Mikilvæg vitneskja um eldvirkni Ari Trausti Guðmundsson skrifar 7. desember 2010 06:30 Eldgos eru algengt umræðuefni um þessar mundir og oft spurt: - Hvar gýs næst? Af nógu er að taka. Eldvirku svæðin á Íslandi ná yfir um fjórðung af flatarmáli landsins. Þar eru ein 30 eldstöðvakerfi, hvert með fleiri en einni eldstöð og menjum um mörg eldgos. Tíðni eldgosa á Íslandi er há eða um 30 gos að lágmarki á öld. Núna er t.d. horft til Heklu og Grímsvatna sem eru komin í "skotstöðu" miðað við gögn úr jarðeðlisfræðilegum mælingum fyrir síðustu eldsumbrot þar. Menn líta á kvikusöfnun undir Kötlu og norðvestanverðum Vatnajökli og nágrenni (í Bárðarbungukerfinu) og túlkun athuganna á svæði austan við Öskju benda til kvikuflutninga á töluverðu dýpi. Svo koma til aðrir staðir þar sem eitthvað kann að vera í uppsiglingu. Margir muna Kröfluelda 1975-1984 en þá urðu níu fremur lítil eldgos á níu árum eftir hressilega plötuskriðshrinu (landgliðnun) í eldstöðvakerfinu sem kennt er við megineldstöðina Kröflu. Allt voru þetta hefðbundin sprungugos með hraunrennsli. Þau efldust með hverju gosi, en teljast samt lítil eða fremur lítil, og gossprungur lengdust í norður. Þetta er ágætt að hafa í huga þegar menn horfa til Suðvesturlands. Jarðhræringar eru tíðar á Reykjanesskaga. Þar eru fjögur eldstöðvakerfi með tilheyrandi sprungusvæðum og það austasta hreykir Hengli, ungri megineldstöð, en hin bera ekki þróuð eldfjöll. Mikið af sprungum á skaganum stefnir í norðaustur, innan eldstöðvakerfanna. Þar skelfur alloft og stundum gýs, einmitt í hrinum ekki ólíkum Kröflueldum. Svo er annað sett af sprungum að finna á skaganum. Þær stefna norður og einnig þar skelfur jörð en gýs ekki. Ástæðu þessarar tvískiptingar er m.a. að finna í þeirri staðreynd að plötuskilin á skaganum eru þvinguð og beygð til austurs en tengjast þar á Suðurlandsskjáftabeltinu og Hengilskerfinu. Saga eldvirkni á Reykjanesskaga eftir lok síðasta jökulskeiðs (á umliðinum 12.000 ár eða svo) er fjölbreytt. Fyrstu árþúsundin voru svokölluð dyngjugos algeng, með þunnfljótandi hrauni. Einnig kom þá upp jarðeldur á sprungum með bæði þunn- og þykkfljótandi hraunum, í öllum kerfunum. Eftir því sem lengra leið á hlýðskeiðið hurfu dyngjugosin úr sögunni og slitnar gígaraðir á sprungum urðu algengust nýju eldstöðvarnar. Jarðeldurinn hefur gjarnan gengið yfir í hrinum, jafnvel svo að fleiri en eitt eldstöðvakerfi hafa verið virk á ólíkum tímum, innan 2-3 alda. Engar “reglur” eru þó algildar. Á milli slíkra eldvirknistímabila eða óróalda virðast líða 500-1000 ár. Lærdómsríkt getur verið að skoða síðasta eldvirknistímabilið á Reykjanesskaganum. Þá kom upp jarðeldur beggja vegna Bláfjalla á 10. og 11. öld (t.d. Eldborgir með Svínahraunsbruna og eldstöðvar nálægt skíðasvæðunum). Hraun runnu m.a. í átt að Heiðmörk og Húsfelli en enduðu fjarri núverandi byggð. Á 12. öld brunnu Krýsuvíkureldar á gossprungum sem teygðu sig með hléum frá Ögmundarhrauni, um dalinn vestan við Sveifluháls, að Helgafelli við Hafnarfjörð. Þá náði hraun til sjávar bæði sunnan og norðan á skaganum. Á fyrri hluta 13. aldar hrökk Reykjaneskerfið í gang með gjóskugosi í sjó og hraungosum úr sprungum rétt hjá Reykjanesvirkjun, í Eldvörpum og t.d. við Svartsengi. Hraun við Grindavík er aftur á móti forsögulegt og yngsta gossprungan í Hengilskerfinu (nær frá Hellisheiði, sundurslitin um fjallið til Nesjavallasvæðins og Sandeyjar í Þingvallavatni) er um 2.000 ára. Á þetta er minnt í þessum stutta pistli til að ítreka löngu fenginn fróðleik um eldvirkni í nágrenni mesta þéttbýlis landsins. Þekking er ávallt mikilvæg. Hún getur mildað óþarfa áhyggjur núna eða of sterk viðbrögð síðar, sjáist til jarðelds á Reykjanesskaga. Eldgos í einhverju eldstöðvakerfa skagans getur gengið um garð án teljandi tjóns en það getur líka verið varasamt og valdið tjóni. Kerfin eru vöktuð og landsmenn vissulega undir eitt og annað búnir. Betra er að minna á staðreyndir en að láta eins og ekkert sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Sjá meira
Eldgos eru algengt umræðuefni um þessar mundir og oft spurt: - Hvar gýs næst? Af nógu er að taka. Eldvirku svæðin á Íslandi ná yfir um fjórðung af flatarmáli landsins. Þar eru ein 30 eldstöðvakerfi, hvert með fleiri en einni eldstöð og menjum um mörg eldgos. Tíðni eldgosa á Íslandi er há eða um 30 gos að lágmarki á öld. Núna er t.d. horft til Heklu og Grímsvatna sem eru komin í "skotstöðu" miðað við gögn úr jarðeðlisfræðilegum mælingum fyrir síðustu eldsumbrot þar. Menn líta á kvikusöfnun undir Kötlu og norðvestanverðum Vatnajökli og nágrenni (í Bárðarbungukerfinu) og túlkun athuganna á svæði austan við Öskju benda til kvikuflutninga á töluverðu dýpi. Svo koma til aðrir staðir þar sem eitthvað kann að vera í uppsiglingu. Margir muna Kröfluelda 1975-1984 en þá urðu níu fremur lítil eldgos á níu árum eftir hressilega plötuskriðshrinu (landgliðnun) í eldstöðvakerfinu sem kennt er við megineldstöðina Kröflu. Allt voru þetta hefðbundin sprungugos með hraunrennsli. Þau efldust með hverju gosi, en teljast samt lítil eða fremur lítil, og gossprungur lengdust í norður. Þetta er ágætt að hafa í huga þegar menn horfa til Suðvesturlands. Jarðhræringar eru tíðar á Reykjanesskaga. Þar eru fjögur eldstöðvakerfi með tilheyrandi sprungusvæðum og það austasta hreykir Hengli, ungri megineldstöð, en hin bera ekki þróuð eldfjöll. Mikið af sprungum á skaganum stefnir í norðaustur, innan eldstöðvakerfanna. Þar skelfur alloft og stundum gýs, einmitt í hrinum ekki ólíkum Kröflueldum. Svo er annað sett af sprungum að finna á skaganum. Þær stefna norður og einnig þar skelfur jörð en gýs ekki. Ástæðu þessarar tvískiptingar er m.a. að finna í þeirri staðreynd að plötuskilin á skaganum eru þvinguð og beygð til austurs en tengjast þar á Suðurlandsskjáftabeltinu og Hengilskerfinu. Saga eldvirkni á Reykjanesskaga eftir lok síðasta jökulskeiðs (á umliðinum 12.000 ár eða svo) er fjölbreytt. Fyrstu árþúsundin voru svokölluð dyngjugos algeng, með þunnfljótandi hrauni. Einnig kom þá upp jarðeldur á sprungum með bæði þunn- og þykkfljótandi hraunum, í öllum kerfunum. Eftir því sem lengra leið á hlýðskeiðið hurfu dyngjugosin úr sögunni og slitnar gígaraðir á sprungum urðu algengust nýju eldstöðvarnar. Jarðeldurinn hefur gjarnan gengið yfir í hrinum, jafnvel svo að fleiri en eitt eldstöðvakerfi hafa verið virk á ólíkum tímum, innan 2-3 alda. Engar “reglur” eru þó algildar. Á milli slíkra eldvirknistímabila eða óróalda virðast líða 500-1000 ár. Lærdómsríkt getur verið að skoða síðasta eldvirknistímabilið á Reykjanesskaganum. Þá kom upp jarðeldur beggja vegna Bláfjalla á 10. og 11. öld (t.d. Eldborgir með Svínahraunsbruna og eldstöðvar nálægt skíðasvæðunum). Hraun runnu m.a. í átt að Heiðmörk og Húsfelli en enduðu fjarri núverandi byggð. Á 12. öld brunnu Krýsuvíkureldar á gossprungum sem teygðu sig með hléum frá Ögmundarhrauni, um dalinn vestan við Sveifluháls, að Helgafelli við Hafnarfjörð. Þá náði hraun til sjávar bæði sunnan og norðan á skaganum. Á fyrri hluta 13. aldar hrökk Reykjaneskerfið í gang með gjóskugosi í sjó og hraungosum úr sprungum rétt hjá Reykjanesvirkjun, í Eldvörpum og t.d. við Svartsengi. Hraun við Grindavík er aftur á móti forsögulegt og yngsta gossprungan í Hengilskerfinu (nær frá Hellisheiði, sundurslitin um fjallið til Nesjavallasvæðins og Sandeyjar í Þingvallavatni) er um 2.000 ára. Á þetta er minnt í þessum stutta pistli til að ítreka löngu fenginn fróðleik um eldvirkni í nágrenni mesta þéttbýlis landsins. Þekking er ávallt mikilvæg. Hún getur mildað óþarfa áhyggjur núna eða of sterk viðbrögð síðar, sjáist til jarðelds á Reykjanesskaga. Eldgos í einhverju eldstöðvakerfa skagans getur gengið um garð án teljandi tjóns en það getur líka verið varasamt og valdið tjóni. Kerfin eru vöktuð og landsmenn vissulega undir eitt og annað búnir. Betra er að minna á staðreyndir en að láta eins og ekkert sé.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar