Körfubolti

Kobe Bryant þakkar Michael Jackson fyrir góð ráð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant.
Kobe Bryant. Mynd/AP
Kobe Bryant hefur nú viðurkennt að einn af mentorum hans, þegar hann var ungur leikmaður að stíga sín fyrstu skref í NBA-deildinni, hafi verið enginn annar en Konungur popsins, Michael Jackson. Jackson sá sjálfan sig í Kobe Bryant og vildi veita honum góð ráð sem Kobe segir nú hafa reynst sér vel.

Þeir Kobe og Michael Jackson eyddu miklum tíma saman á Neverland-búgarðinum þegar Kobe var aðeins 18 ára gamall og nýkominn til Los Angeles Lakers liðsins en síðan hefur Kobe unnið fimm meistaratitla með Lakers og er í dag kominn í hóp allra bestu leikmanna sem hafa spilað í NBA-deildinni frá upphafi.

„Þetta hljómar örugglega skrítið en þetta er satt. Michael Jackson hjálpaði mér mikið á þessum tíma," sagði Kobe Bryant.

Kobe Bryant fékk ráð frá Jackson hvernig það væri að lifa með sviðsljósinu og hvernig væri best rækta hæfileika sína. Það leyndist engum hversu efnilegur Kobe var á þessum tíma og því var komin mikil pressa á hann strax í upphafi ferilsins.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×