Körfubolti

NBA í nótt: New York á flugi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nate Robinson fagnar í leiknum í nótt.
Nate Robinson fagnar í leiknum í nótt. Mynd/AP

New York vann í nótt góðan sigur á Charlotte á heimavelli, 97-93, og stefnir nú á að komast í úrslitakeppnina.

Alllt annað er að sjá til New York-liðsins nú en í upphafi tímabilsins þegar liðið vann aðeins einn af fyrstu tíu leikjum sínum.

New York hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og sjö af síðustu tíu. Liðið vantar mjög lítið upp á að komast upp í áttunda sæti Austurdeildarinnar en átta efstu liðin komast í úrslitakeppnina.

Wilson Chandler skoraði 27 stig í leiknum en hann setti niður tvö vítaskot undir lok leiksins sem tryggði New York endanlega sigur í leiknum.

Mestu munaði um 15-0 sprett hjá New York seint í þriðja leikhluta sem hófst þegar liðið var tíu stigum undir, 71-61. Nate Robinson fór mikinn á þessum kafla og skoraði átta stig af þessum fimmtán.

David Lee skoraði 22 stig fyrir New York og Danilo Gallinari sautján. Hjá Charlotte var Stephen Jackson stigahæstur með 26 stig en Ronald Murray kom næstur með 20.

Staðan í deildinni.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×