Lífið

Finnst gott að eldast

Örugg Leikkonan Reese Witherspoon er ánægð með sig nú þegar hún er komin á fertugsaldurinn.
nordicphotos/getty
Örugg Leikkonan Reese Witherspoon er ánægð með sig nú þegar hún er komin á fertugsaldurinn. nordicphotos/getty

Leikkonan Reese Witherspoon segist öruggari með sig nú þegar hún er komin á fertugsaldur en þegar hún var yngri. Þetta segir hún í viðtali við tímaritið Glamour.

„Ég held að konur verði öruggari með sig og líkama sinn eftir því sem þær verða eldri. Maður er ekki hræddur við að vera kynþokkafullur lengur og skammast sín ekki fyrir það heldur. Kynþokki er að mínu mati blanda af öryggi og visku. Mér líður mun betur núna en þegar ég var tvítug, ég er rólegri, ég þekki sjálfa mig betur og fyrir vikið finnst mér ég vera kynþokkafyllri," sagði leikkonan, sem á tvö börn með fyrrverandi eiginmanni sínum, leikaranum Ryan Philippe.

Hún gefur ungum leikkonum einnig gott ráð og það er að gleyma aldrei góða skapinu. „Það verður alltaf einhver yngri og fallegri til að taka þinn stað, þess vegna segi ég, og þetta er orðið að mottói: „Fyndni lafir ekki."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.