Körfubolti

Dirk Nowitzki áfram hjá Dallas

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Mark Cuban, eigandi Dallas, og Dirk.
Mark Cuban, eigandi Dallas, og Dirk. AP
Dirk Nowitzki hefur skrifað undir nýjan samning við Dallas Mavericks. Þjóðverjinn fær yfir 80 milljónir dollara á fjórum árum fyrir vikið en mörg félög vildu fá hann til sín.

Ráðgjafi hans sagðist vera í skýjunum með samninginn en sá þýski var samningslaus hjá Dallas.

Nowitzki var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar árið 2007 og hefur verið í alls tólf ár í Dallas. Hann er 32 ára og hefur enn ekki unnið titil með félaginu.

Dallas á ekki mikla peninga eftir undir launaþakinu en vonast til að styrkja liðið í sumar. Nowitzki hefði getað fengið 96 milljónir dollara hefði hann heimtað hámarks greiðslu en í staðinn eru peningar eftir fyrir aðra.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×