Styðjum fórnarlömbin Haukur Arnþórsson skrifar 1. júlí 2010 05:30 Með dómi Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar lána hafa augu margra smám saman opnast fyrir þeim veruleika sem íslensk fórnarlömb íslenska fjármálakerfisins hafa mátt búa við. Þau hafa ekki einvörðungu þurft að standa seljanda full skil á verði bifreiða sinna, íbúða eða húsa, heldur einnig átt að greiða fjármálastofnunum sem lánuðu þeim, jafnvel jafn háa eða enn hærri upphæð eða vera í skuldafjötrum þeirra það sem eftir lifir ævinnar ella. Ásælni íslenskra bankamanna í sparifé hollensks og bresks almennings eru smámunir miðað við það sem gerðist hér innanlands, nema hvað hér voru það ekki sparifjáreigendur sem töpuðu, nema helst þeir sem áttu í sjóðum, heldur lántakendur. Á sama tíma og fjármálafyrirtækin veðjuðu á móti krónunni urðu viðskiptavinir þeirra að taka lán með gagnstæðum formerkjum og þótt fjármálafyrirtækin mótmæltu því í þinginu að gengistrygging lána væri gerð ólögleg, hófu þau slík útlán á sama tíma. Enginn starfsmaður lögfræðideilda fjármálafyrirtækjanna gerði opinberlega athugasemd við það á sínum tíma. Ekki er hægt að hugsa sér að þjóðin hefði getað lifað við það ef dómur Hæstaréttar hefði fallið í aðra átt. Svo einstök er sú aðstaða sem fjármálafyrirtækin komu lántakendum í. Sumt af þessum fórnarlömbum hefur þegar orðið gjaldþrota, misst bifreiðar sínar og íbúðir eða einbýlishús. Þá er mögulegt að atvinnurekstur hafi hætt vegna ólöglegu lánanna, bæði lítilla og stórra aðila. En verst af öllu eru félagsleg áhrif fjármálaofbeldis, þau bitna jafnan á þeim sem minna mega sín svo sem börnum og konum og staðfesta margir prestar að sú sé raunin um þessar mundir. Að því ógleymdu að heiðvirðir menn hafa misst lífsþróttinn og stytt sér aldur vegna þessara lána. Svo sérkennilega vill til að fórnarlömb fjármálafyrirtækjanna hafa orðið pólitísk bitbein og í opinberri umræðu heyrist oft sagt að þau séu „fjárglæframenn“. Ákveðnir stjórnmálaflokkar, einkum þeir sem styðja ríkisstjórnina og þá endurfjármögnun bankanna sem meðal annars byggði á ólöglegum lánum til almennings, hafa reynt að gera þessi fórnarlömb tortryggileg og sagt sem svo að græðgi hafi stýrt gerðum þeirra. Enginn greindur og varkár maður hafi kosið vísitölutryggð lán heldur hafi einstaklingar átt að sjá í gegnum blekkingar bankanna. Því sé eðlilegt að ákveðinn hópur lánþega borgi kaupverð bifreiða sinna, íbúða og húsa margfalt. Sem einhvers konar gjald fyrir græðgi og dómgreindarleysi. Ofan á þetta allt bætist að mögulegt er að ef hagur fórnarlambanna verður réttur, þá falli það að einhverjum hluta á ríkissjóð sem ber ábyrgð á bönkunum og þar með á okkur hin, hin hreinu. Þessi sjónarmið dæma sig að mestu leyti sjálf. Í þeirri samfélagsgerð sem við búum í þykir ekki eðlilegt að aðstaða einstaklinga á lánamarkaði sé þannig, að þeir geti við kaup sín á nauðsynjum svo sem bifreið og húsnæði, farið sér stórfelldlega að voða og spillt framtíð sinni og sinna og lífsgæðum um ókominn tíma. Eru flest ríki okkar heimshluta með opinberan viðbúnað til varnar þessu og þannig er það málefni samfélagsins alls ef útaf bregður um hag almennings á lánamarkaði. Það vekur athygli að enginn ber ábyrgð í þessu máli. Engum hefur verið sagt upp. En þeir lögmenn fjármálastofnananna, sem sjálfir bæði mótmæltu lögunum um bann við gengistryggingu á Alþingi og gengu síðan frá gengistryggðum lánasamningum fyrir viðskiptavini sína, hljóta þó að íhuga stöðu sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Með dómi Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar lána hafa augu margra smám saman opnast fyrir þeim veruleika sem íslensk fórnarlömb íslenska fjármálakerfisins hafa mátt búa við. Þau hafa ekki einvörðungu þurft að standa seljanda full skil á verði bifreiða sinna, íbúða eða húsa, heldur einnig átt að greiða fjármálastofnunum sem lánuðu þeim, jafnvel jafn háa eða enn hærri upphæð eða vera í skuldafjötrum þeirra það sem eftir lifir ævinnar ella. Ásælni íslenskra bankamanna í sparifé hollensks og bresks almennings eru smámunir miðað við það sem gerðist hér innanlands, nema hvað hér voru það ekki sparifjáreigendur sem töpuðu, nema helst þeir sem áttu í sjóðum, heldur lántakendur. Á sama tíma og fjármálafyrirtækin veðjuðu á móti krónunni urðu viðskiptavinir þeirra að taka lán með gagnstæðum formerkjum og þótt fjármálafyrirtækin mótmæltu því í þinginu að gengistrygging lána væri gerð ólögleg, hófu þau slík útlán á sama tíma. Enginn starfsmaður lögfræðideilda fjármálafyrirtækjanna gerði opinberlega athugasemd við það á sínum tíma. Ekki er hægt að hugsa sér að þjóðin hefði getað lifað við það ef dómur Hæstaréttar hefði fallið í aðra átt. Svo einstök er sú aðstaða sem fjármálafyrirtækin komu lántakendum í. Sumt af þessum fórnarlömbum hefur þegar orðið gjaldþrota, misst bifreiðar sínar og íbúðir eða einbýlishús. Þá er mögulegt að atvinnurekstur hafi hætt vegna ólöglegu lánanna, bæði lítilla og stórra aðila. En verst af öllu eru félagsleg áhrif fjármálaofbeldis, þau bitna jafnan á þeim sem minna mega sín svo sem börnum og konum og staðfesta margir prestar að sú sé raunin um þessar mundir. Að því ógleymdu að heiðvirðir menn hafa misst lífsþróttinn og stytt sér aldur vegna þessara lána. Svo sérkennilega vill til að fórnarlömb fjármálafyrirtækjanna hafa orðið pólitísk bitbein og í opinberri umræðu heyrist oft sagt að þau séu „fjárglæframenn“. Ákveðnir stjórnmálaflokkar, einkum þeir sem styðja ríkisstjórnina og þá endurfjármögnun bankanna sem meðal annars byggði á ólöglegum lánum til almennings, hafa reynt að gera þessi fórnarlömb tortryggileg og sagt sem svo að græðgi hafi stýrt gerðum þeirra. Enginn greindur og varkár maður hafi kosið vísitölutryggð lán heldur hafi einstaklingar átt að sjá í gegnum blekkingar bankanna. Því sé eðlilegt að ákveðinn hópur lánþega borgi kaupverð bifreiða sinna, íbúða og húsa margfalt. Sem einhvers konar gjald fyrir græðgi og dómgreindarleysi. Ofan á þetta allt bætist að mögulegt er að ef hagur fórnarlambanna verður réttur, þá falli það að einhverjum hluta á ríkissjóð sem ber ábyrgð á bönkunum og þar með á okkur hin, hin hreinu. Þessi sjónarmið dæma sig að mestu leyti sjálf. Í þeirri samfélagsgerð sem við búum í þykir ekki eðlilegt að aðstaða einstaklinga á lánamarkaði sé þannig, að þeir geti við kaup sín á nauðsynjum svo sem bifreið og húsnæði, farið sér stórfelldlega að voða og spillt framtíð sinni og sinna og lífsgæðum um ókominn tíma. Eru flest ríki okkar heimshluta með opinberan viðbúnað til varnar þessu og þannig er það málefni samfélagsins alls ef útaf bregður um hag almennings á lánamarkaði. Það vekur athygli að enginn ber ábyrgð í þessu máli. Engum hefur verið sagt upp. En þeir lögmenn fjármálastofnananna, sem sjálfir bæði mótmæltu lögunum um bann við gengistryggingu á Alþingi og gengu síðan frá gengistryggðum lánasamningum fyrir viðskiptavini sína, hljóta þó að íhuga stöðu sína.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun