Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar: Sóknarlega þurfum við að gera betur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli
Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli

„Ég er mjög ánægður með hvernig leikmenn leystu þetta verkefni af hendi," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, eftir sigurinn gegn Króatíu í kvöld.

„Við spiluðum góðan leik, héldum markinu hreinu og gáfum ekki færi á okkur. Við vorum pínu óheppnar að skora ekki fleiri mörk því við sköpuðum nóg af færum."

„Það var gaman fyrir Katrínu (Jónsdóttur) að skora í sínum hundraðasta leik. Mér fannst heildarframmistaða liðsins mjög góð. Fríða skoraði tvö góð mörk og var líka að búa til færir fyrir okkur. Ég var líka mjög ánægður með Dagnýju Brynjarsdóttur sem var að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir okkur og hún gerði mjög vel."

Úrslitasendingar brugðust að mati Sigurðar. „Þetta er eitthvað sem við verðum að vinna með áfram og bæta okkur í. Sóknarlega þurfum við að gera betur og skora fleiri mörk. Við fáum ekki svona mörg færi í leiknum gegn Frökkum," sagði Sigurður.

Ljóst er að Ísland þarf að leggja Frakkland í næsta leik og mjög líklega dugir ekkert minna en 3-0 sigur. „Við þurfum að nýta færin þá og einnig spila mjög agaðan varnarleik. Við spilum allt öðruvísi fótbolta á móti miklu sterkari liðum. Það verður öðruvísi taktík í þeim leik."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×