Borgin þarf Vinstri græn - nú sem aldrei fyrr Sóley Tómasdóttir skrifar 29. maí 2010 06:00 Kjósendur í Reykjavík ganga að kjörborðinu í dag og kjósa um hugmyndafræði, sem verður ríkjandi í borginni næstu fjögur ár. Þetta er óskýrt hjá sumum flokkum sem vilja jafnvel ekki kenna sig við neina hugmyndafræði. Hún er samt alltaf til staðar. Ákvörðun um að færa auðlindir borgarbúa í hendur útrásarvíkinga byggir á hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins eins og stækkun golfvallar á sama tíma og velferðarmál eru skorin niður. Okkar hugmyndafræði gengur út á að verja almannafyrirtæki og auðlindir þjóðarinnar - og forgangsraða velferð á undan golfvöllum. Eftir farsakennt kjörtímabil í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var til í allt, eru borgarbúar dauðþreyttir. Hugmyndafræði er bannorð og stjórnmálin mega helst ekki snúast um neitt. En að flýja pólitík er eins og að flýja morgundaginn. Pólitík er alls staðar og kjósendur eiga rétt á að vita fyrir hvað flokkar standa. Það er pólítík að tryggja aðgang að hreinu neysluvatni. Það er pólítík að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Leik- og grunnskólar og almenningssamgöngur eru pólítík, eins og fjárhagsaðstoð, sorpflokkun og gæði andrúmsloftsins. Því lífsgæði borgarbúa eru háð þeirri hugmyndafræði sem ræður ríkjum í ráðhúsinu hverju sinni. Verkefni næsta kjörtímabils eru risavaxin, vegna þess að sameiginlegir sjóðir okkar hafa verið rýrðir í þágu hugmyndafræði frjálshyggju og afskiptaleysis. Sameiginlegi sjóðurinn okkar er bæði fjármagnaður og nýttur af okkur öllum - við leggjum í hann eftir getu og tökum úr honum eftir þörfum. Skattagrýlan er ekki ljótari en svo. Eftir óábyrga fjármálastjórn frjálshyggjuafla verðum við að grípa til aðgerða. Borgarsjóður stendur ekki af sér óbreytta þjónustu án þess að tekjur aukist. Til þess eru tvær leiðir: Gjaldskrárhækkanir eða útsvarshækkun. Augljóst er hvor leiðin er sanngjarnari - gjaldskrárhækkanir leggjast flatt á notendur þjónustunnar, en útsvarshækkun krefst meira af tekjuháum en tekjulágum. Óábyrg fjármálastjórn hefur ekki aðeins sett velferðarkerfið í hættu. Almannafyrirtæki riða líka á barmi gjaldþrots. Hrægammar sveima yfir landinu og hafa þegar krækt í feitan bita á Suðurnesjum. Orkuveita Reykjavíkur má aldrei lenda í höndum einkaaðila, hún er undirstaða lífsgæða okkar. Orkuveitan á ekki aðeins að vera í eigu almennings, heldur einnig undir stjórn hans. Öðruvísi verða hagsmunir borgarbúa ekki tryggðir. Eftir hrunið stendur hugmyndafræði Vinstri grænna ósködduð. Við megum vera stolt. Félagslegt réttlæti, kvenfrelsi og umhverfisvernd á erindi í stjórnmálin nú sem þá - og raunar meira ef eitthvað er. Við Vinstri græn þorum að glíma við erfiðar aðstæður og erfið verkefni. Við þorum að setja mál á dagskrá - og takast á við kröfuharða sérhagsmunahópa - og halda fram hagsmunum heildarinnar. Borgin þarf á Vinstrihreyfingunni - grænu framboði að halda. Nú sem aldrei fyrr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Kjósendur í Reykjavík ganga að kjörborðinu í dag og kjósa um hugmyndafræði, sem verður ríkjandi í borginni næstu fjögur ár. Þetta er óskýrt hjá sumum flokkum sem vilja jafnvel ekki kenna sig við neina hugmyndafræði. Hún er samt alltaf til staðar. Ákvörðun um að færa auðlindir borgarbúa í hendur útrásarvíkinga byggir á hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins eins og stækkun golfvallar á sama tíma og velferðarmál eru skorin niður. Okkar hugmyndafræði gengur út á að verja almannafyrirtæki og auðlindir þjóðarinnar - og forgangsraða velferð á undan golfvöllum. Eftir farsakennt kjörtímabil í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var til í allt, eru borgarbúar dauðþreyttir. Hugmyndafræði er bannorð og stjórnmálin mega helst ekki snúast um neitt. En að flýja pólitík er eins og að flýja morgundaginn. Pólitík er alls staðar og kjósendur eiga rétt á að vita fyrir hvað flokkar standa. Það er pólítík að tryggja aðgang að hreinu neysluvatni. Það er pólítík að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Leik- og grunnskólar og almenningssamgöngur eru pólítík, eins og fjárhagsaðstoð, sorpflokkun og gæði andrúmsloftsins. Því lífsgæði borgarbúa eru háð þeirri hugmyndafræði sem ræður ríkjum í ráðhúsinu hverju sinni. Verkefni næsta kjörtímabils eru risavaxin, vegna þess að sameiginlegir sjóðir okkar hafa verið rýrðir í þágu hugmyndafræði frjálshyggju og afskiptaleysis. Sameiginlegi sjóðurinn okkar er bæði fjármagnaður og nýttur af okkur öllum - við leggjum í hann eftir getu og tökum úr honum eftir þörfum. Skattagrýlan er ekki ljótari en svo. Eftir óábyrga fjármálastjórn frjálshyggjuafla verðum við að grípa til aðgerða. Borgarsjóður stendur ekki af sér óbreytta þjónustu án þess að tekjur aukist. Til þess eru tvær leiðir: Gjaldskrárhækkanir eða útsvarshækkun. Augljóst er hvor leiðin er sanngjarnari - gjaldskrárhækkanir leggjast flatt á notendur þjónustunnar, en útsvarshækkun krefst meira af tekjuháum en tekjulágum. Óábyrg fjármálastjórn hefur ekki aðeins sett velferðarkerfið í hættu. Almannafyrirtæki riða líka á barmi gjaldþrots. Hrægammar sveima yfir landinu og hafa þegar krækt í feitan bita á Suðurnesjum. Orkuveita Reykjavíkur má aldrei lenda í höndum einkaaðila, hún er undirstaða lífsgæða okkar. Orkuveitan á ekki aðeins að vera í eigu almennings, heldur einnig undir stjórn hans. Öðruvísi verða hagsmunir borgarbúa ekki tryggðir. Eftir hrunið stendur hugmyndafræði Vinstri grænna ósködduð. Við megum vera stolt. Félagslegt réttlæti, kvenfrelsi og umhverfisvernd á erindi í stjórnmálin nú sem þá - og raunar meira ef eitthvað er. Við Vinstri græn þorum að glíma við erfiðar aðstæður og erfið verkefni. Við þorum að setja mál á dagskrá - og takast á við kröfuharða sérhagsmunahópa - og halda fram hagsmunum heildarinnar. Borgin þarf á Vinstrihreyfingunni - grænu framboði að halda. Nú sem aldrei fyrr.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun