Enski boltinn

Fabregas ætlar að koma til baka eftir tvær vikur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas. Mynd/AP
Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, segist stefna á það að vera byrjaður aftur að spila eftir tvær vikur en hann meiddist aftan í læri í jafnteflisleiknum á móti Sunderland um helgina.

Cesc Fabregas fór í myndatöku í dag, tveimur dögum eftir leikinn, en Fabregas skoraði mark Arsenal í leiknum sem var 1-0 yfir þegar hann þurfti að yfirgefa völlinn á 28. mínútu. Jöfnunarmark Sunderland kom síðan á 94. mínútu.

„Það eru góðar fréttir af meiðslunum mínum. Það blæddi aðeins inn á vöðvann en það eru engar stórar skemmdir á lærvöðvanum. Ég vona að ég geti byrjað að spila eftir tvær vikur," sagði Cesc Fabregas á Twitter-síðunni sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×