Sama draugasagan Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 29. nóvember 2010 08:27 Níundi áratugurinn, sumarbústaður á Norðurlandi, fimm manna fjölskylda og undarlegt lesefni í boði stéttarfélagsins. Ein bók þar á meðal sem var legið yfir langt fram eftir nóttu. Edgar Cayce og dálestrar hans um fyrri líf. Eftir þessa helgi var ég sannfærð um að við lifðum aftur og aftur. Af áfergju las ég bækur um fólk sem var dáleitt og gat í leiðslunni lýst heimili sínu í smáatriðum sem það átti þremur lífum áður í Rússlandi. Aðrir töluðu reiprennandi ítölsku (sem þeir notuðu í þarsíðasta lífi) sem kunnu annars ekki stakt orð í tungumálinu. Mér þótti þetta magnað. Ekki mörgum árum síðar festi ég kaup á pendúl, sem svaraði spurningum mínum með því að sveiflast í hringi og sagði þar með "já" eða fram og til baka, segjandi "nei". Ég lét konu í nýaldarverslun á Laugaveginum selja mér orkusteina sem áttu að færa mér gott gengi í ástamálum og menntaskólaprófum. Í Borgarkringlunni sálugu keypti ég mér einnig hindurvitni og bábiljur í annarri slíkri verslun. Á tímabili fór ég allra minna ferða með grænan jaspis í vasanum. Í einni rómantískri bíóferð á hundamyndina Beethoven II í Sambíóunum, Álfabakka, var ég með jaspis í brjóstvasanum en missti hann ofan í niðurfallið á vaskinum á salerninu þegar ég fékk mér vatnssopa í hléi. Eftir sýninguna sagði "kærastinn" mér að hann ætti eiginlega tvær kærustur. Stundum hugsa ég til baka og finnst voðalega fyndið að rifja upp þessa tíma, eins og þegar ég ferðaðist í hálftíma með strætó til að heimsækja virðulegan stjörnuspeking á stofu hans, sem hann lyfti á æðra plan með panflautum og reykelsi. Hann blikkaði augunum svo hægt að þau héldust lokuð í nokkrar sekúndur í hvert skipti. Þremur árum síðar varð stjörnuspekingurinn á vegi mínum í hliðargötu af Laugavegi. Hann var þar við allt annars konur iðju síðla nætur; veggjakrot. Í seinni tíð, með aldri og reynslu, hef ég talið mér trú um að leit mín að tilgangi lífsins fari ekki lengur fram eftir svo misgáfulegum leiðum. Ég kemst alltaf betur og betur að því að sú leit er undir svipaðan hatt sett og þá. Í stað þess að kaupa orkusteina hlusta ég á seiðandi rödd sem ég finn á google og reyni að sjálfsdáleiða mig. Neita að sofa vinstra megin í hjónarúminu af því að þar er draugur og bilast úr áhyggjum ef mig dreymir rottur. Það er allur þroskinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Júlía Margrét Alexandersdóttir Skoðanir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Níundi áratugurinn, sumarbústaður á Norðurlandi, fimm manna fjölskylda og undarlegt lesefni í boði stéttarfélagsins. Ein bók þar á meðal sem var legið yfir langt fram eftir nóttu. Edgar Cayce og dálestrar hans um fyrri líf. Eftir þessa helgi var ég sannfærð um að við lifðum aftur og aftur. Af áfergju las ég bækur um fólk sem var dáleitt og gat í leiðslunni lýst heimili sínu í smáatriðum sem það átti þremur lífum áður í Rússlandi. Aðrir töluðu reiprennandi ítölsku (sem þeir notuðu í þarsíðasta lífi) sem kunnu annars ekki stakt orð í tungumálinu. Mér þótti þetta magnað. Ekki mörgum árum síðar festi ég kaup á pendúl, sem svaraði spurningum mínum með því að sveiflast í hringi og sagði þar með "já" eða fram og til baka, segjandi "nei". Ég lét konu í nýaldarverslun á Laugaveginum selja mér orkusteina sem áttu að færa mér gott gengi í ástamálum og menntaskólaprófum. Í Borgarkringlunni sálugu keypti ég mér einnig hindurvitni og bábiljur í annarri slíkri verslun. Á tímabili fór ég allra minna ferða með grænan jaspis í vasanum. Í einni rómantískri bíóferð á hundamyndina Beethoven II í Sambíóunum, Álfabakka, var ég með jaspis í brjóstvasanum en missti hann ofan í niðurfallið á vaskinum á salerninu þegar ég fékk mér vatnssopa í hléi. Eftir sýninguna sagði "kærastinn" mér að hann ætti eiginlega tvær kærustur. Stundum hugsa ég til baka og finnst voðalega fyndið að rifja upp þessa tíma, eins og þegar ég ferðaðist í hálftíma með strætó til að heimsækja virðulegan stjörnuspeking á stofu hans, sem hann lyfti á æðra plan með panflautum og reykelsi. Hann blikkaði augunum svo hægt að þau héldust lokuð í nokkrar sekúndur í hvert skipti. Þremur árum síðar varð stjörnuspekingurinn á vegi mínum í hliðargötu af Laugavegi. Hann var þar við allt annars konur iðju síðla nætur; veggjakrot. Í seinni tíð, með aldri og reynslu, hef ég talið mér trú um að leit mín að tilgangi lífsins fari ekki lengur fram eftir svo misgáfulegum leiðum. Ég kemst alltaf betur og betur að því að sú leit er undir svipaðan hatt sett og þá. Í stað þess að kaupa orkusteina hlusta ég á seiðandi rödd sem ég finn á google og reyni að sjálfsdáleiða mig. Neita að sofa vinstra megin í hjónarúminu af því að þar er draugur og bilast úr áhyggjum ef mig dreymir rottur. Það er allur þroskinn.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun