Fótbolti

Edda skoraði jöfnunarmark Örebro með þrumufleyg

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Edda Garðarsdóttir skoraði glæsilegt jöfnunarmark í dag.
Edda Garðarsdóttir skoraði glæsilegt jöfnunarmark í dag.
Edda Garðarsdóttir, leikmaður Örebro, í Svíþjóð skoraði jöfnunarmark liðsins í hörkuleik er liðið gerði 1-1 jafntefli á útivelli við Koppabergs/Göteborg í dag.

Markið var af dýrari gerðinni en Edda þrumaði boltanum í netið af 25 metra færi. Ólína Viðarsdóttir sem leikur einnig með Örebro spilaði allan leikinn í vörn liðsins í dag en hún er snúa til baka úr erfiðum meiðslum.

Þóra Björg Helgadóttir og félagar í LdB FC Malmö sigruðu Umeå sannfærandi 4-0 fyrr í dag en eftir leiki dagsins situr lið hennar á toppnum í sænsku úrvalsdeildinni sex stigum á undan Koppabergs/Göteborg sem er í öðru sæti eftir jafnteflið við Örebro.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×