Íslenski boltinn

Mist Edvardsdóttir farin úr KR í Val

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mist Edvardsdóttir með Gunnari Borgþórssyni þjálfara Vals.
Mist Edvardsdóttir með Gunnari Borgþórssyni þjálfara Vals. Mynd/Valur
Mist Edvardsdóttir gerði í gær þriggja ára samning við Íslands- og bikarmeistara Vals en hún hefur leikið með KR undanfarin tvö tímabil og hefur verið einn allra besti leikmaður liðsins.

Mist er 20 ára miðvörður sem lék sína fyrstu A-landsleiki í Algarve-bikarnum í upphafi þessa árs. Mist er uppalin í Mosfellsbæ og spilaði með Aftureldingu til ársins 2008 en skipti þá yfir í KR.

„Mist er mjög metnaðarfull íþróttakona sem setur markið hátt og verður gríðarlega góður liðsstyrkur fyrir komandi tímabil. Það er ljóst að Valur hefur fengið mjög sterkann leikmann í sínar raðir og bjóðum við hana velkomna í félagið," segir í yfirlýsingu frá Valsmönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×