Nafli alheimsins Guðmundur Andri Skúlason skrifar 1. júlí 2010 06:45 Þau vöktu athygli, orð Péturs Blöndal alþingismanns, um að skuldarar sæju ekkert nema naflann á sjálfum sér. Þetta er alveg rétt hjá Pétri og merkilegt að hann skuli loks sjá þetta. En það er ekki skrítið að við horfum bara á okkar eigin nafla því að í augum fjármagnseigenda virðist þetta vera nafli alheims. Og í þennan nafla á að sækja aukið rekstrarfé til fjárvana bankakerfis, aukna vexti til handa soltnum sparifjáreigendum og auknar tekjur til gjaldþrota ríkissjóðs. Allar stoðir hins endurreista bankakerfis á að reisa og byggja úr kuskinu úr þessum áhorfða nafla lánþega. Og ef við vogum okkur að spyrja hvort þetta sé ekki pínulítið óréttlátt, þá eru sendir út af örkinni sendisveinar á borð við Þórólf Matthíasson. Hans hlutverk er að skrifa lærðar greinar þess eðlis að verði á skuldara hlustað þá skapi það áður óþekkta stærð fjármagnsflutninga milli stétta. Orðrétt segir Þórólfur í grein sinni í Fréttablaðinu þann, 29. júní: „Afleiðingar af dómi Hæstaréttar um lögmæti svokallaðra myntkörfulána hafa hlotið mikla athygli enda kann í þeim að felast flutningur hundraða milljarða króna milli einstaklinga í hagkerfinu." Það er merkilegt að Þórólfur, Pétur og aðrir fjármagnsverðir, hafi nú af því stórar áhyggjur að einhver tilfærsla verði á fjármagni milli stétta. Ekki heyrðist mikið í þeim þegar vel á annað þúsund milljarðar voru með einni löglausri tilskipun fluttir úr vasa skuldugra skattgreiðenda í vasa þessara sömu fjármagnseigenda og nú má ekki hreyfa við. Og öllum tillögum undirritaðs um að kannski væri nú rétt að skattleggja þá gjafagjörninga er sópað undir borð með þeim orðum að þessi Samtök lánþega séu nú ekkert sérlega ekta. Annað sem er merkilegt við afstöðu fjármagnsvarða er að þegar ríkissjóður lánaði tveimur einkafyrirtækjum tugi milljarða óverðtryggt á 2% vöxtum, þá var það bara allt í lagi. Einkafyrirtækin þökkuðu fyrir sig með því að eignfæra í bókum sínum mismun á markaðsvöxtum og þessum gjafavöxtum. Síðan var sú eign veðsett. Ef við aftur á móti, skuldugir borgarar, gerumst svo frakkir að krefja fjármálafyrirtækin um að orð og samningar skuli standa þá stekkur sjálfur efnahags- og viðskiptaráðherrann upp á hæsta stólinn í ráðuneytinu og byrjar að tala um réttlæti. Segir að í því felist hróplegt ranglæti ef umsamdir samningsvextir standi eftir þegar búið er að dæma gengistryggingu ólögmæta. Ég bara verð að viðurkenna að ég skil ekki af hverju það er óréttlátt að lánþegar greiði fjármálafyrirtækjum til baka umsaminn höfuðstól á umsömdum samningsvöxtum. En á sama tíma sé í lagi að almenningur láni þessum sömu fyrirtækjum tugi milljarða á óverðtryggðum 2% vöxtum. Það er því ekki skrítið að við horfum stanslaust í eigin nafla Pétur. Við erum nefnilega að leita að öllum þessum peningum sem þú og þínir líkar sjáið endalaust þarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Sjá meira
Þau vöktu athygli, orð Péturs Blöndal alþingismanns, um að skuldarar sæju ekkert nema naflann á sjálfum sér. Þetta er alveg rétt hjá Pétri og merkilegt að hann skuli loks sjá þetta. En það er ekki skrítið að við horfum bara á okkar eigin nafla því að í augum fjármagnseigenda virðist þetta vera nafli alheims. Og í þennan nafla á að sækja aukið rekstrarfé til fjárvana bankakerfis, aukna vexti til handa soltnum sparifjáreigendum og auknar tekjur til gjaldþrota ríkissjóðs. Allar stoðir hins endurreista bankakerfis á að reisa og byggja úr kuskinu úr þessum áhorfða nafla lánþega. Og ef við vogum okkur að spyrja hvort þetta sé ekki pínulítið óréttlátt, þá eru sendir út af örkinni sendisveinar á borð við Þórólf Matthíasson. Hans hlutverk er að skrifa lærðar greinar þess eðlis að verði á skuldara hlustað þá skapi það áður óþekkta stærð fjármagnsflutninga milli stétta. Orðrétt segir Þórólfur í grein sinni í Fréttablaðinu þann, 29. júní: „Afleiðingar af dómi Hæstaréttar um lögmæti svokallaðra myntkörfulána hafa hlotið mikla athygli enda kann í þeim að felast flutningur hundraða milljarða króna milli einstaklinga í hagkerfinu." Það er merkilegt að Þórólfur, Pétur og aðrir fjármagnsverðir, hafi nú af því stórar áhyggjur að einhver tilfærsla verði á fjármagni milli stétta. Ekki heyrðist mikið í þeim þegar vel á annað þúsund milljarðar voru með einni löglausri tilskipun fluttir úr vasa skuldugra skattgreiðenda í vasa þessara sömu fjármagnseigenda og nú má ekki hreyfa við. Og öllum tillögum undirritaðs um að kannski væri nú rétt að skattleggja þá gjafagjörninga er sópað undir borð með þeim orðum að þessi Samtök lánþega séu nú ekkert sérlega ekta. Annað sem er merkilegt við afstöðu fjármagnsvarða er að þegar ríkissjóður lánaði tveimur einkafyrirtækjum tugi milljarða óverðtryggt á 2% vöxtum, þá var það bara allt í lagi. Einkafyrirtækin þökkuðu fyrir sig með því að eignfæra í bókum sínum mismun á markaðsvöxtum og þessum gjafavöxtum. Síðan var sú eign veðsett. Ef við aftur á móti, skuldugir borgarar, gerumst svo frakkir að krefja fjármálafyrirtækin um að orð og samningar skuli standa þá stekkur sjálfur efnahags- og viðskiptaráðherrann upp á hæsta stólinn í ráðuneytinu og byrjar að tala um réttlæti. Segir að í því felist hróplegt ranglæti ef umsamdir samningsvextir standi eftir þegar búið er að dæma gengistryggingu ólögmæta. Ég bara verð að viðurkenna að ég skil ekki af hverju það er óréttlátt að lánþegar greiði fjármálafyrirtækjum til baka umsaminn höfuðstól á umsömdum samningsvöxtum. En á sama tíma sé í lagi að almenningur láni þessum sömu fyrirtækjum tugi milljarða á óverðtryggðum 2% vöxtum. Það er því ekki skrítið að við horfum stanslaust í eigin nafla Pétur. Við erum nefnilega að leita að öllum þessum peningum sem þú og þínir líkar sjáið endalaust þarna.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun