. Loftmyndir sýna að þetta hafnarmannvirki er byggt á sandi í bókstaflegri merkingu. Landeyjahöfn er góðærisverkefni og verður dýrt spaug fyrir skattgreiðendur. Fjórir milljarðar þegar farnir í verkefnið og það er væntanlega bara byrjunin. Það þarf að moka 30 þúsund tonnum af sandi árlega úr höfninni sem hlýtur að kosta stórfé. Síðan eru nauðsynlegar vegabætur sem þarf að ráðast í og gerð aðstöðu fyrir smábáta. Viðhald og endurbætur ýmis konar bæta við reikninginn og hér er enn ein höfnin sem ríkissjóður þarf að halda við og reka. Svo hlýtur að vera mikið sandfok þarna við vissar aðstæður sem gæti skemmt bíla. Jarðgöng hefðu verið enn vitlausari kostur, svona eins og að bora jarðgöng í gegnum Eyjafjallajökul. Árna Johnsen hefur verið þökkuð framkvæmdin og skýrir það margt. Kannski að Árni sé ekki það sem flestir halda og ekki má segja, heldur misskilinn snillingur með góða dómgreind. Eyjarskeggjar eru jú stórhuga fólk og til að mynda skuldar einn eyjarskeggja um 50 milljarða sem hann getur auðvitað aldrei borgað til baka, en lifir samt kóngalífi og geri aðrir betur. Samgönguráðherra mætti í veisluna í Landeyjahöfn í hlutverki jólasveinsins og lofaði nýrri ferju. Hann ætlar að skipa starfshóp sem mun komast að þeirri fyrirfram gefnu niðurstöðu að brýn nauðsyn sé á nýrri og flottri ferju og mun rökin ekki skorta. Þetta lá í orðum jólasveinsins. Ekki veit ég þó hvaða alvarlegu vankantar eru á núverandi ferju eða hvaða jólasveinn gaf grænt ljós á Landeyjahöfn. Við höfum talsmann neytenda en hvað með að setja á laggirnar embætti talsmanns skattborgaranna! Hann gæti þá gripið til varna þegar stjórnmálamenn bregða sér í hlutverk jólasveinsins, en það er nú alltaf þægilegt að vera örlátur á annarra fé. Ef ég þyrfti að fara oft á milli höfuðborgarsvæðisins og eyja þá sé ég nú ekki kostinn við Landeyjahöfn. Það er tæplega einnar klukkustunda þægilegur akstur til Þorlákshafnar í lítilli umferð, en að keyra austur í Landeyjar er annað mál og yfir Hellisheiðina að fara og um alla Kambana og mikill umferðarþungi almennt á þjóðveginum austur í Landeyjar. Það er um 4 klukkustunda þreytandi akstur til höfuðborgarsvæðisins og til baka og fjarlægðin er samtals um 270 kílómetrar. Ef Þrengslin eru farin þá er vegalengdin samtals um 290 kílómetrar. Það eru ekki nema um 50 kílómetrar á milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar og akstur því samtals um 100 kílómetrar. Ég myndi hiklaust velja Þorlákshöfn sem ferjustað og slaka svo á um borð í ferjunni. Að hafa ferjustaðinn í Landeyjahöfn er gott fyrir suma en ekki aðra og ég held að margir eyjarskeggjar gætu verið mér sammála. Ég held að það renni tvær grímur á marga eyjarskeggja þegar þeir þurfa að keyra í 4 klukkustundir til að komast til höfuðborgarsvæðisins og til baka. Mig grunar að endirinn á málinu verði sá að ferjan muni fara jafnoft til Þorlákshafnar eins og til Landeyja. Fyrir Árna Johnsen er Landeyjahöfn þó góður kostur því hann er greinilega æviráðinn þingmaður og getur heilsað upp á atkvæðin sín á leiðinni á milli Landeyja og Reykjavíkur.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun