Jóhanna Sigurðardóttir: Endurbætur á traustum grunni Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2010 06:00 Öll ráðuneyti og stofnanir þeirra hafa tekist á við margvíslegar breytingar í umhverfi sínu í kjölfar hruns bankakerfisins. Í fyrri grein minni fjallaði ég um helstu úrbætur sem nú þegar hefur verið unnið að á vettvangi forsætisráðuneytisins og miða að því að gera umhverfi stjórnmála og stjórnsýslu lýðræðislegra, skilvirkara og traustara. Í þessari síðari grein minni mun ég beina sjónum mínum að sambærilegum umbótaverkefnum sem unnin hafa verið á vettvangi annarra ráðuneyta frá hruni bankakerfisins. • Nýtt efnahags- og viðskiptaráðuneyti, sem sett var á stofn 1. október sl. í því augnamiði að styrkja stjórnun efnahagsmála, færa undir eitt ráðuneyti mikilvægar stofnanir og starfsemi og fækka þannig þeim ráðuneytum sem koma að stjórnun efnahagsmála. • Róttækt frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki hefur verið lagt fram þar sem m.a. er kveðið á um auknar eftirlitsheimildir FME, bann við lánum með veði í hlutabréfum eða stofnfjárbréfum lánveitanda og miklar takmarkanir á lánveitingum til lykilstarfsmanna. Auknar kröfur eru gerðar til stjórnarmanna og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja, heimildir til hvatakerfis og starfslokasaminga verða takmarkaðar. • Hlutafélagalögum og einkahlutafélagalögum hefur verið breytt m.a. með það að markmiði að auka gagnsæi um eignarhald og atkvæðisrétt í hlutafélögum og að jafna kynjahlutföll í stjórnum og meðal starfsfólks. • Frumvarp til laga um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði hefur verið lagt fram. Þar er m.a. lagt til að auknar kröfur verði gerðar til rekstrarfélaga og að strangari reglur gildi um fjárfestingar tengdra aðila til að koma í veg fyrir krosseignatengsl. • Ný stjórn og yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins var skipuð og gagnsæi í störfum þess hefur verið aukið. FME rannsakar nú ýmis mál vegna gruns um brot á lögum sem gilda á fjármálamarkaði og hefur þegar vísað tugum mála til sérstaks saksóknara, efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og embættis ríkissaksóknara. • Miklar breytingar urðu á starfsemi Seðlabankans á sl. ári með nýjum lögum. Auk nýrrar stjórnar bankans var skipuð peningastefnunefnd sem fer með vaxtaákvarðanir bankans. Nú er unnið að langtímastefnumótun á sviði peningamála í Seðlabankanum og boðuð hefur verið heildarendurskoðun á lögum um bankann. • Samningur var gerður við Evu Joly um aðkomu hennar að rannsókn sérstaks saksóknara á atburðum tengdum falli íslensku bankanna. Framlag til rannsóknarinnar var stóraukið, saksóknurum embættisins var fjölgað um þrjá, tugir einstaklinga ráðnir til starfa og ráðherra skipaði einnig sérstakan ríkissaksóknara yfir embættið. • Vegna aukins álags á dómskerfið hafa verið samþykkt lög sem heimila fjölgun héraðsdómara um fimm auk þess sem starfsmönnum embættanna hefur verið fjölgað. • Lagt hefur verið fram frumvarp um breytingu á lögum um dómstóla þar sem lagðar eru til nýjar reglur um fyrirkomulag við skipun dómara, aukið vægi matsnefndar og aðkomu Alþingis þegar ráðherra vill víkja frá tillögum matsnefndar. • Endurreisn viðskiptabankanna tókst mun betur en vonir stóðu til og samkomulag náðist við kröfuhafa gömlu bankanna. Nýju viðskiptabankarnir eru því fullfjármagnaðir og traustir. • Vegna endurreisnar bankakerfisins hefur ríkið sett sér eigandastefnu. Stefnan tekur mið af þeim sérstöku aðstæðum sem skapast hafa við endurreisn bankakerfisins og með henni er leitast við að skapa trúverðugleika og traust á ríkinu sem eiganda fjármálafyrirtækja. • Bankasýsla ríkisins hefur tekið til starfa og sér stofnunin alfarið um samskipti við fjármálafyrirtæki sem tengjast eigandahlutverki ríkisins. Markmiðið er að umsýsla eignarhluta verði fagleg og traust og hafin yfir vafa. • Gerð var könnun á þörf á skatteftirliti í kjölfar bankahrunsins og í framhaldi af henni ákveðið að stórefla skatteftirlit og skattrannsóknir og veitt til þess fé. M.a. var lögleidd skylda fjármálastofnana til að veita skattyfirvöldum allar upplýsingar um eignir, skuldir, tekjur af hvers konar fjármálagjörningum og tekin upp lagaákvæði um skattskyldu aflandsfélaga. Þá hafa verið samþykkt lög sem heimila skattyfirvöldum kyrrsetningu eigna til tryggingar á vangoldnum sköttum vegna mála sem sæta rannsókn. • Lagt hefur verið fram frumvarp um fyrstu heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra. Þar er m.a. að finna reglur um gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum, um ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra og ítarlegri vernd heimildarmanna blaða- og fréttamanna. Margt fleira gæti ég nefnt en í þessum tveimur greinum hef ég farið yfir helstu þætti þeirrar róttæku uppstokkunar sem ríkisstjórnir mínar hafa beitt sér fyrir frá hruni. Því fer fjarri að enn sjái fyrir endann á þessum miklu breytingum og skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis mun án efa benda á brotalamir sem enn hefur ekki verið tekið á. Frá fyrsta degi hafa ríkisstjórnir mínar verið einbeittar í því að breyta lagaumhverfi og vinnubrögðum til að tryggja að mistök fortíðarinnar endurtaki sig ekki og að endurreisnin verði byggð á traustum grunni til framtíðar. Þessu mikilvæga verkefni miðar vel og það er trú mín og vissa að niðurstöður þeirrar yfirgripsmiklu og fordæmalausa rannsóknar á aðdraganda hrunsins sem birtast mun þjóðinni á mánudaginn muni nýtast til enn frekari umbóta í þessum efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Öll ráðuneyti og stofnanir þeirra hafa tekist á við margvíslegar breytingar í umhverfi sínu í kjölfar hruns bankakerfisins. Í fyrri grein minni fjallaði ég um helstu úrbætur sem nú þegar hefur verið unnið að á vettvangi forsætisráðuneytisins og miða að því að gera umhverfi stjórnmála og stjórnsýslu lýðræðislegra, skilvirkara og traustara. Í þessari síðari grein minni mun ég beina sjónum mínum að sambærilegum umbótaverkefnum sem unnin hafa verið á vettvangi annarra ráðuneyta frá hruni bankakerfisins. • Nýtt efnahags- og viðskiptaráðuneyti, sem sett var á stofn 1. október sl. í því augnamiði að styrkja stjórnun efnahagsmála, færa undir eitt ráðuneyti mikilvægar stofnanir og starfsemi og fækka þannig þeim ráðuneytum sem koma að stjórnun efnahagsmála. • Róttækt frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki hefur verið lagt fram þar sem m.a. er kveðið á um auknar eftirlitsheimildir FME, bann við lánum með veði í hlutabréfum eða stofnfjárbréfum lánveitanda og miklar takmarkanir á lánveitingum til lykilstarfsmanna. Auknar kröfur eru gerðar til stjórnarmanna og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja, heimildir til hvatakerfis og starfslokasaminga verða takmarkaðar. • Hlutafélagalögum og einkahlutafélagalögum hefur verið breytt m.a. með það að markmiði að auka gagnsæi um eignarhald og atkvæðisrétt í hlutafélögum og að jafna kynjahlutföll í stjórnum og meðal starfsfólks. • Frumvarp til laga um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði hefur verið lagt fram. Þar er m.a. lagt til að auknar kröfur verði gerðar til rekstrarfélaga og að strangari reglur gildi um fjárfestingar tengdra aðila til að koma í veg fyrir krosseignatengsl. • Ný stjórn og yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins var skipuð og gagnsæi í störfum þess hefur verið aukið. FME rannsakar nú ýmis mál vegna gruns um brot á lögum sem gilda á fjármálamarkaði og hefur þegar vísað tugum mála til sérstaks saksóknara, efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og embættis ríkissaksóknara. • Miklar breytingar urðu á starfsemi Seðlabankans á sl. ári með nýjum lögum. Auk nýrrar stjórnar bankans var skipuð peningastefnunefnd sem fer með vaxtaákvarðanir bankans. Nú er unnið að langtímastefnumótun á sviði peningamála í Seðlabankanum og boðuð hefur verið heildarendurskoðun á lögum um bankann. • Samningur var gerður við Evu Joly um aðkomu hennar að rannsókn sérstaks saksóknara á atburðum tengdum falli íslensku bankanna. Framlag til rannsóknarinnar var stóraukið, saksóknurum embættisins var fjölgað um þrjá, tugir einstaklinga ráðnir til starfa og ráðherra skipaði einnig sérstakan ríkissaksóknara yfir embættið. • Vegna aukins álags á dómskerfið hafa verið samþykkt lög sem heimila fjölgun héraðsdómara um fimm auk þess sem starfsmönnum embættanna hefur verið fjölgað. • Lagt hefur verið fram frumvarp um breytingu á lögum um dómstóla þar sem lagðar eru til nýjar reglur um fyrirkomulag við skipun dómara, aukið vægi matsnefndar og aðkomu Alþingis þegar ráðherra vill víkja frá tillögum matsnefndar. • Endurreisn viðskiptabankanna tókst mun betur en vonir stóðu til og samkomulag náðist við kröfuhafa gömlu bankanna. Nýju viðskiptabankarnir eru því fullfjármagnaðir og traustir. • Vegna endurreisnar bankakerfisins hefur ríkið sett sér eigandastefnu. Stefnan tekur mið af þeim sérstöku aðstæðum sem skapast hafa við endurreisn bankakerfisins og með henni er leitast við að skapa trúverðugleika og traust á ríkinu sem eiganda fjármálafyrirtækja. • Bankasýsla ríkisins hefur tekið til starfa og sér stofnunin alfarið um samskipti við fjármálafyrirtæki sem tengjast eigandahlutverki ríkisins. Markmiðið er að umsýsla eignarhluta verði fagleg og traust og hafin yfir vafa. • Gerð var könnun á þörf á skatteftirliti í kjölfar bankahrunsins og í framhaldi af henni ákveðið að stórefla skatteftirlit og skattrannsóknir og veitt til þess fé. M.a. var lögleidd skylda fjármálastofnana til að veita skattyfirvöldum allar upplýsingar um eignir, skuldir, tekjur af hvers konar fjármálagjörningum og tekin upp lagaákvæði um skattskyldu aflandsfélaga. Þá hafa verið samþykkt lög sem heimila skattyfirvöldum kyrrsetningu eigna til tryggingar á vangoldnum sköttum vegna mála sem sæta rannsókn. • Lagt hefur verið fram frumvarp um fyrstu heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra. Þar er m.a. að finna reglur um gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum, um ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra og ítarlegri vernd heimildarmanna blaða- og fréttamanna. Margt fleira gæti ég nefnt en í þessum tveimur greinum hef ég farið yfir helstu þætti þeirrar róttæku uppstokkunar sem ríkisstjórnir mínar hafa beitt sér fyrir frá hruni. Því fer fjarri að enn sjái fyrir endann á þessum miklu breytingum og skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis mun án efa benda á brotalamir sem enn hefur ekki verið tekið á. Frá fyrsta degi hafa ríkisstjórnir mínar verið einbeittar í því að breyta lagaumhverfi og vinnubrögðum til að tryggja að mistök fortíðarinnar endurtaki sig ekki og að endurreisnin verði byggð á traustum grunni til framtíðar. Þessu mikilvæga verkefni miðar vel og það er trú mín og vissa að niðurstöður þeirrar yfirgripsmiklu og fordæmalausa rannsóknar á aðdraganda hrunsins sem birtast mun þjóðinni á mánudaginn muni nýtast til enn frekari umbóta í þessum efnum.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar