Um rithöfundalaun 2. september 2010 06:00 Rithöfundar á Íslandi geta sótt um laun í tvo opinbera sjóði, Launasjóð rithöfunda sem er hluti listamannalauna og Launasjóð fræðiritahöfunda hjá Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís). Sérstakar nefndir úthluta úr sjóðunum, vega og meta umsóknir höfunda og ákveða hverjir fái laun fyrir að semja fyrir þjóðina, hugsanlega verðandi listaverk eða grundvallarrit um íslensk fræði, samfélag eða náttúru. Þeir sem ekki hljóta náð fyrir augum sjóðstjórna skrifa í sjálfboðavinnu og basla jafnhliða við önnur störf ef þeir ekki gefast upp. Úthlutanir sjóðanna má sjá á heimasíðum þeirra og ég skoðaði þar sérstaklega síðustu þrjú ár. Hefð er fyrir að skipta bókum í flokka, s.s. barnabækur, skáldverk og fræðibækur, en skil eru óljós. Margir höfundar sögulegra skáldsagna leggja sig fram við að hafa bakgrunn sagna sinna fræðilega réttan og grúska og rannsaka til að svo megi verða og fræðibækur ætlaðar almenningi ná ekki tilgangi sínum nema þær séu skrifaðar af listfengi. Löggjafi og stjórnvöld gera sér grein fyrir þessu. Lengi var sagt í lögum um listamannalaun að þau væru einnig ætluð til fræðibókaskrifa. Í núgildandi lögum er slíkt ekki tekið fram. Menntamálaráðuneytið var spurt hvers vegna. Í svari þess kemur fram að í athugasemdum við frumvarp til laga um listamannalaun segi að launasjóður rithöfunda þjóni öllum íslenskum rithöfundum og því hafi ekki verið talin ástæða til að tilgreina neina þeirra sérstaklega. Ráðuneytið telji engan vafa leika á því að launasjóður rithöfunda nái til allra höfunda, líka höfunda fræðirita, og hafi vakið athygli stjórnar listamannalauna og úthlutunarnefndar launasjóðs rithöfunda á því. Launasjóður rithöfunda skal samkvæmt lögum veita árlega 555 mánaðarlaun. Árin 2008-2010 hafa 100 höfundar þegið úr honum laun, 47 fengið einhver laun á hverju ári og 17 þeirra verið á fullum launum öll árin. Mun fleiri launamánuðir falla í hlut karla en kvenna þessi ár og fá karlar um 61% þeirra. Með góðum vilja má telja að höfundar fræðibóka, mest ævisagna, hafi fengið um 8% launanna. Í reglugerð um Launasjóð fræðiritahöfunda segir að rétt til að sækja um í sjóðinn hafi höfundar alþýðlegra fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi. Sjóðurinn úthlutar 36 mánaðarlaunum á ári en árið 2008 voru þau þó 10. Síðustu þrjú ár hefur sjóðurinn launað 22 höfunda. Þetta eru verktakalaun, í ár 320 þús. kr. á mánuði og enginn fær meira en sex mánaða laun á ári. Mjög fátítt er að sjóðurinn veiti sama höfundi oftar en einu sinni og líklega þekkist ekki að höfundur fái laun úr sjóðnum tvö ár í röð. Sjóðstjórnir hafa greinilega gætt jafnræðis á milli karla og kvenna en síður þegar horft er til fræðasviða. Aðeins þrír höfundar hafa fengið laun til að skrifa um náttúru Íslands, einn á ári. Í Bókatíðindum og leitarforritum s.s. Gegni má finna upplýsingar um verk höfunda og sjá hverjir þeirra teljast fræðibókahöfundar. Svo virðist að fyrir hverjar tvær íslenskar „fagurbækur“ (barnabækur, skáldsögur og ljóð) sem út eru gefnar komi út þrjár fræðibækur eða bækur almenns eðlis. Eðlilegt væri að hlutfall launa til höfundahópa væri svipað. Svo er sannarlega ekki. Á síðustu þremur árum hefur verið veitt um sexfalt hærri upphæð til fagurbóka en fræðibóka úr þessum opinberu sjóðum. Það vekur einnig furðu að verk nokkurra höfunda, sem hlotið hafa laun af opinberu fé til að skrifa fyrir almenning, eru vandfundin og spurning hvernig þjóðin á að finna þau til að njóta. Hinir opinberu rithöfundasjóðir hafa á síðustu þremur árum launað fjóra karla í 39 mánuði samanlagt (um 2% af laununum) til að skrifa um náttúru Íslands fyrir almenning. Nú auglýsir Launasjóður rithöfunda eftir umsóknum fyrir árið 2011. Er ekki bara tímasóun fyrir kvensnift eins og mig að sækja enn einu sinni um til slíkra verka? Nógu erfitt er það fyrir karlana. Á ég ekki bara að snúa mér að öðru? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Rithöfundar á Íslandi geta sótt um laun í tvo opinbera sjóði, Launasjóð rithöfunda sem er hluti listamannalauna og Launasjóð fræðiritahöfunda hjá Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís). Sérstakar nefndir úthluta úr sjóðunum, vega og meta umsóknir höfunda og ákveða hverjir fái laun fyrir að semja fyrir þjóðina, hugsanlega verðandi listaverk eða grundvallarrit um íslensk fræði, samfélag eða náttúru. Þeir sem ekki hljóta náð fyrir augum sjóðstjórna skrifa í sjálfboðavinnu og basla jafnhliða við önnur störf ef þeir ekki gefast upp. Úthlutanir sjóðanna má sjá á heimasíðum þeirra og ég skoðaði þar sérstaklega síðustu þrjú ár. Hefð er fyrir að skipta bókum í flokka, s.s. barnabækur, skáldverk og fræðibækur, en skil eru óljós. Margir höfundar sögulegra skáldsagna leggja sig fram við að hafa bakgrunn sagna sinna fræðilega réttan og grúska og rannsaka til að svo megi verða og fræðibækur ætlaðar almenningi ná ekki tilgangi sínum nema þær séu skrifaðar af listfengi. Löggjafi og stjórnvöld gera sér grein fyrir þessu. Lengi var sagt í lögum um listamannalaun að þau væru einnig ætluð til fræðibókaskrifa. Í núgildandi lögum er slíkt ekki tekið fram. Menntamálaráðuneytið var spurt hvers vegna. Í svari þess kemur fram að í athugasemdum við frumvarp til laga um listamannalaun segi að launasjóður rithöfunda þjóni öllum íslenskum rithöfundum og því hafi ekki verið talin ástæða til að tilgreina neina þeirra sérstaklega. Ráðuneytið telji engan vafa leika á því að launasjóður rithöfunda nái til allra höfunda, líka höfunda fræðirita, og hafi vakið athygli stjórnar listamannalauna og úthlutunarnefndar launasjóðs rithöfunda á því. Launasjóður rithöfunda skal samkvæmt lögum veita árlega 555 mánaðarlaun. Árin 2008-2010 hafa 100 höfundar þegið úr honum laun, 47 fengið einhver laun á hverju ári og 17 þeirra verið á fullum launum öll árin. Mun fleiri launamánuðir falla í hlut karla en kvenna þessi ár og fá karlar um 61% þeirra. Með góðum vilja má telja að höfundar fræðibóka, mest ævisagna, hafi fengið um 8% launanna. Í reglugerð um Launasjóð fræðiritahöfunda segir að rétt til að sækja um í sjóðinn hafi höfundar alþýðlegra fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi. Sjóðurinn úthlutar 36 mánaðarlaunum á ári en árið 2008 voru þau þó 10. Síðustu þrjú ár hefur sjóðurinn launað 22 höfunda. Þetta eru verktakalaun, í ár 320 þús. kr. á mánuði og enginn fær meira en sex mánaða laun á ári. Mjög fátítt er að sjóðurinn veiti sama höfundi oftar en einu sinni og líklega þekkist ekki að höfundur fái laun úr sjóðnum tvö ár í röð. Sjóðstjórnir hafa greinilega gætt jafnræðis á milli karla og kvenna en síður þegar horft er til fræðasviða. Aðeins þrír höfundar hafa fengið laun til að skrifa um náttúru Íslands, einn á ári. Í Bókatíðindum og leitarforritum s.s. Gegni má finna upplýsingar um verk höfunda og sjá hverjir þeirra teljast fræðibókahöfundar. Svo virðist að fyrir hverjar tvær íslenskar „fagurbækur“ (barnabækur, skáldsögur og ljóð) sem út eru gefnar komi út þrjár fræðibækur eða bækur almenns eðlis. Eðlilegt væri að hlutfall launa til höfundahópa væri svipað. Svo er sannarlega ekki. Á síðustu þremur árum hefur verið veitt um sexfalt hærri upphæð til fagurbóka en fræðibóka úr þessum opinberu sjóðum. Það vekur einnig furðu að verk nokkurra höfunda, sem hlotið hafa laun af opinberu fé til að skrifa fyrir almenning, eru vandfundin og spurning hvernig þjóðin á að finna þau til að njóta. Hinir opinberu rithöfundasjóðir hafa á síðustu þremur árum launað fjóra karla í 39 mánuði samanlagt (um 2% af laununum) til að skrifa um náttúru Íslands fyrir almenning. Nú auglýsir Launasjóður rithöfunda eftir umsóknum fyrir árið 2011. Er ekki bara tímasóun fyrir kvensnift eins og mig að sækja enn einu sinni um til slíkra verka? Nógu erfitt er það fyrir karlana. Á ég ekki bara að snúa mér að öðru?
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun