Körfubolti

Ron Artest ætlar að setja NBA-meistarahringinn sinn á uppboð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ron Artest í leik með Lakers á síðasta tímabili.
Ron Artest í leik með Lakers á síðasta tímabili. Mynd/AP
Körfuboltamaðurinn Ron Artest segist vera klár í verkefnið að vinna annan NBA-meistaratitil með Los Angeles Lakers ekki síst þar sem hann ætlar að gefa meistarahringinn sem hann fékk fyrir sigurinn á síðasta tímabili.

Ron Artest ætlar að halda uppboð á fyrsta meistarahringnum sínum og gefa ágóðan til góðs málefnis. Peningurinn mun fara í það að efla aðstoð fyrir nemendur með andleg vandamál. Artest ætlar að halda risastórt uppboð og selja inn. H

Honum hefur verið boðið á mill 50 og 100 þúsund dollara fyrir hringinn, á bilinu 5,8 til 11,7 milljónir íslenskra króna, en Artesy segist stefna á það að fá miklu meira fyrir hringinn sinn.

„Ég er enn á eftir mínum fyrsta hring. Ég mun ekki eiga hring þegar tímabilið byrjar og ég vil virkilega eignast hring," sagði Ron Artest sem eins og alltaf fer sínar eigin leiðir í lífinu.

„Þessi hringur var í boði mín en sá næsti verður fyrir mig," sagði Ron Artest sem varð meistari á sínu fyrsta ári með Los Angeles Lakers. Hann þakkaði meðal annars sálfræðingi sínum fyrir hjálpina í úrslitakeppninni.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×