Systir Hannesar: Gunnar vissi nákvæmlega hvað hann var að gera 19. nóvember 2010 18:58 „Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og hann á að gjalda fyrir það," segir systir Hannesar Þórs Helgasonar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem í dag játaði fyrir dómara að hafa myrt Hannes á hrottafenginn hátt. Andrúmsloftið var vægast sagt rafmagnað við þingfestingu málsins í héraðsdómi. Málið hófst formlega fyrir dómstólum þegar það var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Gunnar sem ákærður er í málinu játaði verknaðinn. Gæsluvarðhald yfir honum var einnig framlengt um fjórar vikur. Andrúmsloftið í héraðsdómi var rafmagnað þegar Gunnar Rúnar gekk í dómssalinn. Systur Hannesar heitins sátu á fremsta bekki og hlustuðu á hann játa verknaðinn, eins og honum er lýst í ákæru. Þar kemur fram að Gunnar hafi banað Hannesi með því að stinga hann ítrekað með hnífi í brjóst, bak, háls, andlit, handleggi og hendur. Verjandi Gunnars fór fram á að þinghald yrði lokað við aðalmeðferð málsins og vitnað þar í grein laga sem heimilar dómara að loka þinghöldum. Hún segir ljóst að viðkæmvar upplýsingar eigi eftir að koma fram meðal annars hjá geðlæknum. Fyrst og fremst sé verið að hugsa um Gunnar sjálfan og ekki síst fjölskyldu hans. Gunnar Rúnar hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 27. ágúst og segist Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi hans, búast við mjög erfiðum réttarhöldum. „Hann hefur það náttúrulega ekki gott, sem eðlilegt er," segir Guðrún Sesselja. Saksóknari mótmælti ekki kröfunni um lokað þinghald og það eru systur Hannesar mjög ósáttar með. „Ég vil náttúrulega hafa þinghaldið opið eins og þinghöld eiga að vera. Ég get ekki skilið það að það sé verið að hlífa sakborningi og fjölskyldu hans en ekki minni fjölskyldu. Ég er systir Hannesar og ég þoli alveg að hafa opið réttarhald," segir Kristín Helgadóttir, systir Hannesar. „Sakborningur valdi sér þetta. Ég valdi þetta ekki, né Hannes bróðir minn þannig að mér finnst mjög skrýtið að saksóknari mótmæli ekki einu sinni lokuðu réttarhaldi." Aðspurð segir Kristín að sér hafi liðið mjög illa að sjá Gunnar ganga inn í réttarsalinn í dag. „Ég get ekki séð að neitt sé að þessum dreng. Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og hann á að gjalda fyrir það. Þess vegna eiga að vera opin réttarhöld. Við búum ennþá á Íslandi." Tengdar fréttir Kærasta Hannesar krefur Gunnar Rúnar um miskabætur Fyrrverandi kærasta Hannesar Þórs Hafsteinssonar, og vinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, krefst þess að Gunnar Rúnar greiði henni 2,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta. 19. nóvember 2010 14:13 Gunnar Rúnar ákærður fyrir manndráp: „Ég játa“ Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði í dómssal að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnari Rúnari var birt ákæran fyrir stundi í Héraðsdómi Reykjanesi. Spurður um afstöðu hans til ákæruatriða sagði hann: „Ég játa.“ 19. nóvember 2010 13:52 Hafnaði bótakröfu konunnar sem hann elskaði Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafnaði bótakröfu, sem unnusta Hannesar Þórs Helgasonar heitins lagði fram, en samþykkti athugasemdarlaust bótakröfur foreldra Hannesar. Kröfurnar voru jafn háar, eða tvær og hálf milljón króna hver. 19. nóvember 2010 14:38 Gunnar Rúnar fyrir rétt í dag Mál Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana um miðjan ágúst, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. 19. nóvember 2010 09:06 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
„Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og hann á að gjalda fyrir það," segir systir Hannesar Þórs Helgasonar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem í dag játaði fyrir dómara að hafa myrt Hannes á hrottafenginn hátt. Andrúmsloftið var vægast sagt rafmagnað við þingfestingu málsins í héraðsdómi. Málið hófst formlega fyrir dómstólum þegar það var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Gunnar sem ákærður er í málinu játaði verknaðinn. Gæsluvarðhald yfir honum var einnig framlengt um fjórar vikur. Andrúmsloftið í héraðsdómi var rafmagnað þegar Gunnar Rúnar gekk í dómssalinn. Systur Hannesar heitins sátu á fremsta bekki og hlustuðu á hann játa verknaðinn, eins og honum er lýst í ákæru. Þar kemur fram að Gunnar hafi banað Hannesi með því að stinga hann ítrekað með hnífi í brjóst, bak, háls, andlit, handleggi og hendur. Verjandi Gunnars fór fram á að þinghald yrði lokað við aðalmeðferð málsins og vitnað þar í grein laga sem heimilar dómara að loka þinghöldum. Hún segir ljóst að viðkæmvar upplýsingar eigi eftir að koma fram meðal annars hjá geðlæknum. Fyrst og fremst sé verið að hugsa um Gunnar sjálfan og ekki síst fjölskyldu hans. Gunnar Rúnar hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 27. ágúst og segist Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi hans, búast við mjög erfiðum réttarhöldum. „Hann hefur það náttúrulega ekki gott, sem eðlilegt er," segir Guðrún Sesselja. Saksóknari mótmælti ekki kröfunni um lokað þinghald og það eru systur Hannesar mjög ósáttar með. „Ég vil náttúrulega hafa þinghaldið opið eins og þinghöld eiga að vera. Ég get ekki skilið það að það sé verið að hlífa sakborningi og fjölskyldu hans en ekki minni fjölskyldu. Ég er systir Hannesar og ég þoli alveg að hafa opið réttarhald," segir Kristín Helgadóttir, systir Hannesar. „Sakborningur valdi sér þetta. Ég valdi þetta ekki, né Hannes bróðir minn þannig að mér finnst mjög skrýtið að saksóknari mótmæli ekki einu sinni lokuðu réttarhaldi." Aðspurð segir Kristín að sér hafi liðið mjög illa að sjá Gunnar ganga inn í réttarsalinn í dag. „Ég get ekki séð að neitt sé að þessum dreng. Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og hann á að gjalda fyrir það. Þess vegna eiga að vera opin réttarhöld. Við búum ennþá á Íslandi."
Tengdar fréttir Kærasta Hannesar krefur Gunnar Rúnar um miskabætur Fyrrverandi kærasta Hannesar Þórs Hafsteinssonar, og vinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, krefst þess að Gunnar Rúnar greiði henni 2,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta. 19. nóvember 2010 14:13 Gunnar Rúnar ákærður fyrir manndráp: „Ég játa“ Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði í dómssal að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnari Rúnari var birt ákæran fyrir stundi í Héraðsdómi Reykjanesi. Spurður um afstöðu hans til ákæruatriða sagði hann: „Ég játa.“ 19. nóvember 2010 13:52 Hafnaði bótakröfu konunnar sem hann elskaði Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafnaði bótakröfu, sem unnusta Hannesar Þórs Helgasonar heitins lagði fram, en samþykkti athugasemdarlaust bótakröfur foreldra Hannesar. Kröfurnar voru jafn háar, eða tvær og hálf milljón króna hver. 19. nóvember 2010 14:38 Gunnar Rúnar fyrir rétt í dag Mál Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana um miðjan ágúst, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. 19. nóvember 2010 09:06 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Kærasta Hannesar krefur Gunnar Rúnar um miskabætur Fyrrverandi kærasta Hannesar Þórs Hafsteinssonar, og vinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, krefst þess að Gunnar Rúnar greiði henni 2,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta. 19. nóvember 2010 14:13
Gunnar Rúnar ákærður fyrir manndráp: „Ég játa“ Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði í dómssal að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnari Rúnari var birt ákæran fyrir stundi í Héraðsdómi Reykjanesi. Spurður um afstöðu hans til ákæruatriða sagði hann: „Ég játa.“ 19. nóvember 2010 13:52
Hafnaði bótakröfu konunnar sem hann elskaði Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafnaði bótakröfu, sem unnusta Hannesar Þórs Helgasonar heitins lagði fram, en samþykkti athugasemdarlaust bótakröfur foreldra Hannesar. Kröfurnar voru jafn háar, eða tvær og hálf milljón króna hver. 19. nóvember 2010 14:38
Gunnar Rúnar fyrir rétt í dag Mál Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana um miðjan ágúst, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. 19. nóvember 2010 09:06