Körfubolti

Haslem, Miller og Ilgauskas allir með Miami Heat

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það gengur vel hjá Pat Riley að fylla leikmannahópinn hjá Miami Heat.
Það gengur vel hjá Pat Riley að fylla leikmannahópinn hjá Miami Heat. Mynd/AP
LeBron James, Dwyane Wade og Chris Bosh eru að fá góðan liðstyrk en í gær sömdu þeir Udonis Haslem og Mike Miller við Miami Heat og umboðsmaður Zydrunas Ilgauskas sagði jafnframt að miðherjinn myndi einnig semja við liðið.

Líkt og hjá þeim James, Wade og Bosh þá valdi Haslem að hafna betri samningum hjá öðrum liðum en Dallas Mavericks og Denver Nuggets buðu honum 14 milljónum dollara betri samning sem jafngerir 1,7 milljarði íslenskra króna.

Haslem sagði eina af ástæðunum fyrir því að hann gerði nýjan samning (20 milljónir á fimm árum) væri að Mike Miller ákvað að koma líka til liðsins.

Udonis Haslem er 30 ára og 203 sem framherji. Hann hefur spilað í sjö tímabil með Miami og er með 10,0 stig og 8,1 frákast að meðaltali í leik með liðinu. Wade lagði mikla áherslu á að hann yrði áfram í herbúðum Heat.

Mike Miller er 30 ára og 203 sm framherji og mikil þriggja stiga skytta. Hann hefur splað með þremur félögum undanfarin þrjú tímabil, Memphis Grizzlies, Minnesota Timberwolves og Washington Wizards.

Miller er góður félagi Udonis Haslem síðan þeir spiluðu saman með Florida Gators í háskóla. Stærsta ástæðan fyrir því að hann kemur til Miami er að hann vildi spila með LeBron James.

Umboðsmaður Zydrunas Ilgauskas býst við því að hann skrifi undir tveggja ára samning við Miami Heat seinna í þessari viku en Ilgauskas er 35 ára og 221 sem miðherji frá Litháen sem spilað með Cleveland Cavaliers frá 1996 til 2010.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×