Öruggari og skemmtilegri miðborg 12. janúar 2010 06:00 Sóley Tómasdóttir skrifar um borgarmál Miðborg Reykjavíkur hefur upp á svo miklu meira að bjóða en bara verslun og þjónustu. Líflegur Austurvöllur og endurnar á tjörninni, höfnin, Hljómskálagarðurinn og Bakarabrekkan hafa aðdráttarafl með tilveru sinni einni saman. Þessir staðir eru þó mest sóttir að sumarlagi og því oft helst til dauflegt um að litast í miðborginni á köldum vetrardögum. Þessu má auðveldlega breyta. Útivist og hreyfing að vetrarlagi þarf ekki að kalla á ferðalög til fjalla eða heiða. Arnarhóll er ein besta fjölskyldusleðabrekka á landinu, á tjörninni geta verið frábærar aðstæður til skautaiðkunar og Hljómskálagarðurinn er ekki síður fallegur á vetrum. Miðborgin á að geta verið lífleg og skemmtileg allan ársins hring. Allt fram að lokum seinni heimstyrjaldar voru tilkynningar frá lögreglustjóra um sleðaferðir barna algengar í dagblöðum. Öll umferð bifreiða var þá bönnuð á ákveðnum götum og börnin gátu frjáls og áhyggjulaus stundað þessa vinsælu iðju. Sambærilegar tilraunir voru gerðar á sjötta áratugnum, en siðurinn er með öllu aflagður í dag. Hvers vegna er ekki vitað - en ólíklegt verður að teljast að það hafi verið vegna áhugaskorts meðal barna. Á undanförnum misserum hafa borgaryfirvöld aftur tekið upp á því að loka götum fyrir bílum. Pósthússtræti hefur nú verið lokað með reglulegu millibili að sumarlagi við góðar undirtektir og tilraunir með lokun Laugavegarins sl. haust gengu framar vonum. Í dag munu Vinstri græn leggja fram tillögu í umhverfisráði Reykjavíkur um lokun Lækjargötu frá Hverfisgötu að Geirsgötu þegar aðstæður eru til sleðaferða á Arnarhóli. Lokunin yrði þannig hluti af grænum skrefum borgarinnar og yrði án efa til þess að skapa fjölbreyttara líf í miðborginni, fjölga útivistarmöguleikum barna og fjölskyldna og hvetja fólk til útivistar og hreyfingar yfir vetrartímann. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sóley Tómasdóttir skrifar um borgarmál Miðborg Reykjavíkur hefur upp á svo miklu meira að bjóða en bara verslun og þjónustu. Líflegur Austurvöllur og endurnar á tjörninni, höfnin, Hljómskálagarðurinn og Bakarabrekkan hafa aðdráttarafl með tilveru sinni einni saman. Þessir staðir eru þó mest sóttir að sumarlagi og því oft helst til dauflegt um að litast í miðborginni á köldum vetrardögum. Þessu má auðveldlega breyta. Útivist og hreyfing að vetrarlagi þarf ekki að kalla á ferðalög til fjalla eða heiða. Arnarhóll er ein besta fjölskyldusleðabrekka á landinu, á tjörninni geta verið frábærar aðstæður til skautaiðkunar og Hljómskálagarðurinn er ekki síður fallegur á vetrum. Miðborgin á að geta verið lífleg og skemmtileg allan ársins hring. Allt fram að lokum seinni heimstyrjaldar voru tilkynningar frá lögreglustjóra um sleðaferðir barna algengar í dagblöðum. Öll umferð bifreiða var þá bönnuð á ákveðnum götum og börnin gátu frjáls og áhyggjulaus stundað þessa vinsælu iðju. Sambærilegar tilraunir voru gerðar á sjötta áratugnum, en siðurinn er með öllu aflagður í dag. Hvers vegna er ekki vitað - en ólíklegt verður að teljast að það hafi verið vegna áhugaskorts meðal barna. Á undanförnum misserum hafa borgaryfirvöld aftur tekið upp á því að loka götum fyrir bílum. Pósthússtræti hefur nú verið lokað með reglulegu millibili að sumarlagi við góðar undirtektir og tilraunir með lokun Laugavegarins sl. haust gengu framar vonum. Í dag munu Vinstri græn leggja fram tillögu í umhverfisráði Reykjavíkur um lokun Lækjargötu frá Hverfisgötu að Geirsgötu þegar aðstæður eru til sleðaferða á Arnarhóli. Lokunin yrði þannig hluti af grænum skrefum borgarinnar og yrði án efa til þess að skapa fjölbreyttara líf í miðborginni, fjölga útivistarmöguleikum barna og fjölskyldna og hvetja fólk til útivistar og hreyfingar yfir vetrartímann. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar