Viðurkenning stjórnvalda á Icesave 20. febrúar 2010 06:00 Kristinn H. Gunnarsson skrifar um Icesave. Sigurður Líndal skrifar í Fréttablaðið og fer fram á að ég rökstyðji fullyrðingu mína í Morgunblaðinu að íslensk stjórnvöld hafi fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingu innstæðnanna á Icesave reikningunum. Það er mér ljúft að gera. Fyrst er að nefna samkomulag milli hollenskra og íslenskra stjórnvalda frá 13. október 2008. Það kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarki 20.887 evrur, segir í fréttatilkynningu. Næst er samkomulag við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta 16. nóvember 2008. Það felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Fram kemur í fréttatilkynningu sama dag um málið að kostnaður, umfram það sem eignir bankanna hrökkvi til, muni falla á ríkissjóð. Í báðum tilvikum eru um formlegar og bindandi yfirlýsingar að ræða fyrir framkvæmdavaldið. Þar með tel ég mig hafa fært rök fyrir fullyrðingu minni. En Sigurður fer fram á að ég tilgreini yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda sem skuldbinda íslenska ríkið fyrir Icesave innstæðunum. Það fullyrti ég ekki , heldur að stjórnvöld hefðu fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingunni. Það er annað mál hvort þær viðurkenningar skuldbinda ríkið. Eins og Sigurður nefnir getur þurft að koma til samþykkis Alþingis til þess að gjörðir ráðherra öðlist gildi og bindi ríkið. En það er þó ekki einhlítt. Fjármálaráðherra undirritar kjarasamninga og við það öðlast þeir gildi. Ef Alþingi veitir ekki nægu fé til þess að standa við samningana halda þeir engu að síður gildi sínu. Launþegarnir geta væntanlega leitað til dómstóla og fengið dæmd vangreidd laun með þeim rökum að undirritun ráðherra skuldbindur ríkið. Áratugalangur samningur milli ríkis og Reykjavíkurborgar um tugmilljarða króna útgjöld úr ríkissjóði til þess að reisa og reka Tónlistarhús var aðeins undirritaður af tveimur ráðherrum fyrir hönd ríkisins en kom ekki fyrir Alþingi. En rétt er samt að svara Sigurði og benda á það sem skuldbindur ríkið í þessu máli. Samþykkt Alþingis frá 5. desember 2008 felur ríkisstjórninni að leiða til lykta samninga við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á grundvelli fyrirliggjandi viljayfirlýsingar íslensku ríkisstjórnarinnar. Þar með staðfestir Alþingi áðurnefndar yfirlýsingar stjórnvalda um ábyrgð ríkisins á Icesave innstæðunum og gerir þær að sínum. Þar með tel ég að ábyrgð ríkisins sé orðin óvéfengjanleg, hafi hún ekki legið fyrir áður. Icesave innstæðueigandi sem ekki fengi lágmarkstryggingu greidda gæti höfðað mál fyrir íslenskum dómstól og fengið sér hana dæmda. Það er hins vegar skoðun mín að íslensk lög séu alveg skýr í þessum efnum. Innstæðueigendur eiga að fá lágmarkstrygginguna greidda hvað sem á dynur. Í 10. grein laga um innstæðutryggingar eru fortakslaus fyrirmæli til sjóðsins að bæta lágmarkið að fullu. Lögin veita enga undanþágu frá þessari tryggingu, hvorki á grundvelli fjárskorts né almennra erfiðleika fjármálafyrirtækja. Eigi Tryggingarsjóðurinn ekki fyrir kröfunni þá er honum heimilt að taka lán og dugi það ekki til þá verður sá sem gaf lagatrygginguna, það er ríkið sjálft, að hlaupa undir bagga. Það hefur ábyrgð í för með sér að setja lög. Lög skuldbinda ríkisvaldið. Yfirlýsingar um réttindi til handa einstaklingum gilda meðan lögin eru í gildi. Það er dapurlegur málflutningur að halda því fram að þegar á reyni þá eigi lagaákvæðin ekki við og þetta og hitt eigi að valda því að ekkert er að marka gildandi lög, nema fyrir suma, sums staðar. Það er efni í aðra grein að rekja nánar hvers vegna það er mín niðurstaða að lög standi til þess að Icesave innstæðueigendur eigi rétt á lágmarkstryggingu. En að lokum vil ég benda á að ríkisvaldið getur innheimt þann kostnað sem á það fellur vegna Icesave. Áfram verður innheimt gjald í Tryggingarsjóðinn og ef menn læra af reynslunni má vonast til þess að næstu áratugi verði ekki áföll í fjármálakerfinu sem lendi á Tryggingarsjóðnum. Eðlilegt er að hækka gjald fjármálafyrirtækjanna og á löngum tíma er hægt að innheimta útlagðan kostnað ríkissjóðs. Það mun væntanlega hafa í för með sér eitthvað minni ávinning sparifjáreigenda en hófleg innheimta á ekki að leiða til vandræða, sérstaklega ef sparifé er að minnsta kosti jafnöruggt hér á landi og erlendis. Ef það verður ofan á að neita ábyrgð á innstæðum verða áhrifin miklu alvarlegri en ætla má í fljótu bragði. Íslenskir sparifjáreigendur mun þá leita til útlanda í öryggið. Það verður dýrt fyrir landsmenn. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson skrifar um Icesave. Sigurður Líndal skrifar í Fréttablaðið og fer fram á að ég rökstyðji fullyrðingu mína í Morgunblaðinu að íslensk stjórnvöld hafi fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingu innstæðnanna á Icesave reikningunum. Það er mér ljúft að gera. Fyrst er að nefna samkomulag milli hollenskra og íslenskra stjórnvalda frá 13. október 2008. Það kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarki 20.887 evrur, segir í fréttatilkynningu. Næst er samkomulag við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta 16. nóvember 2008. Það felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Fram kemur í fréttatilkynningu sama dag um málið að kostnaður, umfram það sem eignir bankanna hrökkvi til, muni falla á ríkissjóð. Í báðum tilvikum eru um formlegar og bindandi yfirlýsingar að ræða fyrir framkvæmdavaldið. Þar með tel ég mig hafa fært rök fyrir fullyrðingu minni. En Sigurður fer fram á að ég tilgreini yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda sem skuldbinda íslenska ríkið fyrir Icesave innstæðunum. Það fullyrti ég ekki , heldur að stjórnvöld hefðu fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingunni. Það er annað mál hvort þær viðurkenningar skuldbinda ríkið. Eins og Sigurður nefnir getur þurft að koma til samþykkis Alþingis til þess að gjörðir ráðherra öðlist gildi og bindi ríkið. En það er þó ekki einhlítt. Fjármálaráðherra undirritar kjarasamninga og við það öðlast þeir gildi. Ef Alþingi veitir ekki nægu fé til þess að standa við samningana halda þeir engu að síður gildi sínu. Launþegarnir geta væntanlega leitað til dómstóla og fengið dæmd vangreidd laun með þeim rökum að undirritun ráðherra skuldbindur ríkið. Áratugalangur samningur milli ríkis og Reykjavíkurborgar um tugmilljarða króna útgjöld úr ríkissjóði til þess að reisa og reka Tónlistarhús var aðeins undirritaður af tveimur ráðherrum fyrir hönd ríkisins en kom ekki fyrir Alþingi. En rétt er samt að svara Sigurði og benda á það sem skuldbindur ríkið í þessu máli. Samþykkt Alþingis frá 5. desember 2008 felur ríkisstjórninni að leiða til lykta samninga við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á grundvelli fyrirliggjandi viljayfirlýsingar íslensku ríkisstjórnarinnar. Þar með staðfestir Alþingi áðurnefndar yfirlýsingar stjórnvalda um ábyrgð ríkisins á Icesave innstæðunum og gerir þær að sínum. Þar með tel ég að ábyrgð ríkisins sé orðin óvéfengjanleg, hafi hún ekki legið fyrir áður. Icesave innstæðueigandi sem ekki fengi lágmarkstryggingu greidda gæti höfðað mál fyrir íslenskum dómstól og fengið sér hana dæmda. Það er hins vegar skoðun mín að íslensk lög séu alveg skýr í þessum efnum. Innstæðueigendur eiga að fá lágmarkstrygginguna greidda hvað sem á dynur. Í 10. grein laga um innstæðutryggingar eru fortakslaus fyrirmæli til sjóðsins að bæta lágmarkið að fullu. Lögin veita enga undanþágu frá þessari tryggingu, hvorki á grundvelli fjárskorts né almennra erfiðleika fjármálafyrirtækja. Eigi Tryggingarsjóðurinn ekki fyrir kröfunni þá er honum heimilt að taka lán og dugi það ekki til þá verður sá sem gaf lagatrygginguna, það er ríkið sjálft, að hlaupa undir bagga. Það hefur ábyrgð í för með sér að setja lög. Lög skuldbinda ríkisvaldið. Yfirlýsingar um réttindi til handa einstaklingum gilda meðan lögin eru í gildi. Það er dapurlegur málflutningur að halda því fram að þegar á reyni þá eigi lagaákvæðin ekki við og þetta og hitt eigi að valda því að ekkert er að marka gildandi lög, nema fyrir suma, sums staðar. Það er efni í aðra grein að rekja nánar hvers vegna það er mín niðurstaða að lög standi til þess að Icesave innstæðueigendur eigi rétt á lágmarkstryggingu. En að lokum vil ég benda á að ríkisvaldið getur innheimt þann kostnað sem á það fellur vegna Icesave. Áfram verður innheimt gjald í Tryggingarsjóðinn og ef menn læra af reynslunni má vonast til þess að næstu áratugi verði ekki áföll í fjármálakerfinu sem lendi á Tryggingarsjóðnum. Eðlilegt er að hækka gjald fjármálafyrirtækjanna og á löngum tíma er hægt að innheimta útlagðan kostnað ríkissjóðs. Það mun væntanlega hafa í för með sér eitthvað minni ávinning sparifjáreigenda en hófleg innheimta á ekki að leiða til vandræða, sérstaklega ef sparifé er að minnsta kosti jafnöruggt hér á landi og erlendis. Ef það verður ofan á að neita ábyrgð á innstæðum verða áhrifin miklu alvarlegri en ætla má í fljótu bragði. Íslenskir sparifjáreigendur mun þá leita til útlanda í öryggið. Það verður dýrt fyrir landsmenn. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar