Um rithöfundalaun 2. september 2010 06:00 Rithöfundar á Íslandi geta sótt um laun í tvo opinbera sjóði, Launasjóð rithöfunda sem er hluti listamannalauna og Launasjóð fræðiritahöfunda hjá Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís). Sérstakar nefndir úthluta úr sjóðunum, vega og meta umsóknir höfunda og ákveða hverjir fái laun fyrir að semja fyrir þjóðina, hugsanlega verðandi listaverk eða grundvallarrit um íslensk fræði, samfélag eða náttúru. Þeir sem ekki hljóta náð fyrir augum sjóðstjórna skrifa í sjálfboðavinnu og basla jafnhliða við önnur störf ef þeir ekki gefast upp. Úthlutanir sjóðanna má sjá á heimasíðum þeirra og ég skoðaði þar sérstaklega síðustu þrjú ár. Hefð er fyrir að skipta bókum í flokka, s.s. barnabækur, skáldverk og fræðibækur, en skil eru óljós. Margir höfundar sögulegra skáldsagna leggja sig fram við að hafa bakgrunn sagna sinna fræðilega réttan og grúska og rannsaka til að svo megi verða og fræðibækur ætlaðar almenningi ná ekki tilgangi sínum nema þær séu skrifaðar af listfengi. Löggjafi og stjórnvöld gera sér grein fyrir þessu. Lengi var sagt í lögum um listamannalaun að þau væru einnig ætluð til fræðibókaskrifa. Í núgildandi lögum er slíkt ekki tekið fram. Menntamálaráðuneytið var spurt hvers vegna. Í svari þess kemur fram að í athugasemdum við frumvarp til laga um listamannalaun segi að launasjóður rithöfunda þjóni öllum íslenskum rithöfundum og því hafi ekki verið talin ástæða til að tilgreina neina þeirra sérstaklega. Ráðuneytið telji engan vafa leika á því að launasjóður rithöfunda nái til allra höfunda, líka höfunda fræðirita, og hafi vakið athygli stjórnar listamannalauna og úthlutunarnefndar launasjóðs rithöfunda á því. Launasjóður rithöfunda skal samkvæmt lögum veita árlega 555 mánaðarlaun. Árin 2008-2010 hafa 100 höfundar þegið úr honum laun, 47 fengið einhver laun á hverju ári og 17 þeirra verið á fullum launum öll árin. Mun fleiri launamánuðir falla í hlut karla en kvenna þessi ár og fá karlar um 61% þeirra. Með góðum vilja má telja að höfundar fræðibóka, mest ævisagna, hafi fengið um 8% launanna. Í reglugerð um Launasjóð fræðiritahöfunda segir að rétt til að sækja um í sjóðinn hafi höfundar alþýðlegra fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi. Sjóðurinn úthlutar 36 mánaðarlaunum á ári en árið 2008 voru þau þó 10. Síðustu þrjú ár hefur sjóðurinn launað 22 höfunda. Þetta eru verktakalaun, í ár 320 þús. kr. á mánuði og enginn fær meira en sex mánaða laun á ári. Mjög fátítt er að sjóðurinn veiti sama höfundi oftar en einu sinni og líklega þekkist ekki að höfundur fái laun úr sjóðnum tvö ár í röð. Sjóðstjórnir hafa greinilega gætt jafnræðis á milli karla og kvenna en síður þegar horft er til fræðasviða. Aðeins þrír höfundar hafa fengið laun til að skrifa um náttúru Íslands, einn á ári. Í Bókatíðindum og leitarforritum s.s. Gegni má finna upplýsingar um verk höfunda og sjá hverjir þeirra teljast fræðibókahöfundar. Svo virðist að fyrir hverjar tvær íslenskar „fagurbækur“ (barnabækur, skáldsögur og ljóð) sem út eru gefnar komi út þrjár fræðibækur eða bækur almenns eðlis. Eðlilegt væri að hlutfall launa til höfundahópa væri svipað. Svo er sannarlega ekki. Á síðustu þremur árum hefur verið veitt um sexfalt hærri upphæð til fagurbóka en fræðibóka úr þessum opinberu sjóðum. Það vekur einnig furðu að verk nokkurra höfunda, sem hlotið hafa laun af opinberu fé til að skrifa fyrir almenning, eru vandfundin og spurning hvernig þjóðin á að finna þau til að njóta. Hinir opinberu rithöfundasjóðir hafa á síðustu þremur árum launað fjóra karla í 39 mánuði samanlagt (um 2% af laununum) til að skrifa um náttúru Íslands fyrir almenning. Nú auglýsir Launasjóður rithöfunda eftir umsóknum fyrir árið 2011. Er ekki bara tímasóun fyrir kvensnift eins og mig að sækja enn einu sinni um til slíkra verka? Nógu erfitt er það fyrir karlana. Á ég ekki bara að snúa mér að öðru? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Agla Arnars Katrínardóttir Skoðun Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Rithöfundar á Íslandi geta sótt um laun í tvo opinbera sjóði, Launasjóð rithöfunda sem er hluti listamannalauna og Launasjóð fræðiritahöfunda hjá Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís). Sérstakar nefndir úthluta úr sjóðunum, vega og meta umsóknir höfunda og ákveða hverjir fái laun fyrir að semja fyrir þjóðina, hugsanlega verðandi listaverk eða grundvallarrit um íslensk fræði, samfélag eða náttúru. Þeir sem ekki hljóta náð fyrir augum sjóðstjórna skrifa í sjálfboðavinnu og basla jafnhliða við önnur störf ef þeir ekki gefast upp. Úthlutanir sjóðanna má sjá á heimasíðum þeirra og ég skoðaði þar sérstaklega síðustu þrjú ár. Hefð er fyrir að skipta bókum í flokka, s.s. barnabækur, skáldverk og fræðibækur, en skil eru óljós. Margir höfundar sögulegra skáldsagna leggja sig fram við að hafa bakgrunn sagna sinna fræðilega réttan og grúska og rannsaka til að svo megi verða og fræðibækur ætlaðar almenningi ná ekki tilgangi sínum nema þær séu skrifaðar af listfengi. Löggjafi og stjórnvöld gera sér grein fyrir þessu. Lengi var sagt í lögum um listamannalaun að þau væru einnig ætluð til fræðibókaskrifa. Í núgildandi lögum er slíkt ekki tekið fram. Menntamálaráðuneytið var spurt hvers vegna. Í svari þess kemur fram að í athugasemdum við frumvarp til laga um listamannalaun segi að launasjóður rithöfunda þjóni öllum íslenskum rithöfundum og því hafi ekki verið talin ástæða til að tilgreina neina þeirra sérstaklega. Ráðuneytið telji engan vafa leika á því að launasjóður rithöfunda nái til allra höfunda, líka höfunda fræðirita, og hafi vakið athygli stjórnar listamannalauna og úthlutunarnefndar launasjóðs rithöfunda á því. Launasjóður rithöfunda skal samkvæmt lögum veita árlega 555 mánaðarlaun. Árin 2008-2010 hafa 100 höfundar þegið úr honum laun, 47 fengið einhver laun á hverju ári og 17 þeirra verið á fullum launum öll árin. Mun fleiri launamánuðir falla í hlut karla en kvenna þessi ár og fá karlar um 61% þeirra. Með góðum vilja má telja að höfundar fræðibóka, mest ævisagna, hafi fengið um 8% launanna. Í reglugerð um Launasjóð fræðiritahöfunda segir að rétt til að sækja um í sjóðinn hafi höfundar alþýðlegra fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi. Sjóðurinn úthlutar 36 mánaðarlaunum á ári en árið 2008 voru þau þó 10. Síðustu þrjú ár hefur sjóðurinn launað 22 höfunda. Þetta eru verktakalaun, í ár 320 þús. kr. á mánuði og enginn fær meira en sex mánaða laun á ári. Mjög fátítt er að sjóðurinn veiti sama höfundi oftar en einu sinni og líklega þekkist ekki að höfundur fái laun úr sjóðnum tvö ár í röð. Sjóðstjórnir hafa greinilega gætt jafnræðis á milli karla og kvenna en síður þegar horft er til fræðasviða. Aðeins þrír höfundar hafa fengið laun til að skrifa um náttúru Íslands, einn á ári. Í Bókatíðindum og leitarforritum s.s. Gegni má finna upplýsingar um verk höfunda og sjá hverjir þeirra teljast fræðibókahöfundar. Svo virðist að fyrir hverjar tvær íslenskar „fagurbækur“ (barnabækur, skáldsögur og ljóð) sem út eru gefnar komi út þrjár fræðibækur eða bækur almenns eðlis. Eðlilegt væri að hlutfall launa til höfundahópa væri svipað. Svo er sannarlega ekki. Á síðustu þremur árum hefur verið veitt um sexfalt hærri upphæð til fagurbóka en fræðibóka úr þessum opinberu sjóðum. Það vekur einnig furðu að verk nokkurra höfunda, sem hlotið hafa laun af opinberu fé til að skrifa fyrir almenning, eru vandfundin og spurning hvernig þjóðin á að finna þau til að njóta. Hinir opinberu rithöfundasjóðir hafa á síðustu þremur árum launað fjóra karla í 39 mánuði samanlagt (um 2% af laununum) til að skrifa um náttúru Íslands fyrir almenning. Nú auglýsir Launasjóður rithöfunda eftir umsóknum fyrir árið 2011. Er ekki bara tímasóun fyrir kvensnift eins og mig að sækja enn einu sinni um til slíkra verka? Nógu erfitt er það fyrir karlana. Á ég ekki bara að snúa mér að öðru?
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun