Brynjar Níelsson: Að vera sakborningur 18. maí 2010 09:15 Fram hefur komið í fjölmiðlum að nokkrir starfsmenn Arion banka hafi stöðu sakbornings við rannsókn sérstaks saksóknara á málum sem tengjast Kaupþingi. Ekki var að sökum að spyrja að hávær krafa varð uppi um að viðkomandi starfsmönnum yrði sagt upp eða þeir leystir frá störfum meðan rannsókn færi fram. Gjarnan er vísað til siðferðissjónarmiða til rökstuðnings þeirri kröfugerð. Því er tilefni til að benda á nokkur mikilvæg atriði um réttarstöðu manna við rannsókn mála af þessu tagi, þar sem uppi er grunur um refsiverða háttsemi. Kaupþing var stór banki á evrópskan mælikvarða þegar hann hrundi haustið 2008. Viðskipti voru margslungin og flókin og margir starfsmenn gátu komið að þeim með einum eða öðrum hætti. Má því gera ráð fyrir að fjölmargir starfsmenn kunni að búa yfir upplýsingum sem varða rannsókn sérstaks saksóknara. Þegar svo stendur á, þarf sérstakur saksóknari að ákveða hvort viðkomandi starfsmaður hafi réttarstöðu sakbornings eða vitnis, en réttindi og skyldur eru mismunandi eftir því hvora réttarstöðuna menn fá við rannsókn mála. Sérstakur saksóknari hefur sjálfur lýst því yfir í fjölmiðlum, að þeim sem kunna að hafa komið að viðskiptum, sem til rannsóknar eru, sé frekar gefin réttarstaða sakbornings við upphaf rannsóknar, þar sem það gefur þeim aukin réttindi samkvæmt lögum. Sérstakur saksóknari hefur því talið að þegar vafi er uppi, sé rétt að gefa viðkomandi frekar stöðu sakbornings en vitnis. Að baki þessu liggja einnig varúðarsjónarmið, því hætta getur verið á að vitni, sem skylt er að svara spurningum að viðlagðri refsiábyrg, varpi ómeðvitandi á sig sök. Óvarkárni saksóknara að þessu leyti kann því að skaða rannsóknina. Það er alþekkt við upphaf rannsóknar sakamála að ýmsir, sem ekki liggja undir sérstökum grun, fái réttarstöðu sakbornings. Við getum því öll fengið réttarstöðu sakbornings vegna hugsanlegrar vitneskju okkar um mál, sem til rannsóknar eru hverju sinni. Harkaleg viðbrögð, eins og krafa um brottrekstur og útilokun frá þátttöku í atvinnulífi, eru því í mörgum tilvikum fráleit. Rétt er því að leyfa forsvarsmönnum Arion banka og annarra banka að meta hvert tilvik fyrir sig hvað varðar þá starfsmenn sem þar starfa og hafa réttarstöðu sakbornings. Krafan um brottrekstur starfsmanna sem hafa réttarstöðu sakborninga er hvorki réttmæt né eðlileg. Réttlát reiði, sem sumir vísa til, er engin afsökun fyrir kröfum af þessum toga. Þetta fólk og aðstandendur þeirra á nógu erfitt þó að það sé ekki svipt möguleikum á að afla sér lífsviðurværis. Það verður að teljast einkennilegt að veita fólki réttarstöðu sakbornings í þeim tilgangi að tryggja réttindi þess við rannsókn máls, ef það á síðan að leiða til þess að svipta eigi þetta sama fólk mikilvægum mannréttindum á öðrum sviðum. Slík siðferðisviðmið verða vonandi ekki höfð til hliðsjónar í íslensku samfélagi. Ef svo á að vera er kannski betur heima setið en af stað farið í þeirri viðleitni að búa til nýtt og betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Skoðun Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fram hefur komið í fjölmiðlum að nokkrir starfsmenn Arion banka hafi stöðu sakbornings við rannsókn sérstaks saksóknara á málum sem tengjast Kaupþingi. Ekki var að sökum að spyrja að hávær krafa varð uppi um að viðkomandi starfsmönnum yrði sagt upp eða þeir leystir frá störfum meðan rannsókn færi fram. Gjarnan er vísað til siðferðissjónarmiða til rökstuðnings þeirri kröfugerð. Því er tilefni til að benda á nokkur mikilvæg atriði um réttarstöðu manna við rannsókn mála af þessu tagi, þar sem uppi er grunur um refsiverða háttsemi. Kaupþing var stór banki á evrópskan mælikvarða þegar hann hrundi haustið 2008. Viðskipti voru margslungin og flókin og margir starfsmenn gátu komið að þeim með einum eða öðrum hætti. Má því gera ráð fyrir að fjölmargir starfsmenn kunni að búa yfir upplýsingum sem varða rannsókn sérstaks saksóknara. Þegar svo stendur á, þarf sérstakur saksóknari að ákveða hvort viðkomandi starfsmaður hafi réttarstöðu sakbornings eða vitnis, en réttindi og skyldur eru mismunandi eftir því hvora réttarstöðuna menn fá við rannsókn mála. Sérstakur saksóknari hefur sjálfur lýst því yfir í fjölmiðlum, að þeim sem kunna að hafa komið að viðskiptum, sem til rannsóknar eru, sé frekar gefin réttarstaða sakbornings við upphaf rannsóknar, þar sem það gefur þeim aukin réttindi samkvæmt lögum. Sérstakur saksóknari hefur því talið að þegar vafi er uppi, sé rétt að gefa viðkomandi frekar stöðu sakbornings en vitnis. Að baki þessu liggja einnig varúðarsjónarmið, því hætta getur verið á að vitni, sem skylt er að svara spurningum að viðlagðri refsiábyrg, varpi ómeðvitandi á sig sök. Óvarkárni saksóknara að þessu leyti kann því að skaða rannsóknina. Það er alþekkt við upphaf rannsóknar sakamála að ýmsir, sem ekki liggja undir sérstökum grun, fái réttarstöðu sakbornings. Við getum því öll fengið réttarstöðu sakbornings vegna hugsanlegrar vitneskju okkar um mál, sem til rannsóknar eru hverju sinni. Harkaleg viðbrögð, eins og krafa um brottrekstur og útilokun frá þátttöku í atvinnulífi, eru því í mörgum tilvikum fráleit. Rétt er því að leyfa forsvarsmönnum Arion banka og annarra banka að meta hvert tilvik fyrir sig hvað varðar þá starfsmenn sem þar starfa og hafa réttarstöðu sakbornings. Krafan um brottrekstur starfsmanna sem hafa réttarstöðu sakborninga er hvorki réttmæt né eðlileg. Réttlát reiði, sem sumir vísa til, er engin afsökun fyrir kröfum af þessum toga. Þetta fólk og aðstandendur þeirra á nógu erfitt þó að það sé ekki svipt möguleikum á að afla sér lífsviðurværis. Það verður að teljast einkennilegt að veita fólki réttarstöðu sakbornings í þeim tilgangi að tryggja réttindi þess við rannsókn máls, ef það á síðan að leiða til þess að svipta eigi þetta sama fólk mikilvægum mannréttindum á öðrum sviðum. Slík siðferðisviðmið verða vonandi ekki höfð til hliðsjónar í íslensku samfélagi. Ef svo á að vera er kannski betur heima setið en af stað farið í þeirri viðleitni að búa til nýtt og betra samfélag.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun